Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 25

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 25
25 Kennarar geta jafnvel fengið listann á Excel formi og síðan notað skjalið til að halda utan um nem- endabókhald eins og skil á verkefhum, hlutaeinkunnum o.fl. Óendanlegir möguleikar Hér hafa aðeins verið nefndir nokkrir möguleikar vefkerfísins sem þegar er farið að nota í miklum mæli, en það er stöðugt verið að þróa það áfram. Prófasafn Háskólans hefur verið tengt námskeiðavefhum sem þýðir að bæði kennarar og nemendur geta skoðað eldri próf sem tilheyra námskeiðinu. Hægt er að senda nemendum tilkynningar, setja þeim fyrir verkefni, byggja upp tenglasafn námskeiðs, svara fyrirspumum ffá nemendum o.s.ffv. Reiknistofhun Háskóla íslands hefur lyft grettistaki með þróun þessa kerfis, en Ragnar Stefán Ragnarsson, deildarstjóri hug- búnaðarþróunar Reiknistofhunar HÍ, hefur borið hitann og þungann af þvi verki. Eitt það mikilvægasta við innleiðingu nýs hugbúnaóar sem þessa er að auðvelt sé fyrir meðaljóninn og -gunnuna að læra á hann. Eins og sést á þeim tölum sem nefndar vom hér að framan hefur vefkerfi Háskólans staðist það próf með prýði, því það hefur gengið fljótt og vel að fá kennara og nemendur til að nýta sér það. Vefkerfið sem Reiknistofhun Háskóla Islands hefur alfarið hannað er því griðarlegt framfaraspor í upplýsingatækni innan skólans. Samstarf við Kennaraháskólann Nú stefnir í að vefkerfið fái meiri útbreiðslu, því nú hafa Háskóli íslands og Kennaraháskóli íslands ákveðið að eiga samstarf um sameiginlega þróun og rekstur upplýsingakerfa fyrir nemendur, kennara og stjómsýslu skólanna. Rektorar skólanna skrifuðu undir yfirlýsingu þessa efnis þann 13. janúar sl. Skólamir nota sama nemenda- skráningarkerfi, sem á sínum tíma var þróað af Reiknistofhun Háskóla íslands og tekið i notkun 1978. Tímabært er orðið að gera verulegar endurbætur á kerfinu og jafhframt að þróa áffam margvíslegar nýjungar m.a. varðandi það netumhverfi fyrir nemendur og kennara sem hér hefur verið til umfjöllunar. Með samstarfmu er verið að tryggja að þekking og reynsla sem til staðar er innan beggja skóla nýtist til fullnustu við endurskoðun kerfisins og áframhaldandi þróunarvinnu, og ennfremur að endurbætumar komi að eins miklu gagni og kostur er. Stefnt er að því að báðir skólar komi sér upp hliðstæðum upp- lýsingakerfúm sem hvort um sig feli í sér annars vegar nemendaskrárkerfi og hins vegar netumhverfi (vefkerfi) fýrir nemendur og kennara. Forsenda samstarfsins er sú að vinnsluhluti kerfanna verði að mestu leyti sameiginlegur en gagnahlutar kerf- anna aðskildir. Lausnir á einstökum kröfum sem upplýsingakerfúnum er ætlað að mæta, geta þó verið mismunandi milli skólanna. 99Eitt það mikilvægasta við innleiðingu nýs hugbúnaðar er að auðvelt sé fyrir meðaljóninn og -gunnuna að læra á hannU Framhaldsnám við HÍ eflist við aukið erlent samstarf Kennarar og fræðimenn við Háskóla íslands og stofnanir tengdar honum taka árlega þátt í alþjóðlegum sam- starfsverkefnum sem veita á fjórða hundrað milljónum íslenskra króna inn í rannsóknastarf Háskólans. Það er nú orðið umtalsverður hluti af sjálfsaflafé hans, en sjálfsaflafé er sem kunnugt er um það bil þriðjung- ur af rekstrarfé Háskóla