Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 163
Þessu málþingi var fylgt eftir 10. og 11. október 2003 með ráðstefnunni Konur,
stríð og öryggi þar sem Elisabeth Rehn, fyrrverandi vamarmálaráðherra Finn-
tands, flutti erindi og kynnti skýrslu sína og Ellen Johnson Sirleaf um konur stríð
og öryggi. Jafnframt fluttu erindi íslenskir fræðimenn og sérfræðingar á þessu
sviði. í tilefni ráðstefnunnar var frumsýnd hér á landi heimildarmynd Grétu Ólafs-
dóttur og Susan Muska um afleiðingar stríðsins á Balkanskaga á konur, Women,
the forgotten face of war. Samstarfsaðilar RIKK voru Mannréttindaskrifstofa ís-
lands og UNIFEM á Istandi.
Þá stóð Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum ásamt jafnréttisnefnd Reykja-
víkurborgar fyrir málþinginu Jafnrétti kynja - jafnrétti allra hinn 28. aprít 2003 þar
sem rætt var um jafnrétti í víðum skilningi. Aðalfyrirlesari málþingsins var einn
helsti sérfræðingur Evrópu í samþættingu jafnréttismála, Teresa Rees. prófessor
við Cardiff háskóla í Wales.
Kvennaslóðir.is
Kvennagagnabakninn www.kvennaslodir.is er verkefni sem Rannsóknastofa í
kvennafræðum hleypti af stokkunum hautið 2001. Samstarfsaðilar eru jafnréttis-
nefnd Háskóla (slands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn ístands. Kvennaslóðir er
gagnagrunnur með nöfnum og ferilskrám kvensérfræðinga af ýmsum sviðum
þjóðtífsins. Kvennastóðum erætlað að auðvetda stofnunum. fyrirtækjum og fjöl-
miðlum að finna hæfar konur tit setu í stjómum. ráðum og nefndum. til álitsgjafar
hjá fyrirtækum og fjötmiðtum og til viðtala. Kvennaslóðir eru hannaðar að erlendri
fyrirmynd en gagnagrunnarsem þessi eru m.a. reknirá Norðurlöndunum. Vigdís
Finnbogadóttir opnaði kvennaslóðir við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu 17. okt-
óber 2003 og Ámi Magnússon, ráðherra jafnréttismála. flutti ávarp. Unnið er að
frekari fjármögnun verkefnisins og leitað varanlegs samastaðar utan Háskólans.
Netverk
RIKK starfar náið með erlendum stofnunum á sviði kvenna- og kynjafræða. m.a.
NIKK (Nordisk institutt for kvinne- og kjpnnsforskning). Stofan er aðiti að AOIFE
(Association of Institution for Feminist Education and Research in Europe) og
ATHENA (Advanced Thematic Network in Activities in Women's Studies in
Europe), sem nýtur styrks úr Socratesáætluninni. ATHENA-verkefnið er öflugt
rannsóknarnet á sviði kvenna- og kynjafræða og er RIKK virkur aðili að rann-
sóknarverkefnum á vegum ATHENA.
Rannsóknastofa í lyfja- og
eiturefnafræði
Stjórn og starfsfólk
Forstöðumaður Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði á árinu var Magnús Jó-
hannsson prófessor. í föstu starfsliði. auk kennara með starfsaðstöðu á rann-
sóknastofunni. voru 16 manns. Sex nemar voru í rannsóknatengdu námi á rann-
sóknastofunni. tveir doktorsnemar. tveir í meistaranámi og tveir tæknanemar
með fjórða árs rannsóknarverkefni.
Kennsla
Starfsfótk rannsóknastofunnar sá um eða tók þátt í kennslu læknanema. tann-
læknanema, hjúkrunarfræðinema. líffræðinema. matvælafræðinema og lyfja-
fræðinema við Háskóla íslands og nema íTækniskóta íslands. Einnig kenndi
starfsfólk rannsóknastofunnar á ýmsum námskeiðum. m.a. á vegum Endur-
menntunar HÍ.
Grunnrannsóknir
Unnið var að mörgum rannsóknarverkefnum. sumum í samstarfi við innlenda og
erlenda vísindamenn og eru þær helstu eftirtatdan
• Kopar. cerúlóptasmín og súperoxíðdismútasi í sjúklingum með hrömunar-
sjúkdóma í miðtaugakerfi, með öldrunarlæknum og taugasjúkdómalæknum
á Landspítala - háskótasjúkrahúsi.
• Rannsóknir á boðkerfum í ræktuðum æðaþelsfrumum.
• Rannsóknir á stjórn samdráttarkrafts í hjartavöðva.
• Rannsóknir á notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum á íslandi. í sam-
vinnu við Hjartavemd.
• Rannsókn á tengslum mígrenis og btóðþrýstings. í samvinnu við Hjartavernd.
• Þrávirk lífræn efni í teistu frá Breiðafirði - þróun mengunar yfir 20 ára tíma-
bil. með Náttúrufræðistofnun.