Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 23
Ekkert leiðinlegra legt leikhús 23 Gísii Örn Garðarsson: ^Shakespeare var greinilega magnaður gaur og ég held að hann hafi verið óhræddur við að láta hlutina flakka, samanber hið sóðalega málfar sem sumir kar- akterar hans hafa64 Uppfærsla Borgarleikhússins á hinu klassíska leikverki Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare hefur vakið mikla athygli eftir að það var ffumsýnt skömmu fyrir jól. Sýningin er unnin i samstarfí við Vesturport og íslenska dansflokkinn. Það sem fyrst og fremst hefur vakið þessa athygli á sýningunni er loftfimleikaútfærslan sem hún er sett upp i og er oft engu líkara en áhorfandinn sé staddur í sirkus. Hugmyndina að þessari skemmtilegu útfærslu verksins á pilt- ur að nafni Gísli Öm Garðarsson sem leikur einmitt Rómeó og er jafh- framt annar leikstjóri uppfærslunnar. Gísli er 29 ára gamall og útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla íslands fyrir einu og hálfu ári síðan. KRISTJÁN HRAFN GUÐ- MUNDSSON tók Gísla tali nú á dögunum. Tveggja ára gömul hugmynd „Rómeó og Júlía er hugmynd sem ég er búinn að vera með í hausnum í rúmlega tvö ár en ég fékk hana þegar ég var ennþá í skólanum,“ segir Gísli þar sem við sitjum inni á Gráa kett- inum á Hverfísgötu, beint á móti aðalkeppinautunum í Þjóðleik- húsinu. „Ég var hins vegar ekki í aðstöðu til að gera þetta þá en það breyttist þegar ég réð mig hjá Borgarleikhúsinu. Þá tilkynnti Borgarleikhússtjóri [Guðjón Peder- sen] að hann vildi að innanbúðar- menn kæmu með sínar eigin hugmyndir og að þeir fengju ráðrúm til að „pródúsera" þær. Ég byrjaði þá strax að djöflast í honum með þessa hugmynd mína. Það var hins vegar svo mikið að gera í öðrum sýningum að það var ekki fyrr en ári seinna sem við fundum pláss fyrir þetta á Litla sviðinu og ég hóaði þá i leikhúsið mitt, Vesturportið, og fékk það til að taka þátt i þessu.“ Var œfmgatímabilið langt? „Já, við æfðum í 4-5 mánuði á meðan hefðbundið æfmgatímabil er tveir mánuðir. Það tekur nefnilega langan tíma að undirbúa svona líkamlega sýningu þar sem þarf að þjálfa upp allt liðið sem hefur enga reynslu af sirkus. Allt síðasta sumar fór í æfingar á fjölleikahúss- atriðunum og að byggja upp úthald og þor. Við fengum okkur til að- stoðar sirkusfólk ffá Cirkus Cirkör í Stokkhólmi, sem er mjög virtur sirkus.“ Veistu til þess að verkið hafi verið sett upp á þennan hátt áður? „Já, einmitt í Þjóðleikhúsinu í Stokkhólmi með aðstoð Cirkus Cirkör en hugmyndin er samt ekki stolin þaðan. Ég fékk hana áður en þeir settu leikritið svona upp. Hugmyndin virðist bara hafa verið i loftinu en það var óneitanlega mjög svekkjandi fyrst þegar ég frétti að þeir væru að fara að gera sirkus- útgáfu af Rómeó og Júlíu.“ Hafa orðið einhver slys á leik- urunum á œfmgu eða í sýningu? „Já, en bara minniháttar. Helm- ingurinn af hópnum hefur farið a.m.k. einu sinni upp á Slysó. Bjöm Hlynur, sem leikur Merkútsíó, fór oftast því hann fékk skurð á löppina sem þurfti að sauma saman með fimm sporum en sárið var svo alltaf að rifna upp aftur. Eitt slysið á æfmgatímabilinu var hins vegar svolítið „óhuggulegt". Nína Dögg, sem leikur Júlíu, var að gera heljar- stökk og ég átti að taka við henni en hún lenti á hausnum og ég lenti svo ofan á henni. Það heyrðist mikið og hátt brak og hún læstist að sjálfsögðu öll í bakinu en sem betur fer varð henni ekki meira meint af en það. Þetta var mjög „scary moment". Og í svona óhappi getur maður orðið fyrir einhvers konar sálrænu áfalli. Maður verður hræddur þegar maður er nærri því að hálsbrotna." Eruð þið tryggð? „Við erum tryggð fyrir meiriháttar slysum." Ég hef heimildirfyrir því að þú hafir œft fimleika á árum áður. Ert þú sá eini i leikhópnum sem hefurþað bak- land, kannski fyrir utan Jóhannes Níels og Kristján Ársœlsson (leika liðsmenn Kapúletts og þeir sem hafa séð sýninguna velkjast ekki í vafa um fimleikaþjálfun þeirra tveggja)? „Það eru við þrír og svo einn í viðbót, Tómas Aron, sem leikur litla prinsinn.