Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 18
18
Stúden^blaðið
Stuttar fréttir
10-11 á stúdentagarða?
Að undanfomu hafa forsvarsmenn
FS og 10-11 rætt um að setja upp
verslun í Eggertsgötu 24. Hug-
myndin er að setja upp bjarta og fall-
ega hraðbúð í anda 10-11 og jafnvel
vídeóleigu í kjallarann. 10-11 rekur
19 verslanir og leggur áherslu á
langan af-
greiðslutíma,
gott úrval af
helstu nauð-
synjavörum,
ferskt græn-
meti og mat
sem er fljót-
legt að elda.
Viðræðurnar
eru enn á
könnunarstigi
en báðir að-
ilar hafa lýst yfir miklum áhuga um
að ráðast í verkið.
Eins og margir vita hefur það
verið draumur og baráttumál margra
námsmanna að fá kjörbúð á
háskólasvæðið, enda þurfa íbúar
stúdentagarða að fara langan veg til
að komast í
kjörbúð.
FS hefur
sett upp könnun
á heimasíðu
stúdentagarða
(www.studenta-
gardar.is) þar
sem stúdentar
eru beðnir um
að gefa álit sitt á
hugmyndinni.
Met þátttaka í rafrænni
kennslukönnun
ÚTÞRÁ 2003:
Kynning á námi, leik og starfi erlendis fyrir
ungt fólk á aldrinum 15-25 ára
Föstudaginn 28. febrúar n.k. býðst
ungu fólki á aldrinum 15-25 ára að
kynna sér þau íjölbreyttu tækifæri
sem standa til boða varðandi nám,
leik og starf erlendis. Kynningin,
sem nefnist Útþrá 2003, fer fram í
Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5, og
stendur ffá 16:00 til 18:00.
Útþrá 2003 er sniðið fyrir þá
sem hugsa sér að dveljast í útlönd-
um til lengri eða skemmri tíma.
Starfsmenn Hins hússins og þátttak-
endur ætla að kynna hina fjölmörgu
möguleika sem í boði eru. Boðið
verður upp á heitt kakó undir fram-
andi tónlist.
Eftirfarandi aðilar kynna
starfsemi sina: AFS á íslandi
(Alþjóðleg fræðsla og samskipti),
Alþjóðaskrifstofa Háskólans, Al-
þjóðleg Ungmennaskipti (AUS),
EES-Vinnumiðlunin, Nordjobb,
Snorri West verkefhið, Stúd-
entaferðir, Ungt fólk í
Evrópu (UFE) og
Upplýsingamiðstöð
Hins Hússins / Euro-
desk.
Nánari upp-
lýsingar er að finna
á heimasiðu Hins
Hússins www.hit-
thusid.is.
Um 20.000 svör bárust í
kennslukönnun Háskóla íslands sem
lögð var fyrir rafrænt í fyrsta skipti
dagana 20. nóvember til 1. desem-
ber. Þetta er um 30% meiri þátttaka
en áður hefur fengist í kennslu-
könnun. Um 60% allra nemenda
tóku þátt í könnuninni og skiluðu inn
mati fyrir 577 námskeið og 687
kennara. Þessi árangur sýnir svo
ekki verður um villst að nemendur
við Háskóla Islands er framarlega í
notkun veraldarvefsins og er án efa
háskólanum hvatning til að halda
áfram á sömu braut.
Hreinn Pálsson prófstjóri, af-
henti fyrir hönd kennslumiðstöðvar
einum heppnum þátttakenda verð-
laun og þetta skiptið hlaut þau
Helga Amadóttir líffræðinemi.
Garðalíf
Aukinn aðgangur og meira öryggi
VFrá Félagsstofnun
stúdenta
Kaffistofur stúdenta
Fyrir skemmstu kom út
fyrsta tbl. Garðalífs sem
er fréttabréf íbúa á stúd-
entagörðum. Stúdentaráð,
sem er útgefandi frét-
tablaðsins, ætlar með
þessu að veita íbúum
stúdentagarða nýjustu
fféttir og upplýsingar af
hagsmunamálum þeirra.