íslands. Auk þess að taka þátt í samstarfs- verkefnum hafa kennarar og fræði- menn úr flestum deildum HÍ sótt um og fengið styrki úr erlendum sjóðum og frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum til þess að vinna að margvíslegum rannsóknum. Segja má að erlent fjármagn, auk þess fjánnagns sem fæst úr innlendum sjóðum, s.s. RANNÍS og Nýsköpunarsjóði námsmanna, hafi mjög styrkt rannsóknatengt fram- haldsnám við Háskóla Islands, því erlenda fjármagnið er gjama notað til að fjármagna stöður ffamhalds- nemenda í rannsóknatengdu námi. Það skiptir því afar miklu máli í þessum þætti háskólastarfseminnar, en er ennffemur skýr vísbending um að hér eru færir fræðimenn að fást við áhugaverðar rannsóknir. Vegir liggja til allra átta Samkvæmt gögnum ffá rannsókna- sviði Háskóla íslands kemur erlent fjármagn víða að. Um er að ræða styrki úr opinberum sjóðum, s.s. ffá Norrænu ■ ráðherranefndinni, Evrópubandalaginu, Norræna menningarsjóðnum, Nordisk sam- arbetsnámnden för humanistisk forskning, NorFA, Norrænu félags- fræðisamtökunum, Nordic Industrial Fond, Nordic Cancer Union, Nord- regio, Nordita, National Science Fond, Nato, Nordisk energiforskn- ing og Norsk Forsknings Rád svo eitthvað sé nefnt. Einnig kemur mikið fjármagn frá erlendum stofnunum og fyrirtækjum, s.s. Wisconsinháskóla, Pronova Biocare, Rannsóknasjóði bandaríska hersins, Merck Sharpe & Dohme Inc., Merch Inc., Göteborgs Universitet, Alpharma, Norsk Hydro, Kaupmannahafnarháskóla, Pólrannsóknastofnun Japans, Elkem og Columbia University School of Law. Dæmi um alþjóðleg samstarfsverkefni Eins og áður segir taka fjölmargir ffæðimenn við Háskóla íslands þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og verða hér aðeins fáein nefhd: Jón Eiríksson, vísindamaður t Raunvísindastofnun, tekur þátt í verkefni sem styrkt er af fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins, HOLSMEER verkefninu. Þetta er samstarfsverkefhi vísindamanna við tólf evrópska háskóla í átta löndum. Heildarstyrkurinn nemur um 2.000.000 evrum og styrktartímabil- ið er 2001 - 2003. Hlutur íslands er um 155.000 evrur en þar að auki er ísland eitt af lykilsvæðunum í verkefninu og samstarfsaðilar i HOLSMEER stunda einnig rann- sóknir á íslandi. Markmið verkefn- isins er m.a.að afla gagna um sögu hafstrauma og loftslags síðustu 2000 ára. Með samþættingu gagna frá mörgum rannsóknasviðum er stefht að tímaupplausn sem nemur áratugum og jafhvel árum í gagna- runum um náttúrufar á tilteknum lykilsvæðum, allt ffá Portúgal og norður fýrir ísland. Verkefnið felur í sér rannsóknir á fimm lykilsvæðum en þau eru ísland, Bretlandseyjar, Vestur-Noregur, Danmörk og Norð- ur-Þýskaland, Spánn og Portúgal. í íslenska hluta verkefnisins er megin- áherslan á greiningu og tímasetningu loftslags- og hafstraumasögu í set- kjömum ffá norðlenska landgrunn- inu. Sérstök áhersla er lögð á setlagaffæðilega þætti sem stjómast af hafstraumum og hafískomum, en einnig hugað að gögnum um eldgos og jarðskjálfta á Tjörnesbrota- beltinu. Heimasíða verkefnisins er http://www.bangor.ac.uk/os/- holsmeer/index.html Guðrún Marteinsdóttir próf- essor í fiskifræði á Raunvísinda- stofnun stýrir verkefni er heitir Stofngerð þorsks við ísland. Verkefhið er styrkt af