Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Blaðsíða 27
Stúden||blaðíð t 27 köllum ungmennaskipti er þegar tveir eða fleiri hópar hittast frá tveimur eða fleiri löndum og vinna saman að einhverju tilteknu við- fangsefni. Við höfum verið aðilar að þessari áætlun síðan 1993 og aðsóknin hefur verið mikil. Á hverju ári njóta um sjö hundruð og fimmtíu íslensk ungmenni góðs af þessari áætlun. Þetta geta líka verið verkefni á íslandi en skilyrðið er að það sé með evrópskri vídd. Evrópu- sambandið er með þetta í gangi til þess að efla og þroska möguleika ungs fólks innan Evrópu og tengja saman álfuna,“ segir Lára. HáMenning & HáList Dagana 22,- 24. janúar var jafnvel líflegra en venjulega í Háskóla íslands. Þá áttu sér stað í fyrsta skipti Lista- og menningardagar sem voru skipulagðir af Stúdentaráði og nemendafélögum Háskólans. Þessa daga var meðal annars boðið upp á ýmis söng- og leikatriði, fjölbreytta fyrirlestra, ódýra klippingu, ljós- myndamaraþon, mjólk og skúff- uköku og margt fleira. Upplyfting í skammdeginu Steinunn Vala Sigfúsdóttir stúdenta- ráðsliði hafði hafl í nógu að snúast vegna þessara daga. En hver kom með hugmyndina að Lista- og menn- ingardögum Háskóla íslands? „Það var hann Guðfmnur Sigurvinsson, stúdentaráðsliði," segir Steinunn en Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs, var fljótur að grípa frarn í: „Það er þó rétt að taka það ffam að Steinunn Vala átti heiðurinn af því að skipuleggja þetta og þetta er hennar verkefhi ffá a-ö þó að Guðfmnur hafi átt hugmyndina.“ „Ég hef tekið mikinn þátt í félagsstarfí sjálf og ég legg mikla áherslu á að fólk geri eitthvað saman. Mér finnst það mjög skemmtilegt og það er aðallega þess vegna sem mér fannst þessi hugmynd góð og vildi leggja mitt af mörkum með því að koma henni í ffamkvæmd,“ segir Steinunn. Hún segir svona uppá- komur geta breytt andrúmsloftinu þó nokkuð í skólanum. „Mér finnst vanta svolítið að maður verði var við hvað fólk er að gera annað en að læra. Mér fannst t.d. mjög gaman að Stúdentaleikhúsið og kórinn sýndu sig aðeins í skólanum. Þetta á aðal- lega að mynda samkennd meðal stúdenta og létta Hfið í svartasta skammdeginu." „Ég er mjög sátt við viðtökumar en auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Það hefði mátt vera stærri dagskrá en ég held að það hafí verið nokkuð pent að byrja svona," segir Steinunn og býður sig ffam til að sjá um dagana á næsta ári ef enginn annar sýnir því áhuga. Hún segist ekki hafa getað Nemendur gæddu sér á skúff- uköku og mjólk í boði mat- vælafræðinema í Lögbergi og víðar. fylgst vel með öllu sem var að gerast af því að hún hafði svo mikið að gera við skipulagningu daganna en fór þó og lét spá fyrir sér. Brynjólfúr, for- maður Stúdentaráðs, getur ekki á sér setið og segir ffá sinni uppáhalds- uppákomu. „Mér fannst framlag FSS vera skemmtilegast, þegar þeir lýstu upp aðalbyggingu Háskóla íslands í öllum regnbogans litum. Það var mjög táknrænt og sýnir að þau hafa mjög sterka nærveru í skólanum og eru að gera góða hluti.