Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 4
4 Stúdentablaðíð IS bikarmeistari kvenna Svandís Sigurðardóttir, miðherji. Stúdínur unnu á dögunum frækinn sigur á Keflavíkurstúlkum í bikarúrslitaleik Körfuknattleiks- sambandsins. Þetta er í 6. skipti sem ÍS (íþróttafélag stúdenta) fer með sigur af hólmi í bikarkeppni kvenna en síðast vann ÍS bikartitilinn árið 1991. Þjálfari ÍS heitir ívar Ásgríms- son, gamall jaxl úr körfúnni sem spilaði m.a. með Haukum, ÍS og ÍA. Stúdentablaðið mætti í körfu- boltaskóm á æfingu hjá ÍS og ræddi við stúdínur. Bikarleikurinn ótrúlegi Leikurinn endaði með tveggja stiga sigri ÍS, 53-51 eftir framlengdan leik. Þessi úrslit eru einhver þau óvæntustu í íslenskum körfubolta í seinni tíð því fyrirffam var búist við öruggum sigri toppliðsins Keflavíkur gegn ÍS, sem þá var neðsta liðið í deildinni, enda hafði Keflavík unnið allar fjórar viðureignir liðanna í vetur. í upphafi fjórða leikhluta hafði Keflavík náð 18 stiga forystu, 45-27, en þá gerðist hið ótrúlega; ÍS skoraði 14 stig í röð á sama tíma og leikmenn Keflavíkur misnotuðu öll skot sín í leikhlutanum og skoruðu aðeins úr vítaskotum. Það er á engan hallað að út- nefna Svandísi Sigurðardóttur miðherja, besta mann leiksins en hún skoraði átta stig og tók 19 fráköst sem er met í bikarúrslitaleik. Svandís hóf nám í sjúkraþjálfún í haust en komst ekki í gegnum síuna svoköll- uðu. Hún starfar nú á leikskóla en veltir því fyrir sér að reyna afitur við inntökuprófin. Það er merkilegt að vita að Svandís hóf körfuknattleiksiðkun fyrir aðeins þremur árum en hún hefúr alltaf leikið með ÍS. Hún var ekki í nokkrum vafa að þetta hefði verið besti leikur hennar á ferlinum. „Við erum nánast enn í skýjunum. Þetta var rosalega gaman og hefúr hingað til verið hápunkturinn hjá okkur í vetur. Andstæðingar mættu mjög öruggir í þennan leik og töldu þeir, og flestir aðrir, hann vera sigraðan. Þær komu mjög sterkar til leiks en okkur vantaði alveg sjálfs- traustið, eins og sást. Ég held að það sem breyttist var að Kefla- víkurstelpumar fóru aðeins á taugum í lokin en við gáfúmst aldrei upp og nýttum okkur það. Við náðum öllum lausum boltum, öllum fráköstum, hittum úr skotunum okkar og spiluðum mjög góða vöm. Þetta var mjög sætur sigur,“ sagði hetja tS- liðsins. Hálfnað verk þá hafið er ÍS er núna í fímmta sæti 1. deildar kvenna þegar aðeins fjórar umferðir em eftir af vetrinum, og ekki miklar líkur á að þær muni komast í úrslita- keppnina í ár. Þess má þó geta að eftir áramótin er liðið búið að sigra í fjórum leikjum af sjö. í síðasta deild- arleik vannst mikilvægur sigur á Haukum í framlengdum leik sem þýddi að ÍS komst úr botnsætinu á kostnað Hafharfjarðarliðsins. „Þetta er ekki óskastaða sem við emm í en við verðum að halda sterkar áffarn til aó tryggja okkur ömggt sæti í 1. deild,“ segir Svandís. ívari þjálfara fannst það merkilegt að leika tvo leiki í röð þar sem sóknarleikurinn var lélegur og vinna samt. Svona geta nú íþróttimar verið skrýtnar. Á síðasta keppnistímabili léku stúdínur til úrslita við KR um Islandsmeistaratitilinn en töpuðu þremur leikjum af fímm í úrsiitaein- víginu. Þess má geta í framhjáhlaupi að IS varð síðast íslandsmeistari 1991. En hvað skýrir slaka frammi- stöðu kvennaliðs íþróttafélags stúd- enta fyrir áramótin? Elínborg Guðnadóttir, for- maður ÍS og liðsstjóri körfuboltaliðs kvenna, hefur staðið þétt á bak við liðið og kvennakörfuna í gegnum tíðina. Hún segir að liðið hafi orðið fyrir miklum áfollum fyrir yfirstand- andi leiktímabil. „Við misstum nokkrar lykilkonur út vegna meiðsla og aðrar fóru til náms erlendis. Alda Leif Jónsdóttir [leikmaður keppnis- tímabilsins 2002-03] og Stella Rún Kristjánsdóttir slitu krossbönd og urðu að gangast undir aðgerð. Gamla kempan Hafdís Helgadóttir hefur átt við bakmeiðsli að stríða og þær Svana Bjamadóttir og Þórunn Bjamadóttir fóru út til náms. Þá fór landsliðskonan Lovísa Guðmunds- dóttir í fæðingarorlof.