Stúdentablaðið - 01.04.2002, Side 17
viðtalið
því mér finnst svona gaman í skólanum.
Annars átti ég alveg eins von á því þegar
ég bvrjaði að Háskólinn væri næstum eins
og bein framlenging afbarna- og mennta-
skólum með allar þeirra glærur og glósur
en það revndist alls ekki \'era þannig held-
ur fer rnikið fyrir samræðum og ritgerða-
skrifum. l’etta á jafnvel \’ið um byrjenda-
námskeið eins og Inngang að heimspeki,
sem Róbert Haraldsson kenndi árið sem
ég byrjaði í skólanum, en þar komst ég
upp með að skila inn ritgerðum sem voru
í samtals- eða skáldskaparformi; allt slíkt
virtist leyfilegt ef hugsunin skilaði sér og
hugmyndirnar voru góðar. Formið skipti
minna máli svo framarlega sem inntakið
var til staðar. Nú á 'ég að heita á síðasta
ári, þótt ég taki það að öllum líkindum á
lengri tíma, og þá eru oft fáir í hópi og
mikið talað, hugsað og lesið.
Ertu ánægð með gæði þess náms
sem heimspekiskor stendur fyrir?
Já, ég er það. Eg fæ ekki annað séð en
að hér sé allt fullt af kennurum sem kenna
af hugsjón og nemendum sem nema af
liugsjón og það á örugglega ekki aðeins
við um heimspekina. Eg hef hitt nernend-
ur úr öllum áttum sem fá stjörnur í augun
þegar þeir tala um lærimeistara sína. Um
það er ekkert nenia gott eitt að segja, þar
sem það hlýtur að teljast ntikilvægt að sá
sem nemur beri traust til þess sem kennir.
Albúm lýsir uppvexti stúlku í fjöl-
mörgum textabrotum þar sem hvers-
dagslegar athafnir og skynjanir verða
tilefni margvíslegra átaka og ævin-
týra í huga stúlkunnar á leið hennar
til vits og ára. Hvað er það við hvers-
daginn sem gerir hann að svo góðu
frásagnarefni?
Eg er ekki viss. Auðvitað er ég í ham-
ingjuleit eins og allir aðrir og hef komist
að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að ham-
ingjuna sé að fmna í hversdeginum, í ein-
foldu hlutunum sem láta lítið yfir sér. Það
er þetta nteð gömlu og góðu klisjuna að
tolla í núinu og vera vakandi fyrir um-
ýmsum aðstæðum sem myndast í
hversdagssamskiptum kynjanna.
Hefur konan karlinn í vasanum?
Eg hef að sjálfsögðu mikið velt fyrir
mér samskiptum kynjanna og mér finnst
umræðan unt þau mál stórmerkileg af því
að þar er hver höndin upp á móti annarri
og enginn kemst í raun hjá því að taka af-
stöðu, því við eruni, hvort sem okkur lík-
ar betur eða verr, öll í ákveðnu mengi sem
er merkt „konur“ eða „karlar“. Mér
finnst enn ffemur að okkur beri skylda til
að kynna okkur það sem þegar heftir ver-
ið hugsað um kynjamun (hvort sem hann
er meðfæddur eða lærður) og kynjamis-
rétti af því að það er svo auðvelt að vera
samdauna umhverfinu og sjá ekki skýrt
það sem er beint fyrir framan nefið á
manni. I’aö er samt hægara sagt en gert
að fá svör við þeim spurningum sem á
manni brenna, af því að þetta er svo mik-
ið hitamál og þá er það oft þannig að hver
heldur fram sinni skoðun af meiri ákafa en
getu til að útskýra. Eg fékk þó nýlega að
svala þorsta mínum að einhverju rnarki,
en það gerðist þar sem ég átti kannski síst
von á því. A þessari önn fékk ég að sitja
með verðandi lögfræðingum í námskeiði
sem heitir Réttarheimspeki og þar \'ar
Brynhildur Flóvenz eins konar gestakenn-
ari. Hún fjallaði um kvennarétf og mat-
reiddi skýrt og skorinort og af mikilli vfir-
vegun otán í mig atriði sem ég var búin að
leita lengi svara við, þ.e. útskýrði fyrir mér
kenningar sent ég hafði heyrt ávæning af
en var langt frá því að skilja til fullnustu.
