Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Page 178
sem kallast Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning (NAF) setur fram drög að
stefnumótun og metur umsóknir um styrki til sjávarútvegsrannsókna. sem veittir
eru tvisvar á ári. Einnig heldur nefndin þing og fundi og gefur út niðurtöður rann-
sókna og annað efni.
FAO Advisory Committee on Fishery Research (ACFR)
Guðrún Pétursdóttirertilnefnd af aðalritara FAO í átta manna hópi ráðgjafa um
málefni sjávarútvegs. Advisory Committee on Fishery Research (ACFR). Aðalritar-
inn getur teitað tit ráðgjafanna um hvaðeina sem varðar málaftokkinn. en þeir
hittast einnig formlega annað hvert ár og leggja fram drög að stefnu FAO í sjávar-
útvegsmálum.
North Atlantic Islands Programme (NAIP)
Sjávarútvegsstofnun hefur um árabil tekið virkan þátt í starfi North Attantic Is-
lands Programme (NAIP) sem er samstarf sjö eyþjóða í Norður-Attantshafi um
kennstu, rannsóknir og viðskipti. Þetta verkefni hefur staðið yfir frá 1995 og taka
þátt í því háskólar. aðrar stofnanir og fulltrúar atvinnulífisins frá eftirtöldum eyj-
um: Nýfundnalandi, Prince Edward Island, Grænlandi. Færeyjum. Álandseyjum og
eynni Mön. auk íslands.
Sumarskóli á vegum NorFa
Sjávarútvegsstofnun hefur tekið frá 1998 tekið þátt í skipulagningu og fram-
kvæmd sumarskóla sem haldnir hafa verið í Kristineberg Marine Research
Station við Gullmarsfjorden í Svíþjóð í júní og standa í viku. Þátttakendur eru ár-
lega um 50 nemendur í doktorsnámi á Norðurlöndum, en kennarar alþjóðlega
þekktir vísindamenn í þessum fræðum.
Arctic Biology
Sjávarútvegsstofnun HÍ og Líffræðistofnun HÍ áttu frumkvæði að samstarfi við
Denmark's International Study Programme (DIS) um sumarskóla í líffræði heim-
skautasvæða. Þessi námskeið eru ætluð bandarískum háskólanemum og mark-
aðssett af DIS um gervöll Bandaríkin. Námskeiðin standa í sex vikur frá miðjum
júni til júlíloka og hafa verið haldin árlega frá 1996. Undanfarin tvö ár hefur jarð-
fræðinámskeið verið kennt samhliða líffræðinni. Umsjón námskeiðanna hefur
verið í höndum Guðrúnar Lárusdóttur líffræðings og eru þau nú haldin á vegum
DIS og Endurmenntunar Hl (sjá www.disp.dk).
Samstarf við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn
Sjávarútvegsstofnun hefur undanfarin ár tekið að sér kennslu og kynningu á sjáv-
ardýrum fyrir öll ellefu ára skólabörn í Reykjavík. Fyrr á árum bauð Sjávarútvegs-
stofnun námskeið um fjöruferðir og fiskabúr fyrir leikskólakennara og komust
færri að en vildu.
( núverandi verkefni er farið með börnin á bát út á Sundin. sýni af lífríki sjávar
tekin. og þau greind og skoðuð þar. og fjallað um hafið í breiðu samhengi. Sér-
stakt kennsluefni hefur verið útbúið fyrir þetta nám barnanna. Þetta samstarf
mismunandi skólastiga hefur mælst mjög vel fyrir og verið ötlum til ánægju og
sóma. Verkefnisstjóri er Logi Jónsson.
Ráðstefnur og fundir
Sjávarútvegsstofnun þók þátt í ýmsum ráðstefnum og fundum á árinu. ýmist með
skipulagningu og undirbúningi, fundarstjórn eða flutningi erinda:
• Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning. fundur í Kaupmannahöfn 22.-23.
janúar 2003.
• Technical Innovations for the Fishing Industry, erindi Guðrúnar Pétursdóttur
og Kristjáns Gíslasonar á National Experts meeting, JRC Ispra á Ítalíu 5. febr-
úar 2003.
• The lcelandic Electronic Fisheries Logbook. erindi Guðrúnar Pétursdóttur á
vinnufundi um SHEEL hjá JRC Ispra á Italíu 6. febrúar2003.
• Þorskurinn og mikilvægi hans fyrr og nú. gestafyrirlestur Guðrúnar Péturs-
dóttur á ráðstefnu Örverufræðifélags íslands. Örverur og þorskur. 28.mars
2003.
• A lesson from lceland what were the keys to lceland's prosperity in the 20th
century?, gestafyrirlestur Guðrúnar Pétursdóttur á National Forum of Cabo
Verde Praia á Grænhöfðaeyjum 9.-11. apríl 2003.
• Merging of SHEEL and ELSPEC, vinnufundur á vegum þessara Evrópuverk-
efna í Ispra á Ítalíu 16.-17. júlí 2003.
• Nordisk Arbeidsgruppe for Fiskeriforskning. fundur íTurku í Finnlandi 15.-
19. ágúst 2003.
174