“ Kvartett Punkturis Það var fyrir hádegi á köldum og blautum fimmtudegi að kvartettinn Punkturis hóf söng á fyrstu hæð í Ámagarði fyrir nákvæmlega tvo glaða áheyrendur! Kvartettinn var stofnaður af kórfélögunum Unni Sigmarsdóttur, Birgi Tryggvasyni, Hákoni Hákonarsyni og Þóm Björk Þórðardóttur sérstaklega fyrir Lista- og menningardaga Háskóla íslands. Þegar Unnur og Birgir em tekin tali segjast þau því ekki hafa æft sig lengi. „Nei, við tókum lög sem við könnuðumst við,“ segir Birgir. „Flest þessara laga höfúm við sungið áður í kómum,“ bætir Unnur við. Þau em sammála um að Lista- og menn- ingardagarnir séu gott framtak. „Þetta var knappur tími, hugmyndin kom ekki upp mjög snemma en það virðist hafa ræst úr þessu,“ segir Birgir. „Kannski ekki nógu vel auglýst fannst okkur,“ segir Unnur. „En hugmyndin er mjög góð,“undirstrikar Birgir. Hann segist ekki vita hvort nóg sé af lista- og menningarlífi í Háskólanum enda er hann ekki í Háskólanum heldur Söngskólanum. „Við erum bæði í Söngskólanum en ég er líka í kennsluffæði við Háskólann,“ segir Unnur. Þau segja að það mætti endilega vera meira um skemmtilegar uppákomur sem þessar fyrir háskólafólkið. En ætla þau að halda áffam að koma ffam sem Kvartett Punkturis? Þau hika í fyrstu en svo segir Birgir að það geri þau ábyggilega ekki. Unnur er nokkru bjartsýnni og segir að það sé aldrei að vita enda hafi Mikiko Kogashi (vinstri), starfsmaður sendiráðs Japans og Minoro Okazaki (hægri), sendifulltrúi Japans á íslandi, segja áhuga íslendinga á Japan vera framar vonum. Shawn Bryant og Tricia Signý McKay aðstoða Kristbjörgu Ágústsdóttur, starfsmann sendi- ráðs Kanada við kynningu á kanadískum há- skólum. Shawn og Tricia eru af íslenskum ætt- um og nemar í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Hér sjást erlendir nema kynna nám í Þýska- landi og Frakklandi. Matvælafræðinemar sjást hér við eiga við skúffukökuna sem þeir buðu nemum upp á í Lögbergi og víðar. verið gríðarleg stemmning í hvert skipti sem þau hafi troðið upp í skólanum. „Það hafa að meðaltali verið 3,2 áhorfendur en þeir hafa allir verið ánægðir," segir Birgir. „Það var mjög góð mæting í VR II í gær í hádeginu en þá var líka verið að bjóða upp á köku og mjólk þannig að fólk stoppaði og hlustaði aðeins á okkur meðan það var að borða,“ segir Unnur og bætir við að ef hún ætti að velja einhverja áhugaverða uppákomu væri hún spenntust fyrir spákonunni en Birgi leist vel á fyrir- lestur Magnúsar Skarphéðinssonar um líf eftir dauðann og geimverur. Þau þvertaka fýrir það að vera feimin við að fara út um allan skóla og syngja. Unnur og Birgir sem eru gjaldkeri og formaður kórsins sögðust ekki búast við mikilli aðsókn að opna kórkvöldinu um kvöldið vegna þess að röng tímasetning hefði birst á öllum auglýsingum og auk þess væri landsleikur í handbolta á þessum tíma. Lóa spákona Margir hugsuðu sér gott til glóðar- innar þegar fréttist að spákonur myndu bjóða hákólanemendum þjónustu sína gegn vægu verði á Lista- og menningardögum. Stúd- entablaðið átti fúnd með spákonunni sem var nokkuð leyndardómsfull þegar hún var innt eftir nafni og sagðist bara vera Lóa spákona. Lóa sagði að einhver Gulli hafi fengið hana til þess að koma. „Ég veit ekki meira um það, ég hef aldrei séð hann áður en ég held að hann eigi vinkonu sem á vinkonu sem er vinkona vinkonu minnar. Hún segist hafa töluverða reynslu að baki eftir að hafa spáð fyrir fólki í tuttugu og átta ár og vonaðist til að fá að spá fýrir mörgum þessa tvo daga sem hún mætti i Háskólann. „Ég hef mjög gaman af þessu, mér finnst lika gaman að gera eitthvað annað en að sitja heima og spá, fara út og hitta nýtt fólk,“ segir Lóa. Eru spákonu- hæfileikar meðfæddir eða getur fólk lært að spá? „Ég hugsa að maður geti lært það en maður verður líka að hafa næmni og man- nþekkingu og annað slíkt sem kemur með tímanum. Oft byrja spákonur að spá fyrir