Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 158
Gunnarsdóttir búfræðingur og Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir landfræðinemi. Auk
þeirra höfðu tveir doktorsnemar frá landfræðideild Háskólans í Edinborg tíma-
bundna vinnuaðstöðu á Háskólasetrinu.
Rannsóknir og önnur verkefni
Á árinu var unnið markvisst að því að koma á fót samvinnu að rannsóknarverk-
efnum við ýmsar stofnanir og aðila. bæði innlenda og ertenda. Helstu verkefni
sem unnið var að voru:
• Hreindýr sunnan Vatnajökuls: Viðhorf bænda til tausagöngu hreindýra með
tilliti til ræktunaráættana Suðurlandsskóga. Verkefnið var unnið af Heiðdísi
Björku Gunnarsdóttur búfræðingi og styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna
og Suðurlandsskógum.
• Rannsóknir á breytingum á ástandi lands sunnan Fláajökuls. Verkefnið er
unnið af Jóhönnu Katrínu Þórhallsdóttur landfræðinema og styrkt af Vega-
gerðinni.
• Suðursveitarverkefnið er þverfagleg rannsókn á sögu landmótunar og byggð-
ar undir Vatnajökli. Samstarfsaðilar eru Háskólasetrið á Hornafirði, Skógrækt
ríkisins. Heitbrigðisstofa Reykjavíkur, ReykjavíkurAkademían. Byggðasafn
Austur-Skaftafellssýslu. Þórbergssetur, Raunvísindastofnun Háskóla íslands
og Háskólinn í Edinborg. Sömu aðilar vinna einnig að uppbyggingu gjósku-
lagabanka umhverfis Vatnajökul. Verkefnisstjórn er í höndum Háskótaseturs-
ins á Hornafirði.
• Þekking ábúenda á breytingum á ástandi jökla við sunnanverðan Vatnajökul
nefnist verkefni á vegum landfræðideildar Háskólans í Edinborg og Háskóla-
setursins á Hornafirði. Verkefnið er fjármagnað af Háskólanum í Edinborg.
• Þróun þolmarkalíkans til notkunar við skipulag ferðamannastaða með tilliti
til upplifunar ferðamanna og sjálfbærrar þróunar. Þátttakendur eru Háskóla-
setrið á Hornafirði. jarð- og landfræðiskor og GlS-centrum við Háskólann í
Lundi í Svíþjóð. Verkefnisstjórn er hjá Háskólasetrinu á Hornafirði og er
verkefnið styrkt af Rannsóknarsjóði Háskótans.
• Nýting fjarkönnunar við vistgerðarflokkun. Samstarfsaðilar eru Náttúrufræði-
stofnun íslands. Landmælingar íslands og Háskóli íslands. Verkefnisstjóri er
Borgþór Magnússon. sérfræðingur á Náttúrufræðistofnun. Verkefnið er styrkt
af Rannís og unnið af Regínu Hreinsdóttur landfræðingi.
• Þjóðgarðar og sjátfbær þróun jaðarbyggða á norðurslóðum er evrópskt verk-
efni með þátttöku íslands, Finnlands, Svíþjóðar og Skotlands. Verkefnið nýtur
forstyrks frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og er forverkefninu
stjórnað af Háskólasetrinu á Hornafirði.
• Nordic research network on sustainable rural development: Integration of
System Dynamics and Geographical Information Systems for decision supp-
ort in environmentat management and conflict resolution er norrænt netverk
til að efla rannsóknir á aðferðum til að auðvelda ákvarðanatöku í umhverfis-
stjórnun og tausnum á hagsmunaárekstrum. Þátttakendur koma frá íslandi,
Svíþjóð og Danmörku. Netverkið hlaut forstyrk frá NorFA. en yfirumsjón hef-
ur Harald Sverdrup. prófessor við Háskólann í Lundi.
• The Little lce Age History of lceland Revised: A New Glacial Chronology and
its Climatic Implications nefnist doktorsverkefni Kristu McKinzey við Edin-
borgarháskóla. Rannsóknarsvæði hennareru Heinabergsjöklar.
• Climate during the Viking Age in lceland nefnist doktorsverkefni Andrew
Casely við Edinborgarháskóla. Rannsóknasvæði hans er Hofsjökull eystri.
• Ásamt Fétagi fuglaáhugamanna á Hornafirði og Menningarmiðstöð Horna-
fjarðar tók Háskólasetrið þátt í undirbúningsvinnu að stofnun fugtaathugun-
arstöðvar á Höfn, sem er ætlað að beita sér á sviði langtímaathugana og
rannsókna á erlendum flækingsfuglum. komu- og dvalartíma þeirra og tífs-
líkum hér á landi.
Ráðstefnur og málþing
• Vatnajökulsþjóðgarður og Jöklasetur á Hornafirði - Hvert stefnir? Rannsókn-
ir, verndun, atvinna. var málþing haldið í Nýheimum 17. janúar.
• Málþing um þolmörk ferðamennsku í Lónsöræfum var haldið í Nýheimum
12. júní.
Háskólasetrið í Hveragerði
Almennt yfirlit og stjórn
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla íslands í Hveragerði er samstarfsverkefni
Háskóla ístands og heimamanna. Markmið þess er að efla vísindarannsóknir og
154