Stúdentablaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 14
STAlll Tl» HLI»
HASIíéLAHEAiA
í PALESTIHH
BIRZEIT-HÁSKÓLI ER NÆRRI BORGINNI RAMALLAH
Á VESTURBAKKANUM í PALESTÍNU. SKÓLINN VAR
STOFNAÐUR SEM GRUNNSKÓLI ÁRIÐ 1924 EN VARÐ MEÐ
TÍMANUM „COLLEGE". ÞAÐ ER AÐ SEGJA SKÓLI SEM
BAUÐ NÁM Á MENNTASKÓLASTIGI, AUK NOKKURRA ÁFANGA
Á HÁSKÓLASTIGI. í SEX DAGA STRÍÐINU ÁRIÐ 1967
VORU SVÆÐI PALESTÍNUMANNA HERNUMIN, ÞAR Á MEÐAL
VESTURBAKKINN ÞAR SEM BIRZEIT-HÁSKÓLI ER. í KJÖLFAR
HERNÁMSINS VORU SETTAR HÖMLUR Á FERÐAFRELSI
PALESTÍNUMANNA, SEM OFT KOMU í VEG FYRIR AÐ ÞEIR
GÆTU SÓTT HÁSKÓLAMENNTUN TIL ANNARRA LANDA, EINS OG
ÞEIR HÖFÐU ÁÐUR GERT. ÞVÍ FÓR BIRZEIT AÐ BJÓÐA UPP
Á HÁSKÓLANÁM TIL BA- OG BS-GRÁÐU ÁRIÐ 1972, FYRSTUR
PALESTÍNSKRA HÁSKÓLA. NÚNA BÝÐUR SKÓLINN UPP Á
GRUNN- OG FRAMHALDSNÁM í ÝMSUM GREINUM OG ERU 6.600
NEMENDUR OG 700 STARFSMENN VIÐ HÁSKÓLANN.
Palestínsk stúlka á leið í skólann. Mynd Naseer Ishtaieh
Saga Birzeit hefur verið viðburðaríkari
en saga margra háskóla. Strax árið 1973
lokaði ísraelski herinn háskólasvæðinu
í hálfan mánuð. Þetta var sú fyrsta af
15 lokunum, sú síðasta stóð í 51 mánuð
- frá janúar 1988 til apríl 1992. Á þeim
árum stóð yfir fyrsta Intifada, uppreisn
Palestínumanna gegn hemámi ísraelshers,
en meðan á henni stóð lokuðu ísraelsk
stjómvöld öllum háskólum og flestum
grunn-, mennta- og leikskólum í Palestínu.
Á meðan skólum var lokað vom haldnar
leynilegar kennslustundir og fyrirlestrar,
í íbúðarhúsum eða samkomuhúsum.
Nemendur vom handteknir fyrir að
sækja þessar kennslustimdir og stundum
fyrir það eitt að vera með bækur í fómm
sínum.
TÍMK álÁSIK A
IftEUklTAFéLK
Með Oslóar-samkomulaginu árin 1993 og
1995 var bundinn endir á fyrstu Intifada-
uppreisnina. Með samkomulaginu 1993
viðurkenndi PLO tilvemrétt ísraelsríkis,
sem á móti viðurkenndi PLO sem
lögmætan fulltrúa Palestínumanna. í
samkomulaginu 1995 var kveðið á um
að ísraelsher hyrfi frá Vesturbakkanum
og palestínskar lögreglusveitir tækju við
stjóm þar. Árið 2002 réðust þó ísraelskar
hersveitir aftur inn á sjálfstjómarsvæði
Palestínumanna.
Birzeit-háskóla hefur ekki verið lokað
síðan 1992. Frá því önnur Intifada
hófst í september árið 2000 hafa árásir
á menntastofnanir, nemendur og
starfsfólk verið tíðar
og haft veruleg
áhrif á möguleika
Palestínumanna
til menntunar.
Israelski herinn
hefur lokað að minnsta kosti tveimur
palestínskum háskólum og tíu skólum.
Áhrif útgöngubanna, vegartálma og
aðskilnaðarmúrsins em þó alvarlegri
- stúdentar frá Gaza fá oft ekki leyfi til
að ferðast til Vesturbakkans, þar sem
Birzeit-háskóli er. Þá var skólinn girtur
af með vegartálma í tvö og hálft ár
samfellt á ámnum 2000-2003, auk þess
sem reglulega em settir upp vegartálmar
á veginn að Birzeit-háskóla, þar sem
nemendur og starfsfólk skólans er krafið
um vegabréf og leitað á þeim. I allri
Palestínu var alls 1.289 skólum lokað
vegna umsátra eða útgöngubanna frá
september 2000 til apríl 2005.
