Stúdentablaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 31
SÝNUM
FRUMKVÆÐI
OG FÁUM
STÚDENTA í LIÐ
MEÐ OKKUR
HARALD BJÖRNSSON
VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI SKIPAR
1. SÆTI Á LISTA VÖKU TIL
STÚDENTARÁÐS
HVERNIG STÓÐ Á ÞVÍ AÐ ÞÚ ÁKVAÐST
AÐ FARA i FRAMBOÐ FYRIR HÖND VÖKU?
Ég vil taka til hendinni raeð hópi fólks sem er tilbúið
að leggja á sig vinnu og framkvæma hlutina til þess að
bæta Háskólann. Starfið í Vöku gengur fyrst og fremst
út á að gera skólann að betri stað og til þess viljum við
virkja framtakssemi stúdenta við skólann í stað þess að
einblína á vandamálin. Þannig verður ímynd skólans
sterkari og gæði námsins meiri, sem gerir menntun frá
skólanum verðmeiri.
HVERNIG LEGGST BARÁTTAN í ÞIG?
Hún leggst mjög vel í mig. Við höfum sett okkur það
markmið að heyja jákvæða kosningabaráttu og leggja
áherslu á málstað okkar og stefnumál, í stað þess að
meta okkur út frá hinum fylkingunum og setja út á
málstað þeirra. Okkur finnst hugmyndir okkar vera
nógu öflugar til þess að fara í þessa baráttu algjörlega
á okkar forsendum.
HVAÐA BARÁTTUMÁL ERU EFST
Á BAUGI HJÁ VÖKU í ÁR?
Við í Vöku viljum að Stúdentaráð sinni málum stúdenta.
Það er ekkert sem sameinar alla nemendur við Háskóla
íslands annað en einmitt það að þeir eru nemendur við
Háskóla Islands. Það er því enginn grundvöllur fyrir
því að Stúdentaráð fari að álykta um umdeild mál utan
Háskólans - þau mál eru jafnumdeild innan skólans. Það
er þvi augljóst að Stúdentaráð hefur ekkert umboð til
þess að vera „Litla-Alþingi".
NÚ HEFUR STAÐAN í STÚDENTARÁÐI VERIÐ
SÉRSTÖK I ÁR. HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞAÐ?
Stúdentaráð hefur ekki verið nógu sterkt I ár, vegna
þeirrar oddastöðu sem upp kom. Hún hefur dregið
slagkraftinn úr ráðinu út á við, enda erfitt að framkvæma
og tala máli stúdenta þegar formaður ráðsins hefur
jafnveikt umboð og raun ber vitni. Vökuliðar í
Stúdentaráði hafa hins vegar spýtt í lófana og sýnt
mikið frumkvæði í þeim nefndum sem þeir hafa haft
formennsku í. Besta dæmið þar um eru stúdentakortin
sem fulltrúar Vöku í hagsmunanefnd hafa keyrt áfram
og þau eru nú orðin að veruleika. Þau væru enn mjög
fjarlæg ef nokkrir einstaklingar hefðu ekki sýnt mikla
óeigingimi og framkvæmt hlutina sjálfir, í stað þess að
vera sífellt að biðja aðra um að gera þá fyrir sig.
ÞÚ ERT í VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD.
HVER ERU HELSTU BARÁTTUMÁLIN í ÞEIRRI DEILD?
Á hveiju ári byrjar það mikill fjöldi fólks í deildinni
að hann lendir í því að sitja á fleiri hundruð manna
námskeiðum, þar sem kennarinn þylur upp hveija
kenninguna á fætur annarri án þess að mikill möguleiki
gefist á gagnvirkri kennslu. Ég held að hugmyndir Vöku
um að framhaldsnemar sinni kennslu í umræðuhópum
og verkefnatímum í gmnnnámi gæti leyst það vandamál.
Peningur til þess konar verkefnis er ekki til en við viljum
leysa það með því að greiða fyrir í einingum. Nemendur
í framhaldsnámi myndu læra að miðla þekkingu sinni og
nemendur í grunnnámi fengju betri kennslu.
FYRIR HVERJU ÆTLAR ÞÚ AÐ
BEITA ÞÉR INNAN STÚDENTARÁÐS?
Það er af mörgu að taka og það er spennandi að takast
á við vandamál sem koma upp frá degi til dags. Ég vil
beita mér fyrir þvi að Stúdentaráð vinni saman að þvi
að leysa vandamálin. Það á að vera alveg sama hvort
einstaklingar eru í meiri- eða minnihluta, þeir eiga að
geta beitt sér að fullu í hagsmunabaráttu stúdenta. Það
á að vera alveg sama hvaðan hugmyndimar koma - ef
þær eru góðar á Stúdentaráð að framkvæma þær.
