Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Page 2

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Page 2
2 stúdentablaðia_____________________________ SÖNGVASKÁLDIÐ HÖRÐUR TORFA mynd: sibbi Lög við Ijóð nóbelsskáldsins Hörður Torfa er fyrir margt löngu orðinn samofinn hugmynd íslendinga um trúabadúrinn sem ferðast staða á milli vopnaður munnhörpu og gítar en mestmegnis þó sjálfum sér. Hörður lauk leiklistarnámi frá Þjóðleikhúsinu árið 1970 en ferill hans sem trúbadúr hófst sex árum fyrr og er hann jafnan talinn vera fyrsti íslendingurinn sem ber það nafn með réttu. Hörður kýs þó að nota nafnið söngvaskáld frek- ar en trúabúr en það er einmitt nafn nýrrar geislaplötu sem Edda —miðlun og útgáfa gaf út í tengslum við hundrað ára afmæli nóbelsskáldsins Halldórs Laxness. Á þessari plötu flytur Hörður lög sín við Ijóð Laxness en þessir söngvar voru fyrst fluttir á hausttónleikum í Jónshúsi í Kaupmanna- höfn árið 1982 sem hann tileinkaði Halldóri. Við gripum Hörð á miðju tónleikaferðalagi um landið og spurðum hann um tilurð Söngvaskálds. Hvað felst í orðinu söngvaskáld og hvert er að þinu mati hlutverk þess? Orðið söngvaskáld er dálítið víðtækt. Sá sem kemur að einum söng er textahöfundur- inn, lagahöfundurinn, sá sem útsetur tónlist- ina og loks sá fjórði, sá sem túlkar. Svo hef'ég verið að útvíkka hugtakið og útskýra fyrir fblki hvað þarftil þess að standa í þessu starfi, þ.e. hljóðfærin, græjurnar og skipulagningin á bak við tónleikatúrana. Maður jtarf að gera samning um fjármál og hvernig staðið er að tónleikum á hverjum einasta stað sem maður kemur til með að spila á. Það liggur því rosa- lega mikið á bak við orðið siingvaskáld og sérstaklega hérna á Islandi vegna þess að maður í mínu starfi verður að geta séð um þetta allt sjálflir. Söngvaskáld hjá stórþjóðum semur sína söngv’a og mætir síðan á sviðið en hérna er margra manna starf að halda utan um það ferli sem felst í starfi söngvaskáldsins. Ég valdi orðið söngvaskáld því mér leiðist orðið trúbadúr. Hver sem grípur í gítar getur kallað sig trúbadúr en sú skilgreining lýsir starfi söngvaskáldsins engan veginn. Ég hef reynt að flokka þetta dálítið niður svo fólk sé ekki að rugla þessu saman. Það eru til kráar- söngvarar sem syngja lög eftir aðra og hafa oft ekkert fram að færa annað en lífsgleðina og það að vera til, sem er í sjálfu sér mjög gott. I’etta veldur mér samt oft erfiðleikum því ég get ekki ætlast til að allir þekki mitt starf og kunni skil á því. Ég lendi oft í því að fólk ætli að troða mér í horn á einhverri krá og ætlast til að ég verði þar á meðan citthvert partí er í gangi. Minn „standard“ og stíll hef- ur alltaf verið sá að halda tónleika og yfirleitt leigi ég sjálfiir húsin undir tónleikahöldin. Þetta er auðvitað að breytast samfara nýjum tímum því krár eru komnar í staðinn fýrir gömlu félagsheimilin. Nú á dögum vill fólk geta sest niður með rauðvínsglas eða kaffi- bolla og því standa félagsheimili auð og krár hafa tekið þeirra stað. Þetta er í sjálfu sér allt í lagi en breytir vissulega þeim glæsileika sem ég vil halda í kringum tónleika með hreinu lofti og góðum anda þar sem menn geta set- ið þægilega, sungið