STÍBENTftR FftNGELSiftlR
Árið 2004 fangelsuðu Israelsmenn báða
forseta nemendaráðs Birzeit-háskóla, sem
og fjóra af ellefu meðlimum stúdentaráðs.
Þá em tugir stúdenta í ísraelskum
fangelsum, margir án þess að hafa komið
fyrir dóm. Skólinn hefur nú hmndið
af stað baráttu fyrir rétti til
árlega í Edinborgarháskóla, hvatt verði til
stúdenta- og kennaraskipta milli skólanna
og að palestínskir námsmenn njóti sömu
réttinda við Edinborgarháskóla og skoskir
stúdentar. Þá heita skólamir því að styðja
hvor annan ef starfsemi þeirra er ógnað.
menntun nauðsynleg, bæði fyrir efnahag
Palestínu og fyrir alla samfélagsþróun.
Nútímaleg, lýðræðisleg Palestína, sem
Vesturlöndum er svo tamt að tala fyrir, er
jú aðeins möguleg með almennri menntun
þjóðarinnar.
menntunar (Right to Education Campaign)
sem hefur það að markmiði að skrá,
rannsaka og kynna erfiðleika menntunar
undir hemámi, leita eftir alþjóðlegri
samstöðu og samstarfi og beijast fyrir
rétti Palestínumanna til menntunar.
ftLGEK SftllSTftM
Á síðustu önn var greinarhöfundur
skiptinemi við Edinborgarháskóla. Við
skólann er starfrækt „Félag til stuðnings
Palestínu" (Palestinian Solidarity Soriety),
sem bar fram á skólafundi tillögu um
að Edinborgarhásköli yrði tvinnaður
saman við Birzeit-háskóla. Tvinnunin
felur meðal annars í sér að vika helguð
réttinum til menntunar verði haldin
Helstu rökin, sem sett vom
fyrir því að nauðsynlegt væri að styðja
baráttu Birzeit-háskóla með þvi að
tvinna hann við Edinborgarháskóla,
vom tvenns konar. Annars vegar var
vísað í ýmsa alþjóðlega sáttmála þar sem
menntun er talin til mannréttinda. Vísað
var I Mannréttindasáttmála Sameinuðu
þjóðanna, þar sem réttinum til menntunar
er Iýst sem grundvallarmannréttindum.
Einnig var vísað í fjórðu grein Genfar-
sáttmálans um mannréttindi, þar sem
kveðið er á um að hemámsvaldi sé skylt
að tryggja réttindi hinna hernumdu, þar
með talinn rétt þeirra til menntunar.
Hin rökin em samfélagsleg - að árásir
á menntun grafi undan palestínsku
samfélagi I heild sinni, enda er almenn
Palestínufélagið notaði vikuna fyrir
skólafundinn til að kynna aðstæður
nemenda við Birzeit-háskóla með því
að dreifa miðum, halda fund og sýna
heimildarmyndir. Á skólafundi var
tillagan svo samþykkt, eftir miklar og oft
heiftúðlegar umræður.
Mér þótti mikið til þess koma að
háskólanemar skyldu sýna í verki stuðning
við baráttu fyrir réttinum til menntunar.
Umræðumar um tvinnunina vom ekki
síður hressandi, enda um málefni sem
fólki fannst greinilega skipta máli. Ég fór
síðast á skólafund í menntaskóla. ■
Kári Gylfason
TTÍFALBá MKF FJÍLBá STBBEIITáÍBBBá
Félagsstofnun stúdenta (FS) hefur
starfað frá 1968 sem þjónustufyrirtæki
fyrir stúdenta. Eitt af hlutverkum FS
er að bjóða stúdentum við Háskóla
íslands upp á hentugt og vel staðsett
húsnæði á sanngjömu verði. FS býður
nú upp á 635 leigueiningar og í þeim búa
um 1.000 manns. Haustið 2006 verða
stúdentaíbúðir við Lindargötu teknar í
notkun og fjölgar leigueiningum FS þá
í 731.