“ Elínborg telur að það sé kvennakörfúnni ekki til ffamdráttar að öll lið hafi erlendan leikmann á sínum snærum. Hún bendir á að öll liðin hafi fengið sér erlendan leik- mann strax í upphafi íslandsmótsins nema KR og ÍS, og hafi ÍS ekki fengið sér útlending fyrr en í lok nóvember þegar mótið var komið á fullt. Erlendi leikmaður stúdína heitir Meadow Overstreet og er kanadísk. Blaðamaður Stúdentablaðsins getur ekki stillt sér um að spyrja hvort ÍS sé í alvörunni lið stúdenta við HÍ, enda þykist hann vita að heimavöllur karla- og kvennaliðs félagsins í körfúbolta sé í íþróttahúsi Kennaraháskólans! Elínborg svarar að á meðan ekki sé til íþróttahús sem hæfir keppni við Háskólann þá verði þetta gamla og gróna félag að leita annað og hefur Valdimar Ömólfsson verið aðal tengiliður Háskólans við félagið og komið því svo fyrir að félagið geti stundað keppni og æfingar í Kennaraháskólanum. Hún rekur svo upp í blaðamann að allar stelpumar í liðinu hafi hafið nám við HÍ í haust að undanskildum þremur leikmönnum en tvær þeirra stunda nám í KHÍ og önnur þeirra hafi verið við nám í Háskólanum. Ennffemur segir hún að í lögum ISÍ standi að liðið megi ekki neita einstaklingi að æfa og spila. Það þýðir sem sagt að allar háskólastúdínur geta mætt á æfingar stúdína. Elínborg getur þess einnig að Happdrætti Háskóla íslands sé aðalstyrktaraðili blak- og körfuknattleiksliða ÍS og án stuðn- ings þess væri erfitt að halda úti rekstri tveggja körfuboltaliða. Niðurstaðan er því sú að ÍS er íþróttafélag nemenda við HÍ en ekki KR, Valur eða Fram. 55Allar stelpurnar í liðinu hófu nám við HÍ í haust að undanskild- um þremur leikmönnuméé Lögfræðiaðstoð Orators s: 551-1012 Orator, félag laganema, hefúr haldið úti lögffæðiþjónustu fyrir almenning um árabil. Á fimmtudagskvöldum frá kl. 19:30-22:00 gefst öllum íslendingum tækifæri til að hringja í laganema til að leysa úr laga- flækjum. Svo rótgróin er þessi þjónusta að hún hefúr verið á fjár- lögum íslenska ríkisins um árabil. Stúdentablaðið leitaði til Gríms Siguróssonar og Oddgeirs Einars- sonar, framkvæmdastjóra en þeir halda utan um lögfræðiaðstoðina. Síminn stoppar aldrei Einu samskiptin fara ffam í gegnum síma sem þýðir að ekki er tekið við gögnum. Samskipti viðmælendanna eru einnig ópersónuleg því hvorki laganeminn né sá sem hringir inn kynnir sig en þó er óskað eftir aldri og starfi þess sem hringir inn. „Við höfum lagasaffiið við höndina og reynum að bjarga okkur á því ásamt þeim túlkunum sem við höfum lært í náminu. Aðstoðin gengur í megin- atriðum út á það að aðstoða fólk við fyrstu skrefin, segja því hvaða rétt það hefur og hvort við teljum ráðlegt að það leiti til lögffæðings." Það má segja að síminn stoppi aldrei á fimmtu- dögum. Tekið er við eins mörgum símtöl- um og hægt er en reynt að takmarka lengd þeirra. „Ætli við fáum ekki 6-15 símtöl á hverju kvöldi,“ segja félag- amir. Hvers konar mál er verið að bera á borð til ykkar? „Þetta eru mál á ólíklegustu sviðum. Fjárskipti hjóna eftir skilnað koma oft fyrir, erfða- mál og mál sem teng- jast sjálfskuldar- ábyrgð,“ segir Oddgeir. „Fasteigna- gm AUGLÝSINGATAFIA LAGADEILDAR iM viðskipti og ná- grannaerjur koma ^ einnig við sögu,“ ; bætir Grímur við. m iW Frá f% fátækum m $ tn forstjóra Þeir verða varir við að sá hópur sem hringir inn er fólk sem hefúr ekki efni á lögfræðingum en þó kemur það fyrir að forstjórar, sem eru að leita sér að ókeypis upp- lýsingum, hringi. Margir halda að lögfræðistofurnar rukki fyrir símtalið og leita því fyrst til stúdentanna og svo eru sumir, sem hringja, sem telja sig hafa rétt en það svari ekki kostnaði að leita til lögfræðings. Þótt starfsemin njóti stuðnings hins opinbera eru laganemamir allir í sjálfboðavinnu. Það eru einkum fengnir í þetta nemar á 4. og 5. ári, sem eru orðnir svolítið sjóaðir í lögunum. Grímur og Oddgeir em sammála um að nemamir fái mikið út úr því að aðstoða almenning. „Maður venur sig á það að koma skriflegri, þurri lögfræði frá sér á mannamáli. Þá höfum við stuttan umhugsunartíma og vinnum því undir pressu. Þetta er alveg eins og að starfa sem lögffæðingur því það geta komið alls konar mál á borð til manns,“ segir Grímur. Oddgeir bætir við: „Þeir sem hafa starfað við þjónustuna segjast einmitt hafa fengið mikið út úr því að vinna undir álagi. Þeir segja við sjálfan sig: „Það er þessi meginregla, best að vinna út frá henni.“ Þeir verða varir við að fólk sé ánægt með þetta ffamlag og margir hrósi þeim. Yfirleitt tekst okkur að gefa góð ráð. Oft koma mál á þeirra borð sem eru of flókin til að afgreiða í gegnum síma.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.