Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Síða 10

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Síða 10
10 stúdentabladið UM SVIGURMÆLI í GARÐ ADOLFS HITLERS OG RÍKISSTJÓRNAR ÞÝSKALANDS Króksritari hefur verið í afar miklum vandræðum við aó finna efni í þennan lokakrók skólaársins enda hefur króksritari verið upptekinn við að undirbúa sig undir próf í því hvernig eigi að koma misyndismönnum og glæpakvendum undan réttvísinni. Eftir mikla leit um víðfeðmar lendur lögfræðinnar ákvað króksritari að fjalla um dóm einn sem hlýtur að teljast með þeim safaríkari, hvort.sem menn hafa áhuga á lögfræði eða ekki. Er þetta hæstaréttardómur frá árinu 1934, blaðsíóu 982. Mál þctta var höfðað samkvæmt fýrirmælum dómsmálaráðherra eftir kröfu þýska aðalkon- súlatsins gegn þeim í’órbergi I’órðarsyni rithöf- undi og Finnboga Rúti Valdimarssyni ritstjóra Alþýðublaðsins fyrir brot gegn ákvæðum 9. kapitula hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 sem ijallaði um landráð, vegna um- mæla í grein I’órbergs sem birtist þann 6. janúar 1934 og bar heitið Kvalnlusti Nnzista. Var Finnbogi sýknaður á báðum dómsstigum þar sem greinin var rituð undir fullu nafni höf- undar (þ.e. Þórbergs) sbr. 3. gr. tiiskipunar um prentffelsi frá 9. maí 1855. I umræddri blaðagrein lýsti I’órbergnr ógnum þeim, sem hann taldi að andstæðingar þýskra nasista urðu fvrir af þeirra völdum. I greininni sagði m.a.: „I fullan áratug höfðu nazistarnir þýzku beitt öllum kröftum til að innræta þjóðinni miskunn- arlaust hatur gegn social-demókrötum, komm- únistum, gyðingum, friðarvinum og sjálfúm ertðafjandanum, Frakklandi.“ Lýsti Þórbergur því næst þeim kvölum og pín- ingurn, sem hann taldi að fangaðir menn sættu af hálfii nasista í Þýskalandi og komst svo að orði: „að jafnvel sjáltán Rannsóknarréttinn á Spáni myndi hrvlla við, ef hann mætti renna augunum yfir þessi tæp 800 ár, sem eru milli Luciusar III. og sadistans á kanzlarastólnum þýzka.“ Síðan sagði, að einhverjir hati ef til vill til- hneigingu til að seta gremju sína út af íraman- greindu athæfi með þeirri trú, að píningarnar i fangelsum Þjóðverja séu ekki fýrirskipaðar af rík- isstjórninni, en það taldi Þórbergur tjarri sanni, því hið ægilegasta við allar þessar píningar væri það, „að þær eru allar undirbúnar og skipulagð- ar af þeim mönnum, sem eiga aö gæta laga og siðferðismála ríkisins“. Sagði Þórbergur svo frá grimmdarverkum í fangelsum Þýskalands. Loks tilfærði hann ýmsar yfirlýsingar úr þýskum blöðum, þar á meðal nokkrar eftir stjórnarformanni Prússlands, Gör- ing, þar sem Þórbergur taldi sig sanna að þær hafi verið rangar, og birti hann þær til að sýna „sannsögli foringjanna“. Grein þessa byggði Þórbergur á 15 heimild- um sem hann lagði fram í málinu. Markmiðið með greininni skv. Þórbergi átti að vera að fræða lesendnr blaðsins um stefnu og starfshætti nas- istaflokksins þýska. Neitaði hann því fyrir auka- rétti Reykjavíkur að grein sín ætti að beinast að hinni þýsku þjóð eða stofnunum þýska ríkisins, heldur hafi hann með greininni aðeins viljað deila á forystumenn nasistaflokksins. I forsendum dóms aukaréttar sagði: „Við lestur greinarinnar í samhengi verður að telja, að þessi meining höfúndarins komi skýrt í ljós . . . Greinin er ádeila á nazistaflokkinn birt í blaði jafnaðarmanna hér á landi . . . Ekkert kemur fram í greininni, sem gefi ástæðu til að ætla, að greinarhöfúndur sé óvin- veittur þýzku þjóðinni í heild, né að ásetningur hans hafi verið að deila á hana sjálfa. Adeilan beinist öll að annarri og takmarkaðri félagsheild, þ.e. þýzka þjóðernisjafnaðarmann- flokkinn [NSDAPJ. Einstakar setningar greinarinnar lesnar í réttu samhengi verða heldur ekki skýrðar á annan hátt. Og þótt svo standi á, að þessi stjórnmálaflokkur fari nú með stjórn þýzka ríkisins, verður að telja það nægilega ljóst, að það er stjórnmálaflokkur- inn, sem ádeilan beinist að, en ekki þýzka þjóð- in eða repræsentativar stofnanir þýzka ríkisins. Meiðandi og móðgandi ummæli um erlenda stjórnmálaflokka, stefnu þeirra, starfeða forystu- menn, verður hinsvegar ekki talin móðgun við hina erlendu þjóð eða á annan hátt refsiverð samkvæmt íslenzkum lögum. Samkvæmt þessrt ber að sýkna ákærða Þórberg Þórðarson, af ákæru réttvísinnar í máli þessu.“ Hæstiréttur var þó ekki eins tjáningarfrelsis- sinnaður og aukarétturinn. Fannst Hæstarétti það sérstaklega ámælisvert að Þórbergur skyldi fúllyrða að þýska stjórnin hafi beinlínis skipulagt og íyrirskipað kvalir þær og pyndingar, sem hann lýsti í grein sinni. „Það verður að telja það meiðandi og móðg- andi fyrir erlenda menningarþjóð, að segja það, að hún hafi sadista (þ.e. mann, sem svalar kyn- férðisfysn sinni með því að kvelja aðra menn og pynda) í formannssæti stjórnar sinnar, að hann og stjórn hans hafi skipulagt og fyrirskipað hinar hryllilegustu kvalir og pyndingar á varnarlausum mönnum, er jafnvel sjálfan rannsóknarréttinn á Spáni, sem illræmdastur er fyrir pyndingar sínar á varnarlausum mönnum, myndi hrylla við, et hann ætti nú eftir 800 ár renna augunum eftir þær. Framannefnd orð og ummæli um hinn þýzka kanzlara og stjórn Þýzkalands, sem ekki eru sönnuð réttmæt með þeim gögnum er höfúndur þeirra kveðst hafa notað, varða við 4. málsgr. 83. gr. almennra hegningarlaga.“ I henni sagði að meiddi maður útlendar þjóðir, sem væru í vin- áttu við konung, með orðum, bendingum eða myndauppdráttum, einkum á þann hátt að lasta og smána þá, sem ríkjum réðu, í prentuðum rit- um eða drótta að þeim ranglátum og skammar- legum athöfnum án þess að tilgreina heimildar- mann sinn, þá t’arðaði það fangelsi eða, þegar málsbætur væru, 20-200 ríkisdala sektum. Þótti refsing Þórbergs fyrir orð sín, með hlið- sjón af því, að hann taldi sig hatá heimildir fýrir þeim í erlendum blöðum og ritum hæfilega ákveðin 200 kr. sekt í ríkissjóð og köm 15 daga einfált fangelsi í stað sektarinnar, ef hún yrði ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Það er skoðun króksritara að dómnr Hæsta- réttar sé réttari heldur en dómur aukaréttarins, et litið er til lagaákvæðisins sem dómurinn er bvggður á, þeirrar staðreyndar að vægi tjáninga- frelsisins var ekki jafh ríkt á þessum tíma og það er í dag auk þess sem Hitler og aðrir nasistafor- ingjar voru ekki álitnir þau fúlmenni sem þeir eru taldir í dag, réttilega. Spvrja má að lokum hvort dómur sögunnar gangi hins vegar ekki þvert á dóm Hæstaréttar. Auf Wiedersehen liebe Leser bjarni m. magnússon LÆKNINGAR Á SLÓÐUM LIVINGSTÓNS Við vorum ekki að leita að upptökum Nílar, en moskítóflugurnar gerðu allt sem þær gátu til að hrekja okkur á brott, rétt eins og þær reyndu að hrekja Dr. Livingstone