Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 10
I fiiyGJABII liEIIII GEKA TILIAVE TIL FLIGS HARALDUR ÖRN STURLUSON STUNDAR TÖLVUNARFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS SAMHLIÐA ÞVÍ AÐ BERJA TROMMUR í HLJÓMSVEITINNI ÚLPU. ÖNNUR BREIÐSKÍFA SVEITARINNAR, ATTEMPTED FLIGHT BY WINGED MEN, KOM ÚT FYRIR SKÖMMU OG HEFUR SVEITIN FYLGT HENNI EFTIR MEÐ TÓNLEIKASYRPU SEM LÝKUR í STÚDENTAKJALLARANUM LAUGARDAGINN 11. FEBRÚAR. STÚDENTABLAÐIÐ RÆDDI VIÐ HARALD OG MAGNÚS LEIF, SÖNGVARA ÚLPU, UM HLJÓMSVEITARLÍFIÐ. Umslag plötunnar prýðir LANDSLAGSMYND SEM BLAÐAMAÐUR KANNAST VIÐ. HVERS VEGNA PRÝÐIR MYND FRÁ KRISTJANÍU PLÖTUNA? „Það er engin djúp pæling á bak við það," segir Magnús. „Þetta er falleg mynd sem er búið að eiga örlítið við. Bjami. gítarleikari hannaði umslagið en það er engin tenging við Kristjaníu - hann bara tók þessa mynd og okkur þótti hún falleg. Hann lék sér svo aðeins að þvl að breyta henni og okkur fannst útkoman lýsa tónlistinni vel." Titill plötunnar vekur einnig ATHYGLI BLAÐAMANNS. ATTEMPTED FLIGHT BY WINGED MEN - ER EINHVER VÍSUN HÉR Á FERÐ? MlSHEPPNUÐ TILRAUN? GRÍSKAR GOÐSAGNIR? „Nei, nei. Þetta er í raun og veru bara tilraun til flugs. Við teljum okkur vera með vængi," segir Magnús og hlær. „Platan hefur verið lengi í smíðum," bætir Haraldur við. „Við byrjuðum á henni fyrir svolítið löngu og vorum langt komnir. Svo komu tímabil þar sem við fórum að spila í útlöndum og á meðan beið platan. Við ákváðum því að leggja áform um útgáfu til hliðar og hugsa málið. Þetta var flugbrautin - en við erum samt með vængi." Eru einhverjir áhrifavaldar sem HAFA SETT MARK SITT Á PLÖTUNA? MANNI FANNST KANNSKI ÖRLA FYRIR Blonde Redhead fíung á STÖKU STAÐ OG EF TIL VILL SYKURMOLUNUM ANNARS STAÐAR. „Við erum búnir að heyra svolítið margt - sem gleður mig," segir Haraldur. „Okkur hefur reyndar verið likt við hljómsveitir sem við höfum aldrei hlustað á. Blonde Redhead er þó ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar. Það er bara gott mál að heyra að það séu áhrif frá flottum hljómsveitum." Hvernig gengur að vera í tölvunar- FRÆÐI OG SINNA Á SAMA TÍMA SKYLDUM SEM FYLGJA HUÓMSVEITARLÍFI? „Það gengur hægt," segir Haraldur sem er eini meðlimur Úlpu sem stundar háskölanám. „Þetta mjatlast bara með þessu. Ég hef engar griðarlegar áhýggjur af námslokum eða neinu slíku. Þetta er bara tekið hvað með öðru." 1 • I0KGA* AAEB BJéK Á ÍSLAAIKI Úlpa hefur farið um vlðan völl og hefur m.a. leikið i Bandaríkjunum, Englandi og Þýskalandi. Hljómsveitin heldur þö reglulega tónleika i Danmörku en Haraldur segir það tengjast þeirri staðreynd að hann var búsettur þar um nokkurt skeið. „Við komumst í sambönd úti og gengum í dönsk samtök sem heita Musik-ministeret," segir hann. „I þeim var fjöldi hljómsveita sem tðk sig saman og gerði skemmtilega hluti. í einni hljómsveitinni var maður sem var nokkuð góður bókari. Okkur langaði að vera með og þar sem ég bjó nú þama ákvað ég að sækja fundi samtakanna sem voru nokkuð minnistæðir. Þetta voru dæmigerðir danskir fundir þar sem allt er skipulagt út í ystu æsar. Við hittumst oft en það var mest talað og allt þurfti að ræða fram í endaleysu." ÍSLENDINGAR Í DANMÖRKU HAFA VERIÐ DUGLEGIR AÐ SÆKJA TÓNLEIKA ÚLPU EN Haraldur SEGIR HUÓMSVEITINA EINNIG REYNA AÐ NÁ TIL