Núna er ég stödd á dálítið skrítnum án-
ingarstað á þessu ferðalagi mínu, af því að
mér finnst að allar þessar kenningar um
kt ennarétt hafi þó nokkuð til síns máls,
þótt þær stangist gersamlega á. Svona
fúllkomið umburðarlyndi fæðist oft á
meðan maður er að tileinka sér fræðin,
það er síðan ekki fyrr en maður heftir melt
fróðleikinn sem hægt er að niynda sér
skoðun, en þá á ég að sjálfsögðu við
bráðabirgðaskoðun, rnaður verður alltaf
að vera að endurskoða.
Ég held samt að ég hafi aldrei fjallað
meðvitað um konur sent konur og karla
höfundar á allar konur. Það er kannski
mesta hættan við þessa rniklu kynjaum-
ræðu, að fjallað sé um konur eins og þær
væru einsleitur hópur, en það erlim við
auðvitað alls ekki.
Er fjárhagslegt og andlegt umhverfi á
íslandi hentugt til skrifta?
Mér hefur gengið betur en ég átti von
á að framfleyta mér á skrifúm og hef gert
það í nolckur ár. Ég er samt í þægilegri að-
stöðu og er t.d. ekki viss um að ég hefði
taugar í þetta ef ég væri með börn á fram-
færi. Þetta eru ótryggar tekjur og ef þær
hætta að koma inn, verður rnaður að bera
sig eftir björginni. Mér voru tryggð
tt’eggja ára laun úr launasjóði rithöfunda í
vor, eitt ár þar áður og einhverja mánuði
þar á undan en mér hefur gengið ágæt-
lega að brúa bilið þess á milli með því að
útvega mér áhugaverð verkefni.
Hvað andlega þáttinn varðar þá er auð-
vitað erfitt fyrir mig að tala um Island því
ég er uppalin hérna og það er alltaf erfitt
að sjá það sem er bcint fyrir framan nefið
á manni, jafnvel þótt maður hafi dvalið
einhvern tíma í öðrum löndum. Ég held
santt að það sé engin ímyndun að hér sé
einhvcr orka sem ég finn off um leið og
ég stíg út úr flugvélinni og hún gerir
manni auðvelt að keyra sig upp í hálfgerða
maníu, án þess að ég sé viss unt hvað veld-
ur. I.íklega öll náttúran. Einn kosta þess
að búa hér er sá að það er auðvelt að finna
næði óski maður eftir því. Ég er að flytja á
Isafjörð eftir nokkrar vikur, þar er ódýrt
húsnæði og mikil þögn. Reykjavík getur
verið dálítið agressíf og hún rænir frá mér
heilu dögunum með sinni borgarlegu til-
ætlunarsemi.
Þú hefur hlotið tilnefningu til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna.
Hvað finnst þér um slíkar viðurkenn-
ingar?
Ég hef ekkert á rnóti bókmenntaverð-
launum, hér á landi eða annars staðar. Þau
geta oft af sér spennandi umræðuefni og
verða stundum til þcss að vekja athygli á
stúdentablaðift 17
það eru síðan ein ntanneskja eða þrjár sem
lenda í að taka endanlega ákvörðun.
Hvaða skoðun hefur þú á bók-
menntagagnrýni eins og hún snýr að
íslenskum lesendum?
Ég myndi ekki vilja hafa bókaumfjöllun
sv'ona bundna v'ið jólin og hef raunar
hvatt mjög til vorútgáfu. Það væri
skennntilegt ef hcfð kæmist á eins konar
aukavertíð á vorin, það mvndi létta álag-
inu af höfúndum og greiða götu lesenda í
því að fylgjast með öliu sem kernur út.
Hið yfirþyrmandi jólabókaflóð cr auðvit-
að ekkcrt lögmál, það stafar bara af því að
fólk veigrar sér við að kaupa bækur handa
sjálfú sér og lítur á þær sem gjafir. Það
þarf að breyta viðhorfinu og gcfa meira út
af ódýrum kiljum sem fólki finnst ekki
glæpur að kaupa handa sjálfu sér.
