Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 29

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 29
HÆGRI OG VINSTRI ERU MARKLAUS HUGTÖK í STÚDENTA- PÓUTÍK FJÖLNIR GUÐMANNSSON ER 25 ÁRA LÆKNANEMI OG SKIPAR EFSTA SÆTI H-LISTANS TIL STÚDENTARÁÐS. HANN ER FRÁ ESKIFIRÐI OG ER STÚDENT FRÁ MA. HANN LANGAR TIL AÐ BJÓÐA SIG FRAM TIL STÚDENTARÁÐS SEM EINSTAKLINGUR. HANN MÁ ÞAÐ EKKI. HVERS VEGNA TEKURÐU ÞÁTT í STÚDENTAPÓUTIK? Lengst af sá ég ekki ástæðu til að taka þátt í stúdentapólitíkinni því mér þótti munurinn á fylkingum vera hverfandi. I sjálfu sér hef ég aldrei áttað mig á því af hverju listarnir eru sífellt að reyna að skilgreina sig frá hinum þegar allir vilja í raun það sama. Til að byrja með vissi ég ekki af Háskólalistanum en kaus hann um leið og ég vissi fyrir hvað hann stóð. Um leið og mér bauðst svo að starfa með listanum stökk ég á tækifærið. I vetur hef ég fundið hljómgrunn fyrir baráttumál Háskólalistans og vonast til þess að sá meðbyr sem við höfum muni skila sér í að við getum tekið upp einstaklingskosningar. HVERS VEGNA EINSTAKUNGSKOSNINGAR? Vegna þess að stúdentar eru einn hagsmunahópur. Pað veikir hagsmunabaráttu stúdenta að skipta Stúdentaráði í fylkingar. Þess vegna þurfa Stúdentaráðsliðar að standa sterkir saman sem þrýstihópur. Öflug verkalýðsfélög skipta sér ekki upp í fylkingar. Þau starfa einbeítt í þágu skjólstæðinga sinna. Það þarf Stúdentaráð Háskóla íslands líka að gera. Við viljum að Stúdentaráðsliðar einbeiti sér að hagsmunum stúdenta í stað þess að vinna alltaf með hliðsjón af hagsmunum fylkinganna. Til að þeir geri það þurfum við að taka upp einstaklingskosningar í stað listakosninga og leggja listana niður. Leggjum niður Háskólalistann. AF HVERJU VIUIÐ ÞIÐ LEGGJA NIÐUR YKKAR EIGIN LISTA? Við viljum að kosningamar snúist um fólk. Það er ekki grundvöllur fyrir því að þær snúist um stefnumál vegna þess að stefna allra fylkinga er í gmnninn sú sama. AlUr em að þerjast fyrir bættum hag stúdenta. Það er ekkert mál í umræðunni sem stúdentar skipa sér í andstæðar fylkingar um. Við erum öll einn sameiginlegur hagsmunahópur. Þess vegna viljum við skapa tækifæri til framboðs fyrir hæfa einstaklinga sem vilja starfa að hagsmunum stúdenta, óháð fylkingum. Við viljum taka upp einstaklingskosningar og ef við gerum það verða fylkingamar óþarfar. Þá getum við lagt þær niður, þar á meðal Háskólalistann. HVORT ERUÐ ÞIÐ TIL HÆGRI EÐA VINSTRI? Það fer eftir því hvern þú spyrð. Sem einstaklingar dreifumst við á ýmsa flokka í landspólitíkinni, en hægri og vinstri eru marklaus hugtök í stúdentapólitlk. Stúdentaráð er ekki vettvangur fyrir landsmálapólitík. Sú pólitík er rædd og tekin fyrir á Alþingi íslendinga og í ríkisstjórn. Stúdentaráð á ekki að vera uppeldisstöð fyrir flokkana. Þeir geta tamið gæðinga sína á öðrum vettvangi. Þess vegna er listinn sjálfur ótengdur flokkum og hefur ekki stefnu í landsmálum. Við störfum heils hugar saman að hagsmunum stúdenta, óháð skoðunum okkar í landsmálapólitík. Það hefur sýnt sig í vetur að rödd Stúdentaráðs heyrist betur þegar það talar fyrir hönd allra stúdenta en ekki fyrir hönd naums meirihluta sem hefur í huga að vinna kosningasigur á næsta ári. ERUÐ m ÞÁ Á MÓTI VÖKU OG RÖSKVU? Já, við erum á móti Vöku og Röskvu sem stofnunum. Hins vegar er margt gott fólk innan listanna sem við viljum sjá nýta krafta sína sem einstaklingar í þágu stúdenta. Við viljum ekki sjá það bundið af hagsmunum fylkinganna. Við viljum að það geti tekið ákvarðanir sem eru í þágu stúdenta eftir eigin sannfæringu en ekki með það í huga hvor fylkingin er að fara að „vinna" á næsta ári. Stúdentapólitíkin á ekki að snúast um það hver fær heiðurinn af því sem vel er gert. Þess vegna er auðvitað eina vitið að hafa einstaklingskosningar. EITTHVAÐ AÐ LOKUM? Nei, það er ekkert að lokum flokkakerfisins í íslenskri stúdentapólitík. Við viljum þakka þeim sem gefið hafa vinnu sína í þágu stúdenta og biðjum þá að horfast í augu við nýja tíma með okkur. 