Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2003, Side 184
Þjónustustofnanir
Endurmenntun
Háskóla íslands
Almennt
Átuttugasta starfsári Endurmenntunar HÍ 2003 sóttu rúmlega 10.000 manns
námskeið og sátu flestir þeirra styttri starfstengd námskeið. Auk þeirra sóttu um
1.100 manns örnámskeið í september í tilefni af afmæli Endurmenntunar. Á árinu
voru haldin 480 námskeið í meira en 20 flokkum.
Samstarf við háskóladeildir hefur aukist jafnt og þétt og er stefnt að áframhald-
andi vexti á því sviði.
Stjórn
Stjórn Endurmenntunar er skipuð af háskólaráði og samstarfsaðilum, Tæknihá-
skóla íslands. Bandalagi háskólamanna, Arkitektafélagi íslands. Félagi fram-
haldsskólakennara. Tæknifræðingafélagi Islands. Verkfræðingafélagi (slands og
Félagi viðskipta- og hagfræðinga.
Fulltrúar Háskóla íslands 2003 voru: Ágústa Guðmundsdóttir, raunvísindadeild.
Áslaug Björgvinsdóttir, lagadeild. Kristján Jóhannsson, viðskipta- og hagfræði-
deild. Magnús Jóhannsson. læknadeild, Oddný Sverrisdóttir, heimspekideild.
varaformaður stjórnar. og Valdimar K. Jónsson, verkfræðideild, formaður stjórn-
ar.
Fulltrúar samstarfsfélaga 2003 voru; Stefanía K. Karlsdóttir. Tækniháskóla ís-
lands. Hilmar Þór Björnsson, Arkitektafélagi íslands, Ósa Knútsdóttir, Félagi
framhaldsskólakennara, Ingveldur Ingvarsdóttir. Bandalagi háskólamanna, Hall-
dór Guðmundsson, Tæknifræðingafélagi íslands. Sigurður M. Garðarsson. Verk-
fræðingafélagi íslands. og Nanna Ósk Jónsdóttir. Félagi viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga.
Stjórnarfundi sitja einnig Kristín Jónsdóttir endurmenntunarstjóri og staðgengill
hennar, Guðrún Björt Yngvadóttir.
Starfsfólk og kennarar
Starfsmenn í föstu starfi voru 15 í árslok.
Á hverju ári miðla hátt í 500 kennarar þekkingu sinni á námskeiðum og eru þeir
allir verktakar. Flestir hafa langa reynslu af kennslu á háskólastigi. en þeim
reynsluminni stendur til boða námskeið í kennslutækni án endurgjalds. Tekið er
mið af mati nemenda í ráðningum á kennurum og er leitast við að hafa færustu
sérfræðinga. íslenska sem erlenda. við kennslu á hverjum tíma. Auk íslenskra
sérfræðinga kenndu á námskeiðum á liðnu ári fyrirlesarar frá háskólum í Banda-
ríkjunum, Kanada. Bretlandi. (talíu. Noregi, Danmörku og Ástralíu.
Aðalstarfsemi
Markmið Endurmenntunar H( er að veita háskólamenntuðu fólki og almenningi
fjölbreytt tækifæri til sí- og endurmenntunar. Starfsemi stofnunarinnar nær einnig
til opinberra stofnana, félagasamtaka og einkafyrirtækja.
Unnið hefur verið að markmiðum og stefnumótun sem sett var af stjórn Endur-
menntunar 2002 og hefur sú vinna skilað góðum árangri.
Starfstengd styttri námskeið
Alls sóttu 8.233 manns stutt starfstengd námskeið á árinu og voru helstu við-
fangsefni þessi:
• Rekstur. stjórnun. starfsmannastjórnun. gæðastjórnun, fjármagnsmarkaður.
• Lögfræði. hagfræði, reikningsskil, sölu- og markaðsmál. fjármálastjórn.
180