EITTHVAÐ AÐ LOKUM?
Já, ég bara vona að stúdentar fylki sér á bak við
hugmyndir Vöku í þessari baráttu. Við viljum slá
nýjan tón í hagsmunabaráttunni og gera Stúdentaráð
málsmetandi I umræðunni á ný!
1. SÆTI TIL HÁSKÓLARÁÐS
ERNA BLÖNDAL BÝÐUR SIG FRAM í
1. SÆTI Á LISTA VÖKU TIL HÁSKÓLARÁÐS
STÚDENTAR GETA HAFT MIKIL ÁHRIF INNAN
HÁSKÓIARÁÐS
NÚ BÝÐUR ÞÚ ÞIG FRAM TIL HÁSKÓLARÁÐS.
GETA STÚDENTAR KOMIÐ MÁLUM SÍNUM AÐ
INNAN RÁÐSINS?
Tvímælalaust. Góður fulltrúi í Háskólaráði getur myndað
gríðarlega mikilvæg tengsl milli stjómsýslu Háskólans
og stúdenta með þvi að vera virkur bæði í Stúdentaráði
og Háskólaráði. Fulltrúar stúdenta geta lagt til og barist
fyrir mikilvægum málum innan Háskólaráðs, auk þess
sem þeir geta látið í sér heyra ef mál koma upp sem
virðast vinna gegn hagsmunum stúdenta. Sem dæmi
um þetta má nefna þá baráttu Stúdentaráðs sem Vaka
leiddi til að fá lengdan opnunartíma Bókhlöðunnar
haustið 2004. Þar skipti miklu máli að eiga fulltrúa
stúdenta í ráðinu og ég mun leggja mig fram við að
vinna að málum stúdenta í ráðinu.
háskólaráðsfulltrúar stúdenta sitja
EINNIG í STÚDENTARÁÐI. FYRIR HVERJU VILTU
BEITA ÞÉR ÞAR?
Ég legg mikla áherslu á að Stúdentaráð sé öflugt
framkvæmdaafl. Hugmyndir eru forsenda framkvæmda
og góðar hugmyndir þarf að drifa í gegn í stað þess að
bíða eftir að háskólabáknið taki við sér. Mig langar
að taka þátt í þvi að byggja upp vilja og dug innan
Stúdentaráðs til þess að takast á við vandamál sem varða
stúdenta, bæði stór og smá. Einnig hef ég hug á þvi að
gera Stúdentaráð aðgengilegra og sýnilegra nemendum
skólans með þvi að auka til muna tengsl þess við hin
fjölmörgu nemenda- og hagsmunafélög sem starfa fyrir
hina ýmsu hópa innan skólans.
NÚ HEFUR HLUTVERK RÁÐSINS ÞÓTT NOKKUÐ
UMDEILT. HVER ER SKOÐUN ÞÍN Á ÞVÍ?
Ég tel að hlutverk ráðsins eigi að vera skýrt afmarkað og
það eigi eingöngu að berjast fyrir hagsmunum stúdenta
en ekki að álykta um þjóðmál. Staðreyndin er sú að af
nögu er að taka innan Háskóla Islands og nauðsynlegt
er að ráðið einbeiti sér að þeim málum áður en það
sóar tima sínum í að ræða og álykta um önnur mál sem
varða stúdenta við HÍ lítið sem ekkert. Stúdentar eru
fjölbreyttur hópur sem á það eitt sameiginlegt að vera
í námi og því þarf að setja þau mál á'oddinn sem með
einhveijum hætti geta bætt Háskólann, en ekki mál sem
stúdentar hafa hugsanlega gerólikar skoðanir á.
HVERNIG MÆTTI AÐ ÞÍNU MATI GERA
HÁSKÓLA ÍSLANDS BETRI?
Hásköli Islands er um margt góður skóli en auðvitað er
ýmislegt sem mætti mun betur fara. I mínum huga þarf
skólinn að samræma menntunina enn betur við það sem
gerist í öðrum löndum og reyna að auka virðingu sína
á alþjóðavettvangi, t.d. með öflugu rannsókriarstarfi.
Því þekktari sem skólinn er, þeim mun verðmætari er sú-
menntun og gráða sem við fáum frá honum. Annað sem
væri gaman að sjá væri heilsteyptari sköli með þéttari
og samrýmdari nemendahóp. Auka þarf samskipti og
skoðanaskipti milli nemenda í mismunandi deildum og
búa þannig til þétt og sterkt samfélag.