með og tekið þátt í skemmtuninni. Að mínu mati er hlutverk söngva- skáldsins að lesa og velja ljóð og texta, sjá melódíuna í þeim og lyfta þeim úr ljóðabók- um og hillum og bera þau fram fyrir fólk í söng og túlka textana fýrir fólkið f gegnum sönginn. Þannig verður söngvaskáldið eins konar tengiliður frá hillum og bókum yfir að eyrum og vitsmunum fblks. Það er aftur á móti spurning hvort slíkt sé hagkvæmt því jiarna kemur peningapólitíkin inn. Ég vil ekki taka Ijóð annarra og nota þau mér til fram- dráttar án þess að borga þeim fýrir því þetta er þeirra vinna. Þess vegna er ég mjög krítísk- ur á hvaða ljóð ég vel og eins má ekki gleyma [iví að fólk er einnig gagnrýnið á ljóðavalið. Hver er tilurð þessara söngva og hvers vegna ákvaðst þú að gera lög við Ijóð nóbelskáldssins? Ég er búinn að lesa þessi ljóð frá því að ég var smástrákur. Kvœdakverið var til heima hjá mér og hetúr á einhvern hátt alltaf höfðað til mín. Það er svo margt í því og það er eins með Kvcrið og aðrar góðar Ijóðabækur, að þegar ég gríp til þess þá setja ljóðin í henni mann í ákveðnar stellingar og maður fér að velta hlutunum fýrir sér. Það sem heillaði mig strax sem ungan mann var framandleiki ljóð- anna og þessi eilífú ferðalög Halldórs. Hann er staddur á Kastrup, hann er í járnbrautar- lest, það eru flugvélar í þeim og það eru bíl- ar. Hann kemur því nærri mér og er ekki í þessari eilífu upphafningu og heimspeki. Hann er að tala um bíla og kvikmyndir og tekst sem ljóðskáldi að banka upp á dyrnar hjá mér sem manneskju. Heimurinn sem slík- ur heillar mig og þau ólíku lífsviðhorf og að- stæður sem í honum eru, og þetta finn ég í ljóðum Halldórs. Svo gerist það oft þegar ég les góða ljóðabók að það myndast melódía og þá verð ég að hafa segulbandið og gítarinn nærri mér til að geta unnið með seinna. Lax- ness hefur fýlgt mér lengi og á lýrstu tveimur plötunum var ég t.d. með ljóð eftir hann. I þessu tilefni gaf hundrað ára afmæli hans mér ástæðu til að gera eitthvað með lögin sem ég átti til við Ijóðin úr Kv/eðakverinu. Ég stakk upp á þessu við Skúla Helgason hjá Eddu og er mjög sáttur við útkomuna og sérstaklega frágang Vilhjálms Guðjónssonar. Telur þú Halldór Laxness vanmetinn sem Ijóðskáld? Ég vanmet hann ekki sem ljóðskáld og það er það sem skiptir mig máli, hvað svo sem öðrum finnst. Hann hefur verið hátt skrifað- ur hjá mér frá því að ég var ungur strákur og mun alltaf verða. Enn í dag gefur Kvxðakver- ið mér mikið til að íhuga í hvert skipti sem ég les af handahófi upp úr því. Ég sæki í ljóðin vegna þess að það eru áminningar í þeim, vangaveltur, ást, pólitík og svo margt annað sem maður þarf oft á að halda. Ég velti samt fýrir mér íslendingum sem bókmenntaþjóð. Það eru margir sem kaupa bækur eingöngu til að eiga uppi í hillu og margir eiga einn eða tvo metra af Halldóri uppi í hillu, en les fólk þetta? Er þessi mikla bókaþjóð sem hér er talað um í rauninni bókaþjóð? Mín niðurstaða er sú að hún sé það ekki. Þetta er hálfgerð þrælaeyja á marga lund og ég er ekki viss um að fblk lesi eins mikið vegna þessara aðstæðna. Sjálfiir hef ég búið í milljóna manna stórborgum og þar eru allir að glugga í bækur t.d. í lestum og