STÍBEftlTAÍBÉGIK
Í ftllftlft
Á undanförnum árum hefur töluverð
uppbygging átt sér stað á þeim
lóðum sem FS hefur til umráða á
háskólasvæðinu. Nú er svo komið að
það svæði sem stúdentum var úthlutað
er fullbyggt. Fyrir þremur árum var farið
að kanna aðra möguleika. Afraksturinn
var sá að FS keypti svokallaðan
Barónsreit við Lindargötu. Þar er nú
verið að byggja 96 einstaklingsíbúðir.
Ibúðirnar eru allar eins, en þær eru um
37 fm að stærð.
Leiga fyrir einstaklingsíbúðir af þessari
stærð er nú um 42.000 kr. á mánuði.
Innifalið í leigu er hiti, rafmagn og
nettenging. Stúdentagarðarnir við
Lindargötu verða fyrstu íbúðirnar sem
FS reisir utan háskólareitsins. Þetta
er því I fyrsta skipti sem FS hefur
þurft að greiða fyrir lóð undir garða.
Því má búast við að leiguverð þessara
íbúða verði um 10-20% hærra en
fyrir sambærilegar stúdentaíbúðir á
háskólareitnum. Hagræðið sem hlýst
af því að búa í miðbænum vegur þó
að einhverju leyti upp á móti þessari
kostnaðaraukningu.
Áhugi og spurn stúdenta eftir þessum
íbúðum hefur verið mikil. Ljóst er að
stúdentar hafa mikinn áhuga á að búa í
miðborginni. Fyrir því eru eflaust margar
ástæður. Stutt er að sækja þjónustu og
skemmtanalíf, auk þess sem auðveldara
er fyrir þá sem búa í miðbænum að
komast af án bíls.
Það má því með sanni segja að
þetta verkefni hafi gengið vel og má
sérstaklega þakka það samstarfi FS
og borgaryfirvalda. Þau hafa sýnt því
töluverðan áhuga að fá þennan hóp
í miðborgina, enda er það í samræmi
við þá stefnu að þétta byggð og búa til
borgarsamfélag.
Barónsreitur við Lindargötu þar sem rísa munu 96 stúdentaíbúðir.
BETIR Má EF ftlGA SKJLL
Svo sem áður sagði eru 600 manns á
biðlista á hverju hausti, eftir að úthlutun
hefur farið fram. Það er því augljóst að
fjölga þarf stúdentaíbúðum til muna.
Núna getur Félagsstofnun stúdenta
boðið um 8% námsmanna við Hl upp á
íbúðir og hefur stofnunin sett sér það
markmið að ná þessu hlutfalli upp í 15%.
Það þarf því að fjölga íbúðum í tæplega
1.600 til að ná því markmiði, miðað við
þá áætlun sem Háskólinn hefur sett sér
um fjölda nemenda árið 2007.
Félagsstofnun stúdenta er vel rekið og
traust fyrirtæki og nýtur þvl hagstæðra
lánakjara.
vantar eru byggingalóðir. Nú þegar
hefur FS lagt fram gögn í hugmynda-
samkeppni Reykjavíkurborgar um
skipulag Vatnsmýrarinnar, þar sem
óskað er eftir lóðum fyrir 600-700
íbúðir. Ég er þó þeirrar skoðunar að
við getum ekki beðið eftir því að
það leysist úr Vatnsmýrarmálinu.
Þolinmæði þeirra 600 stúdenta
sem eru á biðlistanum er sennilega
líka á þrotum. Það ætti þvl að
vera forgangsverkefni þessa árs að
Stúdentaráð, Félagsstofnun stúdenta
og borgaryfirvöld finni fleiri lóðir fyrir
stúdentagarða eða athugi möguleika
þess að kaupa fasteignir til að breyta í
stúdentagarða. ■
Spurnin eftir íbúðum er næg og
fjármagnið er fyrir hendi. Það eina sem Sigurður Om Hilmarsson
FJÖLDI HÁSKÓLANEMA
HEFUR TVÖFALDAST
SÍÐASTLIÐINN ÁRATUG
OG FRÁ ÁRINU 1998
HEFUR NEMENDUM VIÐ
HÍ FJÖLGAÐ UM 65%.
FJÖLDI STÚDENTAÍBÚÐA
HEFUR HINS VEGAR
EKKI FULLNÆGT
AUKINNI EFTIRSPURN,
EN UM 600 STÚDENTAR
ERU NÚ Á BIÐLISTA
EFTIR ÚTHLUTUN
Á HVERJU HAUSTI.
ÞAÐ ER ÞVÍ LJÓST
AÐ GRÍPA ÞARF TIL
AÐGERÐA.