STÚDENTARÁÐ EINBEITI SÉR AÐ
HAGSMUNUM STÚDENTA
Vaka telur grundvallaratriði að
hagsmunabaráttan snúist um málefni
stúdenta og að ráðið breytist ekki I
pólitískan þrýstihóp sem álykti um mál
sem varða stúdenta litlu.
HÍ FÁI GREITT FYRIR ALLA STÚDENTA
Undanfarin ár hefur safnast talsverður
halli I fjárhag skólans, sem stafar af þvi
að stjömvöld hafa ekki greitt fyrir alla
þá stúdenta sem eru í námi við Háskóla
íslands. Vaka telur mikilvægt að úr
þessu verði bætt, enda þarf skólinn svo
sannarlega á auknu fjármagni að halda.
ÁTAK í KENNSLUMÁLUM
I Háskóla Islands er alltof algengt að kennt
sé í of stórum hópum og að nemendur eigi
ekki kost á persónulegri nálgun í kennslu.
Vaka telur að þetta þurfi að stórbæta
með það í huga að gera námshópana
minni og sníða kennsluna þannig betur
að hveijum og einum. Hugmyndir um að
greiða framhaldsnemum fyrir að sjá um
umræðutíma með einingum gætu leyst það
vandamál.
AFGREIÐSLUTÍMI BYGGINGA
- STÚDENTAKORT
Vaka telur gmndvallaratriði að nemendur
hafi sólarhringsaðgang að byggingum
skólans. Vökuliðar hafa meðal annars
vaktað byggingarí prófatið til að fá lengdan
afgreiðslutima, og í vetur hafa fulltrúar
okkar í hagsmunanefnd séð um að búa
til aðgangskort fyrir stúdenta, sem veitir
þeim sólarhringsaðgang að byggingum.
Opnað verður fyrir skráningu í kortin á
næstunni.
TEKJUR SKERÐI EKKI NÁMSLÁN
Breytingar á úthlutunarreglum námslána
sl. vor voru stórt skref í áttina að þvi að
fá tekjuskerðingu námslána fellda niður,
en komu þvi miður ekki öllum lánþegum
til göða og hefur Vaka gagnrýnt það.
Við teljum að stlga eigi skrefið til fulls
í næstu breytingum og fá skerðingu
lækkaða enn frekar, ásamt því að hækka
grunnframfærslu námslána.
EINKALEYFISGJALD HHÍ AFNUMIÐ
Vaka hefur lengi barist fyrir því að
einkaleyfisgjald Happdrættis Háskóla
Islands verði afnumið, en sú upphæð nemur
um 115 milljónum á ári og myndi ella renna
til nýbygginga á háskólasvæðinu.
BYGGINGAR HUGSAÐAR ÚT FRÁ
ÞÖRFUM FATLAÐRA
Það er því miður of algengt að byggingar
á háskólasvæðinu séu ekki hannaðar
með hagsmuni fatlaðra í huga. Of háir
þröskuldar, of mjöir rampar eða tröppur
á ólíklegustu stöðum, sjást of víða. Við
viljum gera átak í þessum málum, þar sem
fatlaðir væru hafðir með í ráðum.
DÝNAMÍSKARA HÁSKÓLAUMHVERFI
Með Háskólatorgi opnast ný tækifæri fyrir
háskólasvæðið en fram til þessa hefur
vantað að svæðið sé nægilega lifandi.
Hugsa þarf háskólaumhverfið út frá þvi
sjönarmiði að skólinn er vinnustaður
stúdenta og þar á að vera hægt að borða
vel, hreyfa sig og stunda félagslíf. Þar á
Stúdentaráð að vera leiðandi.
ENGIN KVÖLDKENNSLA!
Vaka telur það afar brýnt fyrir
fjölskyldufólk i skólanum að kennsla í
skólanum fari ekki fram eftir klukkan 17
á daginn. Vaka stóð fyrir svokallaðri 17-
vakt á haustdögum, þar sem farið var yfir
stundaskrár og gerðar athugasemdir þar
sem kennt var eftir klukkan fimm á daginn.
Framtíðarmarkmið skólans á að vera að
kennsla fari ekki fram eftir þann tíma.
AUKIN TENGSLSHÍOG
NEMENDAFÉLAGA
Vaka vill fá aukin tengsl við nemendafélög
í skólanum, enda eru þau í mun betra
sambandi við nemendur en ráðið sjálft.
Formaður ráðsins ætti að funda reglulega
með stjómum nemendafélaga. Ráðið gæti
komið til móts við þau nemendafélög sem
em ekki með nægilega góða aðstöðu og
gæti veitt þeim aðstöðu í húsakynnum
Stúdentaráðs.
*
31