Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 20
20 Stúdennblaðið un*ta*.«»e Á hveijum degi fjölgar möguleikum stúd- enta til að taka hluta af námi við erlenda háskóla og fá það metið til eininga við háskólann heima á íslandi. Nemendur við Háskóla íslands geta nú valið úr á þriðja hundrað háskóla um alian heim. Regluleg stúdentaskipti hófust árið 1989 er Háskóli íslands gerðist aðili að Nordplus. Þar með gátu íslenskir stúdentar tekið hluta námsins við marga háskóla á Norðurlöndum. Árið 1992 hófst þátttaka í Erasmus - stúdentaskiptasamtökum Evr- ópusambandslanda og árið 1997 hófust stúdentaskipti í gegnum ISEP, bandarísku stúdentaskiptasamtökin. Auk þessa eru í gildi hátt í hundrað tvíhliða samningar við háskóla viða um heim. Þessir samningar fela i sér gagnkvæma niðurfellingu á skóla- gjöldum og skiptir það oft sköpum sérstak- lega við skóla þar sem skólagjöldin nema milljónum króna á ári. Nýjasti tvíhliða samningurinn sem Háskóli íslands undir- ritaði var gerður við Háskólann í Osaka í 55NÚ geta nem- endur m.a. úr viðskipta- og hagfræðideild, félagsvísindadeild og heimspekideild sótt námskeið við Háskólann í Osaka á ensku66 Japan og geta nemendur m.a. úr viðskipta- og hagfræðideild, félagsvísindadeild og heimspekideild sótt þar námskeið á ensku. Stúdentar við Háskóla íslands hafa farið víða um heim. Til dæmis hafa nem- endur í viðskiptaffæði, ferðamálaffæði og jarðlífifæði tekið hluta námsins í Ástralíu og nemendur í lögffæði, ferðamálaffæði og umhverfísffæði hafa haldið til Nýja- Sjálands og Kanada. Nær allar deildir Háskóla íslands hafa tekið þátt í stúdenta- skiptum. Á síðustu árum hefur nemendum í framhaldsnámi fjölgað við Háskóla íslands. Nú þurfa þeir sem ætla sér í framhaldsnám ekki endilega að sækja það til útlanda en Háskólinn hvetur þó ffamhaldsnema sína til þess að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og nýta sér þau tækifæri sem stúdentaskipta- samningar bjóða upp á því það kemur án efa bæði Háskóla íslands og stúdentunum til góða. Fjöldi skiptistúdenta frá HÍ (2001-2) eftir deildum 50 - 45 ' 40 35 30 - 25 ' 20 ' 15 ' 10 • 0 1 1 1 ■ Heildarfjöldi = 175 Annaö= 22 i | NordPlus=48 Erasmus = 105 ■ ■ ■ 1 „ Heimsp.d. Viðskipta- og hagfr.d. Félagsv.d. Verkfr.d. Raunv.d. Lagadeild Læknad. Lyfjaff.d. Guðfr.d. Læknad. □ Annað 3 3 2 2 8 3 1 ■ NordPlus 7 2 11 7 4 6 9 0 2 0 ■ Erasmus 36 25 15 11 6 8 0 4 0 0 Skiptinemadvölin gjörbreytti lífi mínu 95Ég finn fyrst og fremst fyrir því að sjóndeildarhringurinn hefur víkkað og ég er víðsýnni en ég var áður64 Þegar ég var í MA-námi minu í íslenskum bókmenntum við HÍ ákvað ég að láta draum minn um að komast utan til náms rætast og fór eitt ár til Miinchen í Þýskalandi sem Erasmus skiptinemi. Þessi ákvörðun gjörbreytti lífí mínu því ég kynntist manninum mínum, sem er Þjóðverji, í Þýskalandi og í stað þess að vera þama eitt ár, urðu þau fjögur. Þá tókst mér loks að sannfæra manninn minn um að hér á landi væri gott að búa og nú búum við hér á Islandi og störfum og eigum eina dóttur sem talar bæði íslensku og þýsku og allt heimilishald er þýsk-íslenskt. Fyrir utan þessar róttæku breytingar sem Erasmusdvölin hafði á líf mitt fmn ég að hún hefiir einnig óbein áhrif á líf mitt. Ég fmn fyrst og ffemst fyrir því að sjóndeildarhringurinn hefur víkkað og ég er víðsýnni en ég var áður. Ég á auðveldar með að skilja og sætta mig við að ekki era allir eins. Menn hafa ólíkan upprana, bakgrann og þar af leiðandi ólíkan hugsunarhátt. Þetta er hlutur sem aliir vita en það gera sér samt sem áður alls ekki allir grein fyrir því að margt sem fólk gerir og segir stafar einmitt af ólíkum bak- granni, alveg sama hversu líkir eða ólíkir þeir era. Það eru engir tveir eins og við þurfum stöðugt að minna okkur á það í öllum okkar samskiptum við fólk. Þetta þurfa kennarar stöðugt að hafa í huga, og ég tel að dvöl mín á erlendri grandu og það blandaða hjónaband sem ég lifí í hjálpi mér til þess. Svo að lokum má ekki gleyma því að dvölin jók sjálfstraustið, rétt eins og fegurðardrottningamar segja um fegurðar- samkeppnimar. Sigríður Þórðardóttir islenskukennari

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.