og trú- boðana á brott hér í fyrndinni. Æpandi hvítingj- ar á ferð í mannfjöldanum. A markaði Mangochi bar margt fyrír augu, en áletrun máluð á hrörleg- an bárujárnskofa fangaði athygli okkar. Þar mátti lesa: Dr CHAMPION - AFRICAN DOCTER- POWERFUL DRUGS HERE. Við stóðumst ekki mátið og fikruðum okkur nær. Þegar nær var komið blasti dýrðin við. Flöskur fylltar gör- óttum drykkjum, snákshreistur, krókódílar og loðdýr negld upp til þerris. Krukkur og skeljar, perlur og gaddavír. Fréttin um að útlendingar væru hjá galdralækninum barst eins og eldur í sinu um markaðinn, og ekki leið á löngu þar til dvergvaxinn maður í Buffaloskóm bauð okkur velkomin. Þetta hlaut að vera Dr. Champion. Doktorinn var í fullum skrúða, með spegil og dómaraflautu úr plasti um hálsinn, útskorinn staf í hendi. Hann bauð okkur samstundis inn. Okk- ur var boðið til stofu þar sem þefúr burtsærðra púka lá í loftinu. Þegar við féngum okkur sæti varð okkur hugsað til blessaðs drengsins í Níger- íu sem að galdralæknirinn breytti í kartöllu - eft- ir að drengurinn hafði þegið salgæti af ókunnum manni! Samskiptin voru heldur treg, þannig að við vorum ekki viss um hvort að hann ætlaði sér að hafa okkur í kvöldmat. Þegar túlkur hafði bæst í hópinn hóf hann að taka sjúkrasögu. Fljótlega kom í Ijós að við værum ekki andsetin (a.m.k. engum öndum sem að hann þekkti). Hann tók eftir að við störðum kvíðin á ófrýnilegan dúkku- haus með horn, sem að virtist stara á okkur til baka. Hann greip hausinn, en þá kom í ljós að þetta var krukka fúll af ösku. Hann sagði svo frá því með leikrænum tilburðum hvernig hann makaði öskunni atarna á bumbu þungaðra kvenna sem illa gekk með að koma frá sér af- kvæminu. Þá var næsta víst að afþví myndi verða innan tveggja daga. Því næst sýndi hann okkur risavaxin fræ. Þau voru til þess fallin að auka á heppni manna. Bara að skella þeim í pott, hleypa upp suðu og leytá öndum heppninnar að leika um heimkynni manns. Dr. Champion var rétt kominn á skrið þegar að komu krakkagrísir og hrópuðu óræð skilaboð til doktorsins. Hann virtist við cillu bú- inn og hóf þegar í stað eftirtör, vopnaður snæri sem virtist vera einmitt til þess ætlað að kenna blessuðum börnunum að sýna galdralækninum virðingu. Hann kom fljótlega aftur, brosandi út að eyrum. Uppeldisfræðin hafði greinilega teygt anga sína til myrkviða Afríku. Eða var hann svona kátur yfir því að geta gætt sér á þremur sætum kartöflum með gestunum? Við vorum farin að iða á stólunum þegar hann varð skyndi- lega alvarlegur. Leyndarmál erfiðrar greiningar? Það var stafúrinn, og það var spegilhálsmenið. Hálsmenið átti að fara á sjúklinginn, og svo var horft í gegnum stafinn á spegilinn. Meinsemdin birtist þá í speglinum! Við ákváðum í skyndi að best væri að lifa áfram í sambýli við meinsemdir okkar og ákváðum að kveðja doktorinn. Doktor- inn (og túlkurinn) kröfðust síðan þess að þeir yrðu myndaðir í bak og fyrir. Við héidum svo áfram leið okkar, ánægð eftir heimsóknina til verðandi kollega okkar. Velþóknun hans virðist fylgja okkur alla leið. Á slóð Leits. Lands olíu- lækninga, höíúðbeina- og spjaldhryggsjafnara, blómadropaþerapista, lithimnugreininga, smá- skammtalækninga og fæðubótaefna. Guði sé lof. Við erum ekki kartöflur. þórður þórarinn þórðarson

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.