“ Upp á líf og dauða Borgarleikhúsið hej'ur verið svolítið nýjungagjarnt í uppfœrslum sínum alla vega síðustu tvo vetur, t.d. í Kristnihaldi undir Jökli og Fjand- manni fálksins ífyrra og svo Rómeó og Júliu núna. Er þetta eitthvað sem Guðjón leikhússtjóri hefur lagt upp með? „Það er nú ekki mitt að segja til um það. En með því að láta Berg [Ingólfsson] leikstýra Kristnihaldinu og mig Rómeó og Júlíu er hann kannski að taka ákveðna áhættu því við erum báðir ungir og óreyndir sem leikstjórar. Þetta gerir væntan- lega það að verkum að sjálfkrafa verður eitthvað öðruvísi. Mér þótti leikhús t.d. yfirleitt hundleiðinlegt áður en ég byrjaði í faginu og því miður þykir mér það enn oft þannig. Það er svo sjaldan sem leikhús kemur manni á óvart og það er ekkert leiðinlegra en leiðinlegt leikhús. Það var því meðvitað hjá okkur að leyfa sem mestu af því, sem okkur þykir áhugavert, að fá að vera með og að nýta leikhúsið í botn. Að framkvæma þá töfra sem leikhús getur boðið upp á. Auðvitað er ekkert gefið og mönnum má að sjálf- sögðu mistakast, en kannski ættum við oftar að taka áhættur. Auðvitað hafa komið einhverjir Shakespeare- fræðingar á sýninguna sem þykir eitthvað ekki við hæfi. Eins og t.d. guðlastið í því að strákamir séu í Jesúbolum og ég tala nú ekki um að Jesús Kristur sé að reykja gras í sýningunni, en okkur þótti það við hæfi. Hver á svo sem að segja manni að fólk úr öllum stéttum reyki ekki gras?“ Hvernig undirbjóstu þig fyrir hlutverk Rómeó? Lástu t.d. í BBC- uppfœrslum eða varstu i einhverjum öðrum pœlingum? „Ég lá nú ekki í BBC því það er bara til þess að drepa mann úr leiðindum. Ég kafaði aftur móti algjörlega ofan í tímabilið þegar Shakespeare skrifaði verkið og tímabilið sem verkið á að gerast á til þess að reyna að átta mig aðeins á því hvernig stemningin hefur verið. Það getur nefnilega oft veitt manni innblástur. Ég velti t.d. fyrir mér hvað Shakespeare var að spá þegar hann skrifaði verkið og hvað þetta og hitt þýðir í textanum. Það er til að mynda mikið um and- stæður í textanum og ýmsir hlutir sem maður skilur kannski ekki í dag. Maður leitar að öllu sem getur veitt manni einhvem innblástur; maður fær hugmyndir en svo virka þær ekki en það verður samt eitthvað eftir. Ég get nefnt dæmi i sambandi við pers- ónu Merkútsíó. Þegar verkið var fyrst sett upp var það trúður sem lék hann og átti það til að fara svolítið út fyrir hlutverkið - fara bara með sinn eiginn texta. Svo hætti þessi trúður reyndar í leikflokki Shakespeares því hann stefndi að sólóferli, en þegar við komumst að þessu fómm við að spá hvort þess konar frelsi ætti ekki við. í kjölfarið á þeim vangaveltum fæðist sirkusstjórinn Pétur en í upprunalegu útgáfunni er enginn sirkusstjóri. í þeirri útgáfu er aflur á móti þjónn sem heitir Pétur en við svona sleppum af honum beislinu." Hefur það verið draumur hjá þér að leika þessa rullu? „Það hefur ekki verið draumur minn að leika Rómeó en það hefur verið draumur hjá mér að leika i svona sýningu, þar sem áhyggjur manns snúast ekki bara um andlegt ástand, heldur meira „ég vona að ég gripi róluna því annars er ég dauður“. Sem sagt, sýning sem getur verið upp á líf og dauða í alvöru. í skólanum var maður oft að leika ástfangna gaura og þá er það gjaman eitthvað ástand sem er frekar óáþreifanlegt. Það getur því verið óspennandi að leika einhverja ástsjúka gaura og þess vegna fór ég að hugsa hvað hægt væri að gera við þá týpu, hvemig er hægt að líkamsgera ástand og þá á sem stærstan hátt.“ Þannig að þú ert enginn einlœgur aðdáandi Shakespeares? „Nei nei, alls ekki. En hann var greinilega magnaður gaur og ég held að hann hafi verið óhræddur við að láta hlutina flakka, samanber hið sóðalega málfar sem sumir karakter- ar hans hafa.“ Á leiðinni til Englands? Er það þin hugmynd að fá Hallgrím Helgason til að þýða verkið? „Já, ég ætlaði alltaf að tala við hann og biðja hann um að þýða þetta en svo veit maður ekki með svona mikla rithöfúnda; ég hafði ímyndað mér að hann hefði alveg meira en nóg að gera. Svo hitti ég hann úti á götu og bar þetta undir hann en tók jafnfTamt fram að það væru litlir fjár- munir til í þetta. Þá sagðist Hallgrímur ffekar vera til í að gera það en að gera það ekki, svo það varð úr að hann þýddi leikritið. Síðan varð þetta mun meiri vinna en hann hafði ímyndað sér. Ég held að hann hafi verið fjóra mánuði að þýða verkið.“ Veistu hvort Hallgrímur hafi eitthvað stuðst við þýðingu Helga Hálfdanar- sonar (Helgi hefur þýtt öll leikrit Shakespeares yfir á íslensku)? „Jú, ég held að hann hafi alveg stuðst við hana, alla vega haft hana svona til hliðsjónar." Hvað er núna framundan hjá þér? „Núna er ég að æfa einleik sem sýndur verður í Vesturporti og það er stefnt á að frumsýna hann 21. febrúar. Svo em einhveijar viðræður í gangi við nokkra Breta sem sýnt hafa þessari uppsetningu á Rómeó og Júlíu mikinn áhuga og spurðu hvort þeir mættu ffamleiða sýning- una þarlendis. Auðvitað æsir maður sig ekkert yfir því. Það er samt að sjálfsögðu alltaf gaman þegar fólk er hrifið af því sem maður er að gera, hvort sem það er breskt leikhúsfólk eins og í þessu tilviki eða Stella sem er 11 ára úr Kópavogi," segir hinn hæfileikaríki Gísli Öm að lokum. kristjg@hi.is

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.