Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Page 48
verkefnisins er að verðlauna áhugaverðar hugmyndir sem starfsmenn og
nemendur Háskóla íslands og Landspítala - háskólaskjúkrahúss eru að vinna að.
Verðlaun htutu að þessu sinni eftirtaldir starfsmenn og nemendur Háskóla
íslands: Fyrstu verðlaun hlutu Halldór Þormar prófessor og Hilmar Hilmarsson
doktorsnemi fyrir verkefnið „Þróun á aðferðum til þess að draga úr
bakteríumengun í alifuglakjöti." Önnur verðlaun hlaut Sveinbjörn Gizurarson
prófessor fyrir verkefni sem hann nefnir „Tækifæri hjálparefnanna". Þriðju
verðlaun komu í htut Jóhanns P. Malmquist prófessors og Guðmundar Freys
Jónassonar, meistaranema í tötvunarfræði, fyrir gítarstilli í gegnum farsíma.
Háskóli íslands hlaut viðurkenningu Félags heyrnarlausra
fyrir stórbætta þjónustu við heyrnarlausa
Fétag heyrnarlausra veitti í mars Háskóla íslands viðurkenningu fyrir að hafa
ráðið til starfa táknmálstúlk og með því bætt þjónustu við heyrnarlausa nemendur
auk þess að veita starfsfólki fræðstu um túlkun. Viðurkenningin var einnig veitt
Háskólanum f.h. Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. en til fyrirmyndar þykir að
þegar auglýstir eru fyrirlestrar og viðburðir á vegum setursins er ævinlega boðið
upp á túlkaþjónustu.
Læknanemar hlutu forvarnarverðlaunin 2007
Ástráður, forvamarstarf læknanema við Háskóla íslands. hlaut um miðjan aprít
ístensku forvarnarverðlaunin árið 2007. Þau eru veitt af forvamarhúsi Sjóvá. Verð-
launin voru veitt Ástráði þar sem félagið þykir hafa unnið mikilvægt og vandað
sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks og sé öðrum háskólanemum góð
fyrirmynd og hvatning. Ástráður hetdur úti fræðstu um kynlíf, forvarnir og kynheil-
brigði, meðat annars fyrir nemendur í fyrstu árgöngum framhaldskóla, auk þess sem
tæknanemar fara í félagsmiðstöðvar og grunnskóla eftir óskum. Þá eru læknanemar
Háskóla ístands vikutega með pistil í þættinum Ungmennafétagið á Rás2.
Styrkir úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar
Um miðjan mars hlutu tveir doktorsnemar í sagnfræði við Háskóla íslands styrki
úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar. Styrkina htutu þær Arndís S. Árna-
dóttir og Erla Dóris Haltdórsdóttir. Veitt hefur verið árlega úr sjóðnum frá 1990.
Tveir doktorsnemar hlutu viðurkenningu úr Verðlaunasjóði
Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala
Ögmundur Viðar Rúnarsson og Elsa Steinunn Haltdórsdóttir. doktorsnemar í
lyfjafræði við Háskóta íslands. hlutu í janúar viðurkenningu úr Verðtaunasjóði
Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar lyfsata. Þetta er í þriðja sinn
sem sjóðurinn veitir framhaldsnemum í lyfjafræði við Háskóta íslands
viðurkenningu fyrir framúrskarandi rannsóknir í lyfjafræði.
Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn í maí árið 2001 til minningar um
föður sinn Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki og eigin-
konu hans Bergþóru Patursson. Sjóðnum er ættað að styrkja vísindaleg afrek á
sviði lyfjafræði. rannsóknir og framhaldsnám í faginu. Hefur sjóðurinn stutt við
kraftmikta uppbyggingu doktorsnáms í iyfjafræði við Háskólann og gert nemend-
um kleift að kynna rannsóknir sínar erlendis og taka þátt í eriendu samstarfi i
tengsium við doktorsnámið. Verðtaunahafarnir hafa báðir birt vísindagreinar um
rannsóknarverkefni sín og kynnt þau með erindum og veggspjöldum á
vísindaráðstefnum hérlendis og erlendis.
Fjórir nemendur úr eðlis- og efnafræði hlutu viðurkenningu
fyrir framúrskarandi námsárangur
Fjórir nemendur, sem útskrifast hafa úr eðlis- og efnafræðiskorum raunvísindadeitd-
ar Háskóla íslands hlutu um miðjan nóvember verðtaun úr Verðtaunasjóði Guðmund-
ar P. Bjarnasonar frá Akranesi. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi námsárang-
ur árin 2006 og 2007. Tilkynnt var um viðurkenningamar við hátíðlega athöfn í Skólabæ.
Verðlaunaféð nemur í heitd sinni 1,7 m.kr. en hver nemandi fær viðurkenningu að
upphæð 400 eða 500 þús.kr. Allir verðtaunahafarnir hafa htotið mjög háa fyrstu
einkunn í BS-námi í eðlis- og efnafræði við Háskóla íslands og eru styrkir úr
sjóðum sem þessum ómetanlegir fyrir meistara- og doktorsnema við Háskóla
ístands tit frekara náms.
Verðlaunahafarnir voru Ómar Valsson, sem htaut viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi árangur í eðlisfræði árið 2006 og Elfa Ásdís Ólafsdóttir fyrir framúrskarandi
46