Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 173
stöðvum. Þátttakendur voru ellefu vísindamenn og stúdentarfrá fimm löndum
auk áhafnar.
Þetta var 17. leiðangurinn sem farinn var í tengstum við verkefnið og hefur nú
meira en 1.300 sýnum verið safnað á vegum þess. Á stöðinni eru sýnin flokkuð og
þau síðan send til yfir 140 sérfræðinga í um 20 þjóðlöndum víða um heim til frek-
ari greiningar.
Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum hefur hafið samstarf við
Rannsóknastöðina. Starfsmenn fisksjúkdómadeitdar nota nú aðstöðuna í Sand-
gerði til að gera tilraunir á lifandi fiski með bóluefni gegn ýmsum fisksjúkdóm-
um.
Annað meginsvið Rannsóknastöðvarinnar felst í mengunarrannsóknum. í stöð-
inni hafa undanfarin ár farið fram rannsóknir á áhrifum mengandi efna á íslensk-
ar sjávarlífverur. Á árinu var lögð áhersla á rannsóknir á áhrifum efnisins trí-
bútýltin á hrognketsalirfur og á krækting.
Árið 2003 náði Rannsóknastöðin í Sandgerði samningi við Evrópusambandið um
að stöðin skuli nú aftur skitgreind sem „einstæð vísindaaðstaða" (Access to Res-
earch Faclitities) á vegum 5. rammaáætlunar Evrópusambandsins. í tengslum við
þetta verkefni komu níu rannsóknahópar með alls 19 vísindamönnum sem dvöld-
ust í stöðinni frá tveimur vikum upp í rúman mánuð. Rannsóknarverkefni þessa
vísindamanna voru m.a. athuganirá þanggeitum. fjölbreytni holdýra á grunnsævi.
verkun málningar á fisklirfur, rannsóknir á flokkun skatna. samanburður á
smádýralífi í sandfjörum hér og á Kanaríeyjum. ftokkunarfræði burstaorma og
leit að dýrum af dýrahópnum Xenoturbellaria. Þessir sérfræðingar komu frá
Hollandi. Ítatíu. Svíþjóð. Finnlandi og Spáni.
Auk erlendra sérfræðinga stunduðu sérfræðingar Líffræðistofnunar margvístegar
rannsóknir við stöðina og nemendur við líffræðiskor nutu aðstöðunnar við rann-
sóknir sínar. Halldór P. Halldórsson vinnur alla rannsóknarvinnu doktorsnáms
síns í stöðinni.
Á stöðinni fór einnig fram kennsta á vegum líffræðiskorar. Á vormánuðum fór
umfangsmikilt verktegur þáttur námskeiðsins Eiturefnavistfræði fram í stöðinni.
Stöðin lagði einnig til mikinn efnivið til verklegar kennslu í greinum sem fást við
lífríki sjávar.
Siðfræðistofnun
Stjórn og starfslið
Björn Björnsson prófessor sem verið hefur í stjórn Siðfræðistofnunar frá upphafi
hennar lét af störfum á árinu og tók Sólveig Anna Bóasdóttir sæti í stjórninni í
hans stað. Að öðru leyti er stjórnin óbreytt frá fyrra ári en í henni eiga sæti: Vil-
hjálmur Ámason prófessor. stjórnarformaður. sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Ástríð-
ur Stefánsdóttir. dósent við KHÍ. og Páll Hreinsson. prófessor í lagadeild. Fyrir ut-
an forstöðumann. Salvöru Nordal. sem er í fullu starfi. hafa sérfræðingar verið
ráðnir til einstakra rannsóknarverkefna í lengri eða skemmri tíma. Má þar helsta
nefna þá Garðar Á. Árnason og Þorvarð Árnason sem hafa haft daglega verk-
stjórn á tveimur viðamiklum rannsóknum á vegum stofnunarinnar. Aðrirstarfs-
menn hafa verið ráðnir til skemmri tíma.
Rannsóknir
Verkefnið ELSAGEN. Ethical, Legal and Social Aspects of Human genetic Databas-
es. hefur verið í fullum gangi á árinu. Það hófst árið 2002 og er styrkt af 5.
rammaáætlun Evrópuráðsins. Samstarfsaðilar verkefnisins eru í Eistlandi, Eng-
landi og Svíþjóð. Stjórn verkefnisins er í höndum Siðfræðistofnunar undir yfir-
stjórn Vilhjálms Árnasonar prófessors en Rannsóknarþjónusta HÍ sér um fjármál
verkefnisins. íslenski rannsóknarhópurinn telur átta manns. þar af þrjá doktors-
nema sem vinna námsritgerðir sínar í tengslum við verkefnið.
Haldnir voru tveir fundir vegna ELSAGEN á árinu, sá fyrri í Lundi í lok janúar og
sá síðari í maí í Englandi. í tengslum við ELSAGEN-verkefnið hefur NorFA styrkt
samstarfsnet á sviði siðfræði og lífvísinda. The Ethics of Genetic and Medical In-
formation. Auk Siðfræðistofnunar, sem leiðir verkefnið, standa að rannsókninni
vísindamenn frá Eistlandi. Finnlandi. Svíþjóð og Englandi. Tveir fundir voru haldn-