Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Page 12

Stúdentablaðið - 01.04.2002, Page 12
12 stúdentablaaið PRÓFGÆSLUSVEIT HÁSKÓLANS egar kemur fram í próftíð er ekki laust við að gæta fari óvenjulegra mannaferða á göngum HÍ. Við dyr prófstofa stendur vaktina fólk sem á það til að „sussa" á fólk ef því finnst láta óþarflega hátt í viðkom- andi. Þá er einnig í þeirra verkahring að koma upp um hugsanlegt svindl próftaka, m.a. með því að hafa eftirlit með klósettferðum þeirra og fleiru. Allir sem tekið hafa próf hér við skólann kannast við þetta prófgæslufólk, en hvaða fólk er þetta? Til þess aó öðlast frekari vitneskju tókum við tali Hrein Pálsson, prófstjóra en jafnframt höfðum við samband við Vilborgu Guðjónsdóttur sem lengi hefur starfað við próf- gæslu hérvið Háskólann. Arafjöldi lélegur mælikvarði Við báðum Hrein að segja okkur stuttlega frá fólkinu sem mannar prófgæsluhópinn og vinnu þeirra við Háskólann. „Þetta eru aðallega konur og meirihlutinn hugsa ég að sé nálægt effirlaunaaldri Þetta er fjölmennur hópur, alls á milli 40 og 50 manns en því miður kann ég nú ekki sögu þeirra allra. Ég veit að bakgrunnur þeirra er ákaflega fjölbreyttur og að margar þeirra hafá starfað hér um margra ára skeið. Það eru alltaf einhvcrjir fræðslumolar að koma upp sem snerta þennan fríða tlokk en svona al- mennt séð hefúr prófgæslufölkið orð á því að það sé gaman að untgangast ungt fólk og fylgjast með því í prófúm. Það er ákveðin spenna í loftinu á próftíma og þetta er mikil tarnavinna. Eitt vil ég taka fram varðandi prófgæslufólkið cn það er að árafjöldi er lé- legur mælikvarði á aldur manna. Langflest er prófgæslutölkið ungt í anda og hugsanlega eiga samskipti við stúdenta þar hlut að máli. Okkur helst mjög vel á þessum kjarna og því er auðvelt að manna þessi störf." I prófgæslu í 18 ár Vilborg Guðjónsdóttir hefur lengi starfað við prófgæsluna og féllst góðfúslega á að rniðla okkur af reynslu sinni í stuttu viðtali. Við byrjuðum að spyrja Vilborgu hversu lengi hún hati unnið við prófgæsluna og hvernig kt)m það til að hún byrjaði? „Ég er búin að starfa við þetta síðan 1984 og var þá búin að vinna lengi hjá Orðabók Háskólans. Það kom að því að ég þurfti að hætta þar svo ég sótti um vinnu í prófgæsl- unni og síðan hef ég verið þar og líkar afskap- lega vel. Maður hlakkar til að fara í vinnuna á hverjum degi. Þetta er sérlega skemmtileg vinna, lifandi og gefandi í alla staði og gaman að vera innan um allt þetta unga og efnilega fólk. Þeir sem starfa í þessu eru að stórurn hluta fúllorðnar konur og heimavinnandi húsmæður, en þarna er þó að finna alls konar fólk. Við erurn með kennara, ritara, skóla- stjóra, skrifstofústjóra, leikara, ljósmyndara, fræðimenn, doktora og fólk úr öllum stéttum sem flest er hætt að vinna sökum aldurs en vill vinna þessi störf. Þetta er svo þægileg vinna þar sem maður er í þessu þrjár vikur til mán- uð, þrisvar á ári. Þetta er gefandi starf og sam- félagið í Háskólanum er afskaplega skemmti- legt. Við erum með góða yfirmenn sent eru skilningsríkir við okkur gömlu konurnar. Andrúmsloftið er gott og hér þekkist ekki að koma of seint til vinnu. Fólk mætir á réttum tíma, tilbúið til þess að taka til við sitt starf." Hvcrnijj cr viömót prófstrcssaðrn hnskólnncmn gagnvart jscim scm vinna við prófin? „Það er yfirleitt gott. Sumir korna hlaup- andi á síðustu stundu og vita ekki hvert þeir eiga að fara og þá eigurn við auðvitað að þjónusta fólk og koma til aðstoðar ef eitthvað er að. Það er nú alla vega ástand á þessu þeg- ar það kemur til prófs. Sumt afskaplega stress- að og veit varla hvað það heitir og ekki í hvaða stofiir það á að tára. Fólk kernur kannski í Aðalbyggingu en á að vera í Eir- bergi eða Árnagarði og í slíkum tilfellum komum við auðvitað til hjálpar. Það er eins og sumir hugsi ekki fyrir þessu fyrr en á síð- ustu stundu. Þetta er þó ósköp þægilegt og gott fólk yfirleitt.