stræt- isvögnum. Ég les miklu meira erlendis heldur en hérlendis og þar notfærir maður sér tím- ann hreinlega á annan hátt. Hérna er ég t.d. háður bíl og ekki get ég lesið og ekið í einu, þannig að bókin skiptir mig eðlilega minna máli þegar ég er á íslandi. Þú hélst yfir tuttugu tónleika víðs vegar um landsbyggðina. Hvernig fóru Hörður Torfa og Halldór Laxness í landsbyggð- armenn? Hörður Torfa ter vel í landsbyggðarmenn. Hér á landi virðast menn oft hafa það að at- vinnu að kvarta, en því miður get ég ekki kvartað. Þetta er þó ekki tengt Halldóri held- ur sjálfum mér. Ég hef sinnt landinu vel í gegnum allan minn téril en Halldór er tekinn með vissum fyrirvara. Það kemur fullt affólki á tónleikana og hlustar en vegna þess að Ijóð Laxness eru flutt, þá veit ég að ég þarf að yf- irvinna ákveðna hvítflibbastemmningu og taka hátíðleikann dálítið af þessu. Ég segi fblki að Halldór sé maður sem sest niður vegna þess að hann langar til að segja okkur sögur í ljóðum og hann geri það vel. Það sem ég hef reynt að gera með nóbelsskáldið Hall- dór Kiljan Laxness er að taka hátíðleikann af honum og færa hann til tblksins. Það er mik- ilvægt að gera sér grein fýrir því að hann er eins og ég og þú, hann fmnur til og hann hef- ur skoðun og sér hlutina og reynir að miðla þeim til okkar. Góð ljóðskáld eru þannig, en í guðanna bænurn hættið að taka hann hátíð- lega! Opnið bara hjartað og hlustið og veltið Ijóðum hans fýrir ykkur. Eðli góðra ljóða er þannig að það er hægt að lesa þau sextán ára og aftur fjórum árum síðar og svo enn á ný þrítugur, en það er aldrei sama ljóðið sem maður er að lesa. Maður þroskast og ljóðið þroskast með manni en hefur alltaf einhverja sérstaka gjöf í sér. Það er alltaf eitthvað dýr- mætt í góðu Ijóði og ég reyni að láta folk opna sig fyrir ljóðum Halldórs og hætta þess- ari þykjustu. Fólk á ekki bara að lesa hann af því að hann fékk nóbelsverðlaunin. Það er ekki tilgangurinn. Fólk á að hlusta á það sem manneskjan Halldór Laxness er að segja okk- ur. Hann bregður í sífellu upp myndum af okkur og um okkur til að við áttum okkur á lífinu og tilverunni. Hvernig hjálpar „leikarinn" þér í þinni vinnu? Ég rnyndi segja að leikarinn hjálpi mér í öllu. Þegar ég held tónleika þá sit ég ekki bara uppi á sviði og syng því ég túlka söngvana einnig. Þegar fólk kemur á tónleika hjá mér, upplifir það meiri dýpt í söngvunum vegna þess að það sér mig í leiðinni og heyrir það sem ég segi milli laga og grípur stemmning- una. Ég er leikari og er þess vegna með leik- ræna tilburði sem gefa söngvunum þessa auknu dýpt. Ég er ekki poppari og keppist ekki við vinsældir. Það sem ég reyni fyrst og fremst að gera er að gefa ljóðunum líf. Fólk dettur oft í að setja allt undir sama hatt og eru þá allir sem koma nærri tónlist bara popp- arar. Ég flyt hlustendum og tónleikagestum mínum ekki popp. Poppheimurinn þrífst á ákveðnum endurteknum formúlum sem fá fólk til að venjast ákveðinni síbylju og er stjórnað af ákveðnu peningafólki. Ég veit al- veg af þessum heimi en vinn hreinlega ekki svona. Ég vinn út trá Ijóðinu og Iæt það segja söguna. Það er tilgangurinn. bv

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.