DANA. „Við vorum kannski hræddastir við að það væm bara íslendingar sem kæmu. Óneitanlega eru alltaf margir Islendingar sem koma en nú hefur myndast ágætis kjarni Dana sem mætir á tónleika hjá okkur líka," bætir Magnús við. Haraldur segir það vera öðruvísi AÐ LEIKA í DaNMÖRKU EN Á IsLANDI. „Helsti kosturinn við að spila í Danmörku er sá að maður er alltaf í sambandi við góða og reynda bökara sem sjá til þess að allt sé borgað til fulls. Hér heima er okkur aðallega borgað í bjór. Úti borgar kommúnan stöðunum 20 milljónir á ári og því fé er varið til að borga hljómsveitum fyrir að spila. Það er mjög góð tjlbreyting fyrir íslenska hljómsveit að fara út og vinna í slíku öryggi. Þá getur maður t.d. varið meiri tima í að velja góða staði til að spila á og i að undirbúa tönleikana." Þið hafið leikið víðar. Hvernig KEMST NÁNAST ÓÞEKKT ÍSLENSK HUÓMSVEIT ÚT AÐ SPILA í LONDON? „Þegar við spiluðum í London var það á tónleikum þar sem ungum hljómsveitum var gefinn kostur á að spreyta sig" segir Magnús. „Við sendum demö á nokkra staði í Bretlandi þvi ég átti leið þar um þegar ég var að koma frá Ástralíu. Ég sendi m.a. demó til útgáfufyrirtækisins Fierse Panda, sem sérhæfir sig í að gefa út efni eftir lítt þekkta listamenn. Þar er maður að nafni Simon í fararbroddi. Hann heyrði í okkur og vildi fá okkur út til að spila fyrir sig. Þetta var því í rauninni bara út af demói. Við höfum sent demó og plötur um hvippinn og hvappinn og stundum fást viðbögð." Haraedur segir þetta útgáfu- FYRIRTÆKI TAKA AÐ SÉR HUÓMSVEITIR sem eru Á upphafsreit. „Það gaf m.a. út fyrstu smáskifur Supergrass og Coldplay. En þar skiljast leiðir - hljómsveitimar þurfa að standa sig eftir það og þetta fyrirtæki kemur ekki nálægt þeim meira." Hvernig viðtökur fenguð þið? „Tónleikamir I London vom frekar skrítnir," segir Haraldur. „Við spiluðum ekki okkar topp tiu bestu tónleika. Það vom lélegar græjur og við fengum ekkert sound check." Magnús vill þó ekki kenna græjunum um árangurinn. „Það var bara einhver slappur fílingur. Salurinn var smekkfullur en enginn að vinna með manni. Það var skrýtið andrúmsloft." Haraldur segir að eftir tónleikana HAFI EKKl TEKIÐ BETRA VIÐ. „Við fengum ekki borgað og okkur var nánast hent út af staðnum. Okkur Iangar þó samt sem áður að fara aftur til London og spila meira. Þetta var bara eitt kvöld og stakir tónleikar. Við gistum reyndar á hóteli sem við vissum ekki fyrr en eftir á að væri einhvers konar rokkhótel. Þar var líka hljómsveitin Skid-Row og nóg af grúpppíum og gleðskap. Stemmningin var mjög sérstök og upplifunin eftirminnileg." Gll BLESSI BAHSUÍKIII ÚLPA HEFUR TVISVAR farið TIL Bandaríkjanna og léikið á huóm- LEIKUM. HVERNIG VORU VIÐTÖKURNAR ÞAR? „í fyrsta skipti sem við fórum til Bandarikjanna var það til að spila á kynningartónleikum fyrir Iceland Airwaves ásamt Ensími," útskýrir Magnús. „Þetta var mánuði eftir 11. september og við spiluðum í New York. Fólk var einhvem veginn inni í sér og fáir úti á götu. Tónleikamir voru á fínum þekktum stað en það var skiljanlega illa mætt. Við héldum þó betri tónleika í Washington. Það var nóg grín í kringum það, t.d. heimsókn til Jóns Baldvins, sem var skemmtileg u-beygja í þeirri ferð. í annað skiptið sem við fórum til Bandaríkjanna var það vegna félaga okkar úr