“ Finnst þér nð nú n tímum sérfi-icðingnvcldis &tti yngrnfólk, t.d. hnskólancmar, aógcrn meira nfþví að lcita í reynslu þeirra sem lengur hafa lifað? „Ég held að það væri allt í lagi. Manni finnst oft að þegar reynslumikið og gott fólk hættir í vinnu séu þeir kraftar sem það býr yf- ir illa nýttir. Ég held líka að þó að gott sé að mennta sig og allir hefðu viljað mennta sig eitthvað þá sé yngra fólkinu ekki óhollt að hafa samráð við eldra tölkið. Ég lít þannig á að oft geti hinir eldri leiðbeint þeim sent yngri eru um ýntis mál. Hitt er svo annað mál að ungt fólk í dag er orðið afskaplega sjálf- stætt. Þar er mikill munur á síðan ég var ung. Þá fylgdi maður bara foreldrum sínum eftir og þótti sjálfsagt að vera ekki að skera sig úr þeirra hópi hvað hugsanagang og annað varðaði. Sem betur fer hefúr orðið brevting á hvað varðar sjálfstæði ungs fólks.“ Hér látum við lokið umtjöllun okkar um prófgæslufólk Háskólans og kunnum við þeim Hreini og Vilborgu bestu þakkir fyrir liðlegheitin og vonumst eftir áframhaldandi góðum samskiptum við þennan fjölbreytilega hóp. sró Þekkingarþorp Háskóla íslands -Sambyggdir vísindagardar á háskólasvædinu Húsnæðis- og skipulagsnefnd Háskóla íslands hefur nú starfað í eitt ár. Hennar tvö helstu verkefni hafa verið annars veg- ar að undirbúa og gera tillögur um Há- skólatorg og hins vegar að undirbúa og gera tillögur um vísindagarða fyrir þekk- ingar- og hátæknifyrirtæki á suðaustur- svæði háskólalóðar í samvinnu við einka- aðila, ríki og borg. Háskólatorgið er enn á undirbúnings- stigi í nefndinni en vinna hefur staðið allt síðastliðið ár í tengslum við vísindagarð- ana og liggur nú fyrir lokaskýrsla Arki- tekta Skógarhlíö (ASK) og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. frá 15. febrúar. Svæðið sem breytingin tekur til af- markast af Sturlugötu til norðurs, lóð ís- lenskrar erfðagreiningar til austurs, Egg- ertsgötu til suðurs og Oddagötu/Sæ- mundargötu til vesturs. Nú er unnið af fullum krafti að loka- hönnun Náttúrufræðahússins í Vatnsmýr- inni og samhliða því er verið að raða væntanlegum notendum í húsið. Ráðinn hefur verið nýr byggingarstjóri hússins til að sjá um lokafrágang 2. áfanga og hafa eftirlit með verktökum, hann heitir Magn- ús Stephensen og er byggingatæknifræð- ingur með mikla reynslu á þessu sviði. Lánsfjárheimild Happdrættis Háskóla íslands að upphæð 650 milljónir var ekki skorin niður í fjárlagafrumvarpinu, en hins vegar var framkvæmdafé til Náttúru- Á lóðinni skal samkvæmt breyttu deiliskipulagi vera starfsemi sem tengist Háskóla íslands í svokölluðu þekkingar- þorpi, sem er þyrping þekkingarfyrirtækja og stofnana, en markmiðið er að skapa öflugt nýsköpunar- og viðskiptaumhverfi í tengslum við Háskóla íslands og starfsemi hans. Á lóðinni verður heimilt að byggja 15 byggingar sem verða samtengdar með yfirbyggðri göngugötu, og verður bygg- ingamagnið samtals um 50.000 fermetrar. Starfsemi í þessum húsum miðast við fyr- irtæki og stofnanir á sviði rannsókna, vís- inda og þekkingar sem hafa hag af stað- setningu á háskólasvæðinu og sem leggja háskólastarfseminni lið með ná- lægð sinni eða tengjast henni með ein- hverjum hætti. Einnig verður í bygginga- samstæðunni þjónustustarfsemi, svo sem litlar verslanir, kaffihús, líkamsrækt, skrif- stofu- og öryggisþjónusta, fundaherbergi, tölvuþjónusta o.fl. Byggingarnar verður hægt að reisa í áföngum og verður ekki farið út í framkvæmdir fyrr en fjármögnun og leigusamningar liggja fyrir. Verkefnið er nú komið á það stig að frumhönnun er lokið, nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt af skipulagsnefnd Reykjavíkur (þó á enn eftir að taka tillit