Evrópusam- bandinu og RANNÍS. Það er unnið á Hafrannsóknastofnun og er sam- starfsverkefni fimm stofnana og háskóla þ.e. ásamt Hafró og Háskóla ísland er það Danska og Skoska hafrannsóknastofnunin og háskólinn í Hamborg. Verkefnið styrkir tvo nemendur við Háskóla íslands, einn doktorsnema og einn meistaranema. Markmiðið með verkefninu er m.a. að kortleggja útbreiðslu hrygnandi þorsks og safna upplýsingum um samsetningu og eiginleika hrygn- ingarhópa og umhverfisþætti sem hafa áhrif á afkomu ungviðis á hverjum stað. Karl G. Kristinsson, prófessor í sýkla- og veirufræði við læknadeild H.í stýrir að hluta til rannsókna- verkefni sem ber nafnið EURIS. EURIS er skammstöfun fyrir European Resistance Intervention Study sem er alþjóðlegt rannsókn- arverkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu og RANNÍS. Megintilgangur verkefhisins er að kanna leiðir til að draga úr tíðni ónæmra baktería, einkum pneumó- kokkabaktería hjá bömum. Á íslandi er verið að kanna hvort sýkinga- vamir á leikskólum og breyting á skömmtum sýklalyfja muni leiða til fækkunar á ónæmum bakteríum og fækkunar á sýkingum almennt hjá bömum. Auk Islands taka Portúgal, Frakkland, Svíþjóð, Bandaríkin og Þýskaland þátt í verkefhinu. Fjármagna stöður framhaldsnema Erlent fjármagn er einnig oft notað til að standa straum af svokölluðum post.doc stöðum, tímabundnum rannsóknastöðum fýrir þá sem hafa lokið doktorsprófi. Magnús Þór Jónsson, prófessor í verkfræðideild, t stýrir tveimur verkefnum sem styrkt em af Norðmönnum. Annars vegar líkangerð af rafskautum fýrir jám- blendiofna sem norska fýrirtækið Elkem styrkir og sem stendur vinnur einn nemi í post doc stöðu við verkefhið, en a.m.k. þrír nemar hafa tekið meistaraverkefni í tengslum við það. Hitt verkefhið sem Magnús Þór stýrir er í samstarfi við há- skólann í Þrándheimi þar sem sam- spil ljósboga og rafskauts er skoðað. Guðrún Sævarsdóttir, sem lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Þrándheimi, útvegaði fjármagn frá Elkem og Norsk Forskningsrád til þess að vinna áfram að rannsókninni hérlendis. Ennfremur má geta þess að Orkuveitan í Reykjavík hefur styrkt mjög veglega bæði meistara og doktorsnám við verkfræðideild, styrkti m.a. einn doktorsnema, Rúnar Unnþórsson, við doktors- verkefni sem fjallar um bilanagreiningu. I félagsvísindadeild hefur Unnur Dís Skaptadóttir, dósent í mannfræði, fengið styrki frá Norrænu ráðherra- nefndinni, NORDREGIO og UNESCO til þess að styrkja meistaranema. Eitt verkefnið Coping Strategies and Reg- ional Policies, Social Capital in the Nordic Peripheries var norrænt samanburðarverkefni. Islenski þátturinn nefndist Félagslegur auður, nýsköpun og byggðastefna og var unninn í samvinnu við Karl Benediktsson í jarð- og land- fræðiskor. Annað verkefni, Coping under stress in fish- eries Communities, var unnið í samvinnu við Fróðskapar-' setur Færeyja og Kola Science Centre, Appatity, í Murmansk. Það er þvi ljóst að erlent sam- starf styrkir mjög og eflir rannsóknatengt nám við Há- skóla íslands, bæði fjár- hagslega og faglega. Frá hægri: Magnús Þór Jónsson prófessor, Benedikt Helgason doktors- nemi, Guðrún Sævarsdóttir postdoc og Rúnar Unnþórsson, doktors- nemi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.