vinum og vandamönnum Kynningarborð Halló Norðurlanda, Nordjobb og Snorra West-verkefnisins. Frá vinstri: Laufey Lind Sigurðardóttir, nemi í við- skiptafræði og fyrrum skiptinemi í Manitoba, Kanada; Esther Sigurðardóttir, skrifstofu- stjóri Norræna félagsins og Virpi Jokinen, verkefnisstjóri Nordjobb á íslandi. og svo leiðir eitt af öðru,“ segir hún. Lóu finnst ósköp eðlilegt að fólk sé spennt fýrir því að láta spá fýrir sér. „Þetta hefúr náttúrulega gengist við í aldaraðir það vilja allir vita eitthvað um framtíðina, það er bara eðlilegt held ég. Það sem ég geri er að gefa fólki vissa beinagrind, svo verður fólk sjálft að klæða beinagrindina kjöti. Ég tel að við séum fædd með vissan hluta af lífinu fýrirfram ákveðinn, fæðumst með ákveðið mynstur eða nokkurs konar götukort eins og maður fær á hótelum þar sem aðal- götumar eru merktar en svo þarf fólk sjálft að finna hliðargötumar. Þetta er bara eðlileg forvitni mannsins um framtiðina. En ég hugsa að það sé enginn sem getur gefið þér 150 % öruggt svar um framtíðina, en kannski ffamtíðarlíkur. Lóa segist ekki vera ein af þeim sem spáir öllum ást, hamingju, auðlegð og ferðalögum. „Nei, ég reyni að taka allt með en ég er sjálf mikil bjartsýnismanneskja að upp- lagi og horfi jákvætt á lífið og ég reyni að halda mig við það jákvæða og stundum er hægt að gera neikvætt jákvætt. Stundum þarf maður að tapa einhveiju til að vinna eitthvað. Ég vil ekki ljúga að fólki. Ég vil ekki mála einhveija sólarlagsmynd á vegginn hjá þeim ef ég sé ekkert nema svart- nætti en það má þó reyna að finna stjömumar í svartnættinu,“ segir Lóa að lokum. Ljósmynda- maraþon I upphafi Lista- og menningardaga hófst ljósmyndamaraþon sem var í boði Mágusar og verkfræðinema. Keppendur fengu einnota myndavél og tíu ólík verkefiii til dæmis græðgi, frelsi og fullveldi og háskóla- bolurinn, sem þeir þurftu að leysa á tuttugu og fjórum tímum. Steinunn Vala Sigfúsdóttir stúdentaráðsliði og Brynjólfur Stefánsson formaður Stúdentaráðs, vom i dómnefnd en sögðust þó ekki hafa átt hugmyndina að öllum verkefnunum sjálf. „Þetta vom hugmyndir sem komu frá mörg- um stöðum og svo valdi ég úr pott- inum. Við reyndum að nota eitthvað sem tengdist Háskólasvæðinu á ein-^ hvem hátt,“ segir Steinunn Vala. Steinunn segir að fjórtán stúd- entar hafi tekið þátt en tveir af þeim hafi svo ekki skilað inn mynda- vélunum sínum og er hún síður en svo hissa á því að þátttakan hafi ekki verið meiri. „Þetta er f fýrsta skipti sem þetta er gert og það tekur alltaf tíma að fá fólk til að átta sig á því að það sé eitthvað um að vera þegar um nýja viðburði er að ræða,“ segir hún glöð í bragði. Verðlaunaafhendingin átti sér stað í Stúdentakjallaranum, föstu- dagskvöldið 24. janúar. Orri Gunnarsson og Gabriel Filipusson hlutu verðlaun fýrir bestu myndina. Hildur Jóna Friðriksdóttir, Hafsteinn Þór Einarsson og Áshildur Amar- dóttir hlutu verðlaun fýrir næst bestu myndina og Christopher Hamilton hlaut verðlaun fýrir bestu seríuna. Stuttu eftir verðlaunaafhendinguna var Orri Gunnarsson yfirheyrður stuttlega og spurður af hverju hann kallaði mynd sína Gráðuga dúfu. “Við ætluðum að taka mynd af öllum gæsunum við Tjömina af því að þær em svolítið gráðugar en svo var þessi dúfa bara enn þá gráðugri svo við smelltum bara mynd af henni.” Orri sagðist hafa átt fastlega von á því að hann ynni keppnina en tók það ffam að mestu máli skipti að vera með.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.