Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Síða 176
bækur fyrir evrópska fiskiskipaflotann. Sjávarútvegsstofnun stóð fyrir gerð um-
sóknar. einkum í samvinnu við Radíómiðun hf. og Fiskistofu auk erlendra aðila,
sem send var inn í mars 2003.
Hlaut umsóknin mjög góða umsögn ásamt annarri umsókn sem barst frá Joint
Research Center í Ispra á Ítalíu. Sumarið og haustið 2003 var unnið að samruna
þessara tveggja verkefna. sem nú kallast Secure and Harmonized European Elec-
tronic Logbooks (SHEEL). ESB hefur veitt 1.2 milljónum evra til verkefnisins. Sjáv-
arútvegsstofnun stýrir veigamesta þætti verkefnisins sem fjallar um skilgreiningu
dagbókanna. innihatd. form, tíðni boða. öryggiskröfur, samskiptatækni o.s.frv. Fyrir
þá vinnu koma í hlut Sjávarútvegsstofnunar um 100 þús. evrur á þremur árum.
Verkefnið hófst formlega 1. janúar 2004. Verkefnisstjóri er Guðrún Pétursdóttir.
Endumýting vatns og varma í fiskeldi
Verkefnið miðar að því að leysa tæknileg og líffræðileg vandamál sem eru því
samfara að rækta hlýsjávarfiska í eldiskerum á landi. Jarðvarmi er notaðurtil að
hita sjó. sem síðan er endurnýttur með hjálp sérstaks hreinsibúnaðar. Ýmis
straumfræðileg og líffræðileg vandamál eru því samfara að ala fisk í mjög stórum
kerum, auk þess sem útbúa þarf nákvæmt og öflugt vöktunarkerfi. Verkefnið er
tvíþætt. Annars vegar er innlent verkefni, sem Sjávarútvegsstofnun stýrir og stutt
er af Rannís undir verkstjórn Loga Jónssonar. en hins vegar er viðamikið fjöl-
þjóðlegt verkefni sem stutt er af Evrópusambandinu og nefnist MistralMar.
MistralMar
Komið er að lokum Evrópuverkefnisins MistralMar, sem fjallar um endurnýtingar-
kerfi í stórfelldu fiskeldi hlýsjávarfiska. Sjávarútvegsstofnun hafði umsjón með
verkfræðilegum þáttum verksins. einkum hvað varðar straumfræði og byggingu
eldiskerjanna. Þeim verkþætti er tokið og stofnunin hefur staðið skil á sínum
skuldbindingum. Verkefnisstjóri var Vatdimar K. Jónsson.
Vinnsluspá þorskafla
Sjávarútvegsstofnun á aðild að verkefni sem styrkt er af Rannís og fjallar um
skilgreiningu á sambandi veiðistaðar og tíma annars vegar og gæða aflans hins
vegar, einkum varðandi nýtingu, orma, mar og tos í fiski.
Verkefnið felur í sér rannsóknar- og þróunarvinnu sem hefur það langtímamark-
mið að auka arðsemi þorskvinnslu með því að rannsaka og þróa aðferðir til að
meta vinnslugæði fisksins. Niðurstöðurnar má nota til að styrkja vinnslustjórnun
og auðvelda ákvarðanatöku um að velja þau veiðisvæði sem gefa besta fiskinn til
vinnstu á hverjum tíma.
Sveinn Margeirsson verkfræðingur vann lokaverkefni sitt til meistaragráðu.
„Nýting, gæði og eðliseiginleikar þoskafla'' á vegum þessa verkefnis og varði rit-
gerð sína í október 2003.
Verkefnið var unnið í samvinnu Háskóla ísiands við Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins og útgerðarfélagið Samherja. Verkefnisstjóri er Sigurjón Arason.
Upplýsingaþjónusta um sjávarútveg
Töluverð brögð eru að því að menn leiti til Sjávarútvegsstofnunar með spurningar
og erindi sem varða sjávarútveg og reynir stofnunin að leysa úr þeim eftir megni.
annaðhvort með því að veita svörin sjálf eða koma erindinu áfram til réttra aðila
innan eða utan HÍ. Fjölmiðiar teita einnig upplýsinga af ýmsu tagi. tímarit og blöð
fara fram á greinaskrif til fróðleiks og forstöðumaður er beðinn um að tala á
fundum og mannamótum, vera fundarstjóri eða halda hátíðarræður, t.d. á sjó-
mannadaginn eða 17. júní. Má gera ráð fyrir að viðvik sem undir þennan flokk
falta nemi á annað hundrað á ári hverju.
Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Háskóli (slands á formlega aðild að Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna (United Nations University - Fisheries Training Programme), sem stofnaður
var 1997. Hefur Guðrún Pétursdóttir átt sæti í stjórn Sjávarútvegsskólans frá
stofnun hans.
Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF)
Forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar hefur frá 1995 verið einn þriggja futltrúa
íslands í nefnd á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. sem er ætlað að gera til-
tögur um norrænar rannsóknir á sviði sjávarútvegs og skyldra greina. Nefndin
172