Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2007, Page 258
þessu umfangsmikla starfi Háskólans. Hér útskrifast rúmlega þúsund kandídatar,
glæsilegt vel menntað fólk af öllum fræðasviðum Háskóta íslands. [ þessum hópi
eru teiðtogar framtíðarinnar. Sumir eru reyndar þegar orðnir brautryðjendur.
Meðal þeirra er Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fjölfötluð kona sem útskrifast í dag frá
hugvísindadeild. Ásdís Jenna hefur verið fötluðum einstaklingum. og reyndar
okkur öllum, dýrmæt fyrirmynd. Hún hefur kennt skólanum margt um það
hvernig hann getur ræktað það htutverk sitt að vera aðgengilegur öllum sem
þangað vilja sækja. Það er einstakt afrek þegar fólk sem er mjög fatlað nær að
sigrast á erfiðleikum og ná árangri í krefjandi háskólanámi.
Kæru kandídatar. Það var mér mikill heiður og ánægja að fá að taka í hönd ykkar
sem útskrifist frá Háskóla íslands í dag. Framtíðin er í ykkar höndum. Þegar ég
horfist í augu við ykkur á þessari hátíðarstundu fyllist ég bjartsýni.
Ég hvet ykkur til að njóta þessara tímamóta. Staldrið við, gefið ykkur tíma tit að
gleðjast og gefið ykkur tíma til að þakka þeim sem hafa stutt ykkur. hvatt ykkur
og hjálpað til að ná þeim áfanga sem þið fagnið í dag. í þeim hópi eru foreldrar.
makar, afar og ömmur. börn, vinir og kennarar. Fyrir hönd Háskóla íslands þakka
ég ykkur fyrir samfylgdina á þessum mikilvægu árum í lífi ykkar og óska ykkur
gæfu og góðs gengis í öttu sem þið takist á hendur í framtíðinni.
Brautskráningarræða rektors Háskóla íslands 27. október
2007
Að venju ber brautskráningu frá Háskóla íslands uppá fyrsta vetrardag. Þetta er
uppskerudagur í lífi ykkar kandídata. sem takið hér við viðurkenningu fyrir
árangur. Þetta er líka uppskerudagur í starfi Háskóta íslands. því skólinn hefur
svo sannarlega auðgast af dvöt ykkar og starfi.
í manninum takast á tvær andstæður. Annars vegar þörfin fyrir öryggi og
stöðugteika og hins vegar þörfin til að umskapa og breyta. hvatinn tit að ná
lengra. Þess vegna er saga mannkyns í senn leit að öryggi og festu og á sama
tíma saga sífetldra breytinga.
Við lifum á tímum ótrúlegrar tæknivæðingar og alþjóðavæðingar. sem eru í dag
tveir mikilvægustu mótunarkraftar samfélagsins. Breytingarnar. sem við þurfum
að fást við. eru meiri og örari en nokkru sinni fyrr. Það sem knýr breytingar í
okkar næsta umhverfi má nú oft rekja til fjarlægra heimshluta.
Fyrir tæpum tveimur árum stóð ég hér og setti fram ný markmið fyrir Háskóla
íslands, að koma honum í fremstu röð háskóla í heiminum, í hóp hinna 100 bestu.
Tilgangur okkar var að gera íslenska þjóð hæfari til þátttöku í þekkingarsamfélagi
framtíðar vegna þess að nú liggja fyrir skýrar vísbendingar um að framtíðarhag-
vöxtur þjóða byggi á fjárfestingu þeirra í rannsóknatengdu háskólanámi. Við
tötdum markmiðið ekki bara nauðsynlegt hetdur fyltilega raunhæft. Atlar aðrar
Norðurtandaþjóðir eiga skóla í þessum úrvatsflokki. Við tötdum, og teljum
sjálfsagt, að ein ríkasta þjóð heims eigi öflugan atþjóðlegan háskóla.
Þessi stefna fékk víða htjómgrunn í samfétaginu. Samningur Háskóla íslands og
ríkisstjórnarinnar. sem gerður var í ársbyrjun um fjárveitingar til að hrinda stefnu
Háskólans í framkvæmd. endurspegtar þennan stuðning. Samningurinn er
tryggilega afkastatengdur. Skótinn fær því aðeins viðbótarfé að hann nái tilteknum
tölusettum markmiðum. Þorsteinn Pálsson. ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi
forsætisráðherra. sagði í leiðara nýlega að þessi samningur um það sem hann
kallaði „endurreisn Háskóta íslands" hafi verið mikilvægasta framlag þeirrar
ríkisstjórnar sem þá sat. Líkt og stjórnmálamenn úr öllum ftokkum skildi hann
markmiðin sem skólinn setti sér og sá þau í samhengi við þjóðfélagsbreytingar
hér heima og hræringar á alþjóðtegum vettvangi.
Háskólinn hefur þegar stigið fyrstu markvissu skrefin. Vísindastarf hefur verið
með miklum blóma. Á einu ári hefur vísindagreinum starfsmanna Háskóta
ístands í ritrýndum alþjóðlegum vísindatímaritum fjölgað um 18%. Doktorsnemum
fjötgar og vísindaiðkun þeirra eykur þekkingarforða og nýsköpun skóla og
samfélags.
Skótinn hefur náð mikilvægum áföngum í atþjóðavæðingu og gert
samstarfssamninga við marga af bestu háskólum í heimi. bæði í Bandaríkjunum
og Evrópu og nýlega við tvo virtustu háskóla í Kína. Þessir samstarfssamningar
256