til athugasemda nágranna við breytt deiliskipulag), og kostnaðaráætlanir liggja fyrir. Næstu skref eru markaðssetning og samningar við fjármögnunaraðila. Á myndinni má sjá þekkingarþorpið samkvæmt hinu nýja deiliskipulagi. Bygging Náttúrufræðahúss fræðahúss lækkað úr 400 milljónum í 200 milljónir fyrir árið 2002. Þetta ætti ekki að koma að sök verði niðurskurðurinn bætt- ur áriö 2003, en hins vegar verður fram- kvæmdatíminn styttri við þetta. Háskólaráð samþykkti þann 16. október 2001 að skipa byggingarnefnd Náttúru- fræðahúss sem starfar sem ráðgefandi nefnd við lúkningu hússins. I hinni nýju t>V99mgarnefnd sitja Brynjólfur Sigurðs- son formaður, Ragnar Ingimarsson, Örn Helgason, Stefán Ólafsson, Sigríður Ólafs- dóttir, Ingjaldur Hannibalsson og Orri Gunnarsson sem tók nýlega við sem full- trúi stúdenta af Dagnýju Jónsdóttur sem átti sæti í nefndinni fyrstu mánuðina. Þá var og samþykkt að rekstrar- og fram- kvæmdasvið annist framkvæmd og eftirlit með verkinu fyrir hönd Háskólans. Prófessor Ingjaldur Hannibalsson fram- kvæmdastjóri rekstrar- og framkvæmda- sviðs segir það hafa verið mikið og skemmtilegt verkefni að setja sig inn í framkvæmdir við þetta stóra hús, nú séu málin að skýrast varðandi niðurröðun í húsið og hönnun innanhúss gangi vel. EVRÓPA Á KROSSGÖTUM I tilefni af Evrópudeginnm boða Félag stjórn- málafræðinga, stjórnmálafræðiskor Háskóla Is- lands og fastanefnd Framkvæmdastjórnar Evópusambandsins fyrir ísland til málþings um Evrópusamrunann og stækkunarféril ESB. Evrópudagurinn 9. maí er kenndur við Ro- bert Scliuman fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands en hann lýsti því yfir þann 9. maí ár- ið 1950 að samrunaferli Evrópu væri hafið. Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmál- ans um kola- og stálbandalag Evrópu. Við undirritun samningnsins lögðu sex Evrópuþjóð- ir horsteininn af Evrópusamstarfinu sem síðan hefur verið í sífelldri þróun og mótun. I dag eiga 15 Evrópuríki aðild að Evrópusambandinu og nú bíða 13 ríki Mið- og Austur-Evrópu eftir að- ild. Gert er ráð fyrir að stækkunin hefjist í árs- byrjun 2004 og er hún mikilvægasta verk- efni Evrópusambandsins frá upphafi ásamt þeim grundvallar skipulagsbreytingum ESB sem ákveðnar voru með samningunum frá Maasticht og Amsterdam. Evrópa er á krossgötum, fræðimenn fjalla annars vegar um þróun ESB til evrópsks samríkis eða samveldis og hins veg- ar um samvinnti ftillvalda þjóðríkja. Á málþing- inu verður tjallað um þessi álitamál, áhrif þeirra á ísland og íslensk stjórn- og efnahagsmál. Málþingið fer tram í hátíðarsal Háskóla Is- lands þann 8. maí kl. 16:00-18:00. í lok málþingsins býður Páll Skúlason rektor Háskóla Islands upp á léttar veitingar. Dagskrá: Ávarp. Gerhard Sabathil, sendiherra fastanefnd- ar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir island og Noreg. Ástand og horfur varðandi stækkun ESB. Eiríkur Bergmann Einarsson, yfirmaður íslandsdeildar fastanefndar Evrópusambandsins. Boðar Evrópusambandið endalok þjóðríkisins? Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands. Samveldi Evrópu: Hugmyndir Jurgens Habermas um framtíð Evrópusambandsins. Sigríður Þorgeirs- dóttir, dósent í heimspeki við Háskóla islands. Evrópusamruninn og íslenska stjórnsýslan.Bald- ur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Islands. Áhrif stækkunar Evrópusambandsins á íslenskt atvinnulíf og vinnumarkað. Halldór Grönvold, að- stoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Þingmennirnir Bryndís Hlöðversdóttir, Steingrím- ur J. Sigfússon og Einar K. Guðfinnsson munu að loknum erindum hefja umræður og varpa fyrir- spurnum til frummælenda. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, stýrir mál- þinginu.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.