hljómsveit frá Baltimore sem heitir Lake trout. Við vildum spila saman og fórum því aftur til Bandaríkjanna. Þeir spila fimm daga vikunnar og lifa á spilamennsku. Við hoppuðum einfaldlega inn í tónleikaferð hjá þeim og lékum saman á nokkrum tónleikum." „I þeirri ferð lentum við í klónum á flugvallargæslunni," segir Haraldur. „Þeir vildu fyrst fá að taka hljóðfærin okkar í sundur til að kanna hvort í þeim væru bombur. Við vorum færðir í yfirheyrslu vegna þess að við vissum ekki heimilisfangið á staðnum þar sem við áttum að búa. Maðurinn sem við vorum í sambandi við ætlaði bara að sækja okkur á flugvöllinn. Við vorum færðir í bakherbergi sem var fullt af blökkumönnum sem verið var að áreita. Það gerðist litið í þessu herbergi nema að fólk var látið bíða í óratíma - liklega til að athuga hvort einhver meintur hryðjuverkamaðurinn missti stjóm á sér. Við biðum og biðum en ekkert gerðist. Þegar við spurðum öryggisvörðinn sagðist hann ekkert vita - lét sig bara hverfa og kom aftur án þess að svara nokkru." Þið urðuð þá vitni að kynþátta- FLOKKUN. „Já, tvímælalaust," segir Magnús. „Ég heyrði öryggisgæsluna yfirheyra suma blökkumennina sem augljóslega voru heimamenn á heimleið. Spumingarnar voru algerlega út í hött og virtust bara hannaðar til að áreita." Haraldur segir að Bandaríkin hafi KOMIÐ SÉR SPÁNSKT FYRIR SJÓNIR. „Þetta var mjög sérstakt. „God bless America", „In god we trust" og „United we stand", stóð stómm stöfum sama hvert maður leit. Þegar maður kveikti á sjónvarpinu voru sýnd slagorð á hverri stöð. Heilaþvotturinn var alls staðar. Við tókum liklega sérstaklega vel eftir þessu þvi þetta var okkur svo framandi. Maður ók t.d. meðfram umferðareyjum sem vom margir kílömetrar á lengd, en það sást ekki í grasið á þeim fyrir auglýsingaskiltum. Þetta var ekki einu sinni inni í byggð. Þetta var markaðssamfélagið í sinni kröftugustu mynd og auglýsingunum beinlinis klint framan í fólk." EB TéftlLISTIftl? FÁUM DYLST AB GRÍÐARLEGA MIKIÐ UMSTANG FYLGIR ÞVÍ AÐ VERA í HUÓMSVEIT OG KOMA AFRAKSTRI HENNAR ÁLEIÐIS. HVERT ER MARK- MIÐIÐ? TlL HVERS GERIR ÚLPA TÓNUST? „Þetta er bara ástriðan okkar," segir Magnús. „Maður lifir og hrærist í þessu og maður er sáttur hvort sem hlutimir em súrir eða sætir." MaÐUR GÆTISKILIÐ AÐ TÓNUSTARGERÐ SÉ FRÓUN SKÖPUNARGÁFUNNAR EN HVERS VEGNA AÐ STANDA í ÖLLU ÞESSU BASU VIÐ AÐ LÁTA AÐRA HEYRA AFRAKSTURINN? „Ég neita því ekki að það er viss fróun í því þegar fólk sýnir viðbrögð við þvi sem maður gerir," segir Magnús. „Við viljum að aðrir heyri það sem við gerum. Það er auðvitað æðislegfað vera saman úti í skúr en við verðum að fara með verkin lengra. Við klárum t.d. oft lög að hluta til á tónleikum eða ljúkum við ókláruð verk. Við erum að sækjast eftir þvi að sjá hvernig fólk svarar lögunum. Við erum t.d. búnir að vera að þróa nýtt lag á siðustu tónleikum." Magnús segir leið Úlpu uggja til Danmerkur þar sem ætlunin er að FYLGJA EFTIR PLÖTUNNI SEM KEMUR SENN út þar í landi. „Svo var verið að bjóða okkur að koma að spila I Barcelona núna I aprfl. Um daginn vomm við í tökum á myndbandi við lagið Sexy Dick en það er hann Birgir sem myndar það og leikstýrir því. Það má búast við þvi að það fari í spilun á næstu vikum," segir Magnús að iokum. ■

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.