Hvað varðar gæði bókmenntagagnn'ni
þá verð ég að viðurkenna að ég Iæt órök-
studdar upphrópanir fara í taugarnar á
mér. Mér finnst slíkt eitthvað svo til-
gangslaust. Hvernig á máður að geta
mvndað sér skoðun bvggða á móðursjúk-
um upphrópunum sem þar að auki eru
móðgandi við okkur lesendur því maður
vill ekki láta segja sér hvað manni á að
finnast heldur fá raunverulega umfjöllun
svo hægt sé að mynda sér skoðun á vit-
rænurn grundvélli. Ég er saint ekki að
segja að rýnin eigi að vera hlutlaus. Það er
alveg hægt að koina til skila skoðun á vel
rökstuddan hátt og það er skemmtilegra
óg áhrifaríkara að lcsa texta þar sem hlut-
irnir eru gefnir til kvnna án þess að tilfinn-
ingar einhvers gagnrýnanda séu reknar of-
an í kok á okkur í gegnum fjölmiðla.
Stefnir þú á hærri gráður innan heim-
spekinnar eða sérð þú lífsstarfinu
varið innan ritlistarinnar?
Ég hugsa að ég haldi áfram að skrifá
meðan ég hef eitthvað að segja en vona að
mér beri gæfa til að hætta áður en ég er
orðin þreytt og þurrausin. Ég mun halda
náminu áfram á meðan mér finnst það
skemmtilegt og ég tel ntig auðgast á því.
hverfinu, að merkilegir atburðir þurfi ekki
endilega að eiga sér stað í því stóra og
brjálæðislega. Svo er hversdagurinn í eðli
sínu svo ótrúlega fáránlegur og fyndinn.
Sögurnar í Albúmi eru fyrst og fremst
gamansögur og ég held ég hafi aðallega
verið að fanga þessa fyndni og eins hvern-
ig hversdagsleg atvik geta leitt til lítilla
hugljómanna sem brevta manni varan-
lega.
Margar sagna þinna fjalla um dulúð
konunnar og þögult vald hennar yfir
sem karla. Ég hef alltaf ætlað mér að
skoða hverja pcrsónu fyrir sig og láta kyn-
in ekki þvælast fyrir mér. Samt hef ég ver-
ið að reka mig á það upp á síðkastið að ég
kcmst ekki alveg undan þessum skilgrein-
ingum því lesandinn er þrunginn af sínum
hugmyndum um kynin og ég verð cigin-
lega að taka tillit til þess. Um þessar
mundir finnst mér því erfiðara að skrifa
um konur vegna þess að mér finnst þær
svo oft spvrtar saman og ef niaður fjallar
um eina konu, þá á ntaður á hættu að
hennar eiginleikar verði túlkaðir sem sýn
bókum sem maður hefði annars hugsan-
lega misst af. Mér finnst samt hugmyndin
um keppni í bókmenntum dálítið fram-
andi. Ég hef sjálf verið í svona nefnd og
þá sér maður hversu skoðanir geta verið
skiptar. Ég held að tilviljunin ráði ekkert
frekar hvað verður fyrir valinu ef einhver
einn „einvaldur“ ræðir bækurnar við
fjölda manns heldur en ef nokkrar mann-
eskjur ákveða þetta sín á milli. Ég gæti
trúað að það væri mest um vert, þegar
velja á bækur til að verðlauna, að nógu
rnikið sé rætt urn bækurnar, hvort sem
Hvort sem ég held áfrarn ciginlegu skóla-
námi endalaust eða ekki, held ég santt að
ég muni alltaf lesa heimspeki og hugsa að
það cigi við um flesta sem hafa komist
upp á lagið. Það er jafnvel hætt við því að
maður fari að taka hana fram vfir skáld-
skap af því að heimspekin á það til að
brjóta allt og bramla innra með mönnum
og bvggja síðan upp á nýtt og það er
hressandi að upplifa slíkt.
bv