Ritstjórar Garðalífs eru
þær Brynja Dögg
Friðriksdóttir, Dögg
Hjaltalín og Hólm-
fríður Anna Baldurs-
dóttir, nemendur í hag-
nýtri fjölmiðlun.
Dögg, ein af rit-
stjórunum, segir að
markmiðið með útgá-
funni sé að auka
upplýsingaflæðið
milli skrifstofu
Stúdentagarða og
íbúa á görðunum en
þær vilji einnig að íbúar á
görðunum geti komið málefnum
sínum á framfæri. „Við hvetjum
lesendur eindregið til að hafa sam-
band því að þetta er
góóur vettvangur fýrir stúdenta til
að vekja athygli á skoðunum
sínum.“
Nýlega gekk Háskóli íslands frá
samningi við tvö öryggisfyrirtæki,
Öryggismiðstöðina og Securitas, um
að sjá um gæslu í öllum helstu bygg-
ingum skólans. Ætlunin er að setja
upp öryggiskerfi og veita nemend-
um og starfsmönnum Háskólans
aðgang með iykilkortum. Fyrsta
kerfið er komið upp í Odda, hús-
næði viðskipta- og hagfræðideildar
og félagsvisindadeildar, en áætlanir
gera ráð fyrir að allar helstu
byggingar skólans, s.s. Lögberg,
Ámagarður og VRll, fylgi i kjöl-
farið og verði tilbúnar fyrir næsta
haustmisseri. Þegar kerfíð verður
komið í gagnið að fullu eykst að-
gengi stúdenta að byggingum
Háskólans og jafnframt verður
komið í veg fyrir að óboðnir gestir
leggi leið sína um byggingamar.
Margir forystumanna stúdenta sjá
fyrir sér að með þessu kerfi skapist
forsendur fyrir sólarhringsaðgangi
stúdenta að byggingum Háskólans.
Stúdentaráó Háskóla íslands hefur
gefið út bæklinginn Réttindaskrá
stúdenta sem er ótæmandi upp-
lýsinganáma um réttindi stúdenta í
húsnæðismálum, réttindi innan
Háskóla íslands og gagnvart LÍN og
lánasjóðskerfinu.
Þar er einnig að fínna
upplýsingar um þjónustu SHÍ og
annarra málsvara stúdenta.
Réttindaskráin er ekki síst gerö til að
kynna starfsemi Stúdentaráðs og
réttindaskrifstofu Stúdentaráðs.
„Skráin er unnin upp úr reglugerðum
og reglum sem snerta stúdenta og
em upplýsingnar víða að, t.a.m. frá
LÍN, HÍ og Tryggingastofnun rík-
isins. Það má gera ráð fyrir því
að upplýsingar sem skráin veitir
breytist með tímanum og því gott að
hafa það í huga þegar skráin er
lesin,“ sagði Brynjólfur Stefánsson,
formaður SHÍ, í samtali við
Stúdentablaðið. Bæklinginn má nál-
gast á skrifstofu SHÍ
Logos, lögmannsþjónusta og
Búnaðarbanki íslands styrktu út-
gáfúna.
Um áramót bættust nokkrar nýjar
vörutegundir við á Kaffistofum
stúdenta. Meðal þeirra er nýtt og
ferskt pastasalat sem er útbúið á
staðnum. Stúdentar hafa tekið
þessari nýjung á matseðlinum vel
en skálin kostar kr. 250.
Stúdentakjallarinn
FS og Búnaðarbankinn munu sem
fyrr bjóða stúdentum á tónleika í
Stúdentakjallaranum á þessu miss-
eri. Föstudaginn 21. febrúar verður
The Klezmer band Shpilkas í kjall-
aranum en hljómsveitina skipa
tveir Danir og tveir íslendingar.
Föstudaginn 14. mars er svo
Megas væntanlegur. ’
.....-------------------
Réttindaskrá stúdenta