1. SÆTITIL HÁSKÓLARÁÐS BRAGI DÓR HAFÞÓRSSON ER 29 ÁRA LAGANEMI. HELSTU HUGÐAREFNI HANS ERU FJÖLSKYLDA OG MENNTAMÁL OG SAMSPILIÐ ÞAR Á MILLI. AUK ÞESS ER HANN SÉRSTAKLEGA ÁHUGASAMUR UM AÐ FÁ SÆTÍ í HÁSKÓLARÁÐI. HANN VAR í VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS, AUK ÞESS SEM HANN HEFUR LÆRT LEIKLIST í KANADA. HANN HEFUR ÞÁ UNDARLEGU ÁRÁTTU AÐ GETA VARLA HORFT Á KVIKMYND ÁN ÞESS AÐ FLETTA IÐULEGA UPP Á IMDB í HVAÐA MYNDUM ÁKVEÐNIR LEIKARAR HAFA LEIKIÐ. EN HVAÐ ER ÞETTA HÁSKÓLARÁÐ NÁKVÆMLEGA? Háskólaráð er í raun framkvæmdavald Háskólans. Þangað leita deildir skólans með málefni sem upp koma á deildarfundum og þarna eru ákvarðanir teknar í framhaldi af því. Háskólaráð getur einnig komið sér upp undirstofnunum en það sem skiptir mestu er að Háskólaráð tekur ákvarðanir en mótar ekki stefnu. Þetta er oft síðasti möguleiki nemenda til að koma með tillögur og ábendingar. ER EITTHVAÐ SEM ÞÚ KEMUR TIL MEÐ AÐ BERJAST FYRIR EF ÞÚ KEMST i RÁÐIÐ? Já, að óháð fylkingum verði fulltrúar nemenda háværari, hávær rödd sem lætur i sér heyra. Háskólinn þarf að hlusta á stúdenta og Háskólaráð er besti vettvangurinn til þess. Stjórn Háskólans má ekki sýna okkur stúdentum þá óvirðingu að virða ekki skoðanir okkar. Báðir aðilar verða að hlusta því Háskólinn er fyrir alla stúdenta, óháð fylkingum, pólitík eða námi - allir hafa einhverja sameiginlega hagsmuni. Þá situr fulltrúi nemenda í ráðinu einnig í Stúdentaráði og getur þannig verið ákveðin brú á milli Stúdentaráðs og Háskólaráðs. Með öflugan aðila sem hlustar á alla en ekki bara fylkingarbræður og systur sínar ert þú að tryggja að rödd þín fái sterkan og háværan hljóm innan um valdaaðila Háskólans. BREYTT FYRIRKOMULAG KOSNINGA: Háskólalistinn vill vinna að brey tingum á f yrirkomulagi kosninga til Stúdentáráðs Háskóla íslands, Háskólaráðs og Háskólafundar, með það að markmiði að auka frelsi og möguleika til að bjóða fram krafta sína til að starfa í þágu samstúdenta. Einstaklingar eiga að geta boðið sig fram til Stúdentaráðs án þess að hengja sig við pólitísk öfl. STÚDENTARÁÐ ER MÁLSVARI HAGSMUNAHÓPS: Landsmálapólitík kemur Stúdentaráði ekki við. Háskölalistinn er framboð einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna hagsmunum stúdenta gagn, óháð öllum línum í landsmálapólitík. JAFNRÉTTI TIL NÁMS: Háskóli íslands er menntastofnun allra Landsmanna og á að standa öllum opinn. Háskólalistinn hafnar alfarið skólagjöldum og fj öldatakmörkunum. FORMANNSEFNI FRAMBOÐA KYNNT: Háskölalistinn mun fyrir kosningar kynna fulltrúa sinn til formennsku I Stúdentaráði. Það hlýtur að vera krafa stúdenta við Háskóla íslands að hafa fyrirfram vitneskju um hver komi til með að vera þeirra helsti talsmaður á komandi kjörtlmabili. ÞJÓNUSTA VIÐ STÚDENTA: Háskólalistinn leggur áherslu á að skrifstofa Stúdentaráðs sé vel mönnuð hæfu fólki til að þjónusta stúdenta sem best. Því leggur listinn áherslu á að áfram verði staðið á faglegan hátt að ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs. FJÖLSKYLDUVÆNN HÁSKÓLI: Stór hluti háskölanema á börn. Þau eru háskólanemar framtíðarinnar og því mikilvægt að búa þeim og foreldrum þeirra sem þestar aðstæður á meðan þau stunda hér nám, enda á Háskólinn auðvitað að vera ein stór fjölskylda! SANNGJÖRN NÁMSLÁN: Stór hluti nemenda er á námslánum og ætti án þeirra ekki kost á að stunda nám sitt. Jákvæðar breytingar urðu á málefnum Lánasjóðsins I vor en enn er mikið verk óunnið. Námslánin eru enn of lág, fjölmargir háskólastúdentar myndu kjósa að vinna mun minna með námi en þeir gera, en hafa hreinlega ekki efni á því. Þetta kemur niður á náminu og getur jafnvel gengisfellt það. Þá vill Háskólalistinn að Stúdentaráð beiti sér fyrir þvl að endurgreiðslubyrði námslána verði frádráttarbær frá skatti. SKEMMTILEGRA HÁSKÓLASAMFÉLAG: Efla þarf samvinnu milli Stúdentaráðs, nemendafélaga og annarra félaga innan HáskóLans, til að auka fjölbreytni og menningu innan skólans. Skemmtunin verður líka mun skemmtilegri ef hún er ekki á vegum stjórnmálaafls sem þú færð samviskubit yfir að sníkja veitingar hjá án þess að kjósa. Að lokum leggur Háskólalistinn það til að einstaklingskosningar verði teknar upp.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.