Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Blaðsíða 171
á árinu) og tíu aðstoðarmenn og ritarar. Fastir starfsmenn háskólans voru Karl G.
Kristinsson prófessor, yfirlæknir deildarinnar, og Ólafur Steingrímsson dósent.
báðir í læknadeild. Auk þeirra sinntu allir sérfræðingar deildarinnar og tveir
meinatæknar stundakennstu í læknadeild, lyfjafræðideild og hjúkrunarfræðideild
og námsbraut í sjúkraþjálfun. Einn nemandi er í doktorsnámi við deildina og ann-
artengdur deitdinni. Einn læknanemi vann að fjórða árs rannsóknarverkefni við
deitdina og einn meinatæknanemi að BS-verkefni.
Rannsóknir
Unnið var að fjötmörgum rannsóknum á árinu, en eftirfarandi voru viðamestan
• „European Intervention Study (EURIS)." Styrkt af Evrópusambandinu og Rannís.
Þessu þriggja ára verkefni lauk í lok október. Enn á þó eftir að vinna úr nið-
urstöðum. Rannsóknin var unnin með samstarfsaðilum í Portúgal, Frakk-
landi, Þýskalandi. Svíþjóð og Bandaríkjunum.
• „Sources and risk factors for Campylobacter in poultry and impact on human
disease in a ctosed system." Unnið í samstarfi við embætti yfirdýralæknis.
Tilraunastöð háskólans í meinafræði að Ketdum. Umhverfisstofnun. sóttvama-
lækni og samstarfsaðilum í Bandaríkjunum og Kanada.
• Sameindafaraldsfræði penisillín ónæmra pneumókokka. Verkefnið er dokt-
orsverkefni Sigurðar E. Vilhelmssonar líffræðings. Sigurður hætti störfum á
deildinni á árinu. en hyggst engu síður tjúka doktorsnáminu frá deildinni á
árinu 2004.
• Bráð netjubólga/heimakoma á ganglimum. Framvirk sjúklingasamanburðar-
rannsókn á áhættuþáttum og tengsium við sveppasýkingar á fótum unnin í
samstarfi við smitsjúkdómalækna á LSH.
• Rannsókn á orsökum og greiningu skeiðarbótgu. unnin í samvinnu við húð-
og kynsjúkdómadeild LSH.
• Rannsókn á orsökum iðrasýkinga á ístandi. unnin í samvinnu við sex heilsu-
gæstustöðvar, veirufræðideild RLSH og sóttvarnatækni.
• Rannsókn á útbreiðslu Giardia lamblia í húsdýrum á íslandi. unnin í sam-
vinnu við Tilraunastöð háskótans í meinafræði að Ketdum.
• Arfgerðarbreytileiki meningókokka á íslandi. í samstarfi við Scottish Meningo-
coccus and Pneumococcus Reference Laboratory.
• Rannsóknir á meingerð ífarandi sveppasýkinga í dýramódeli.
• Rannsóknir í dýramódelum á virkni og skömmtun sýklalyfja ásamt Sigurði
Guðmundssyni landlækni og samstarfsaðitum í Danmörku og Svíþjóð.
• í lok ársins var veittur styrkur úr 6. rammaáætiun Evrópusambandsins til
verkefnisins „Pneumococcal Resistance Epidemicity and Virulence Study
(PREVIS)", en það er unnið í samstarfi við embætti sóttvarnalæknis. ónæmis-
fræðideild LSH og aðita í Svíþjóð. Portúgal. Engtandi. Þýskatandi og Banda-
ríkjunum. Þetta er þriggja ára rannsókn.
Annað
Karl G. Kristinsson prófessor var formaður nefndar heitbrigðisráðuneytisins um
sýktalyfjanotkun og sýklalyfjaónæmi. nefndarmaður í samstarfsnefnd umhverfis-
ráðuneytisins um matarsjúkdóma og varamaður í sóttvarnaráði. Hann situr í
deildarráði læknadeildar. Ótafur Steingrímsson dósent var áfram formaður sótt-
varnaráðs. Vinna að gæðastýringu með faggildingu rannsóknastofunnar að mark-
miði er enn í futlum gangi. í byrjun ársins var talsverð vinna við fjötónæma staph-
ylókokka, en að öðru teyti voru engir stórir faraldrar sem röskuðu starfsemi
deildarinnar.
Rannsóknastofa í veirufræði
Stjórn og starfsfólk
Yfirstjórn Rannsóknastofu í veirufræði er óbreytt frá fyrri árum. Forstöðumaður
og yfirlæknir er Arthur Löve prófessor en daglegri verkstjórn sinnir Þorgerður
Árnadóttiryfirnáttúrufræðingur. Starfsmenn deildarinnar eru um 20 talsins og
sinna bæði þjónustu- og grunnrannsóknum í veirufræði, sem er ásamt kennslu
heilbrigðisstétta hlutverk deildarinnar. Er starfsfólk úrýmsum geirum. þ.e. tækn-
ar. náttúrufræðingar. efnafræðingur. meinatæknar og annað rannsóknar- og skrif-
stofufólk.
Rannsóknir og önnur starfsemi
Rannsóknastofa í veirufræði sinnir einkum rannsóknum og sjúkdómsgreiningu á
innsendum sýnum frá sjúklingum. Gerðar voru yfir 50.000 rannsóknir á sýnum
frá sjúklingum sem var hetdur meiri fjöldi og árið áður. Einnig fléttast grunnrann-
sóknir inn í starfsemina eftir föngum.
167