Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 5
UR DAGBOK 5MALA5TÚLKUNNAR Verðlaunaritgerð II. eftir Auðbjörgu Albertsdóttur á Hafursstöðum Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín! Yndi vorsins undu, eg skal gæta þín. Stgr. Thorst. 1. FYRIR þrjátíu árum voru engar girðingar til fyrir fé um sauðburðinn. Þá rásaði það frjálst ferða sinna um haglendið. Flestar ær tolldu í heima- högum um burðinn, en þeirra þurfti að gæta vel. Smalarnir gengu þá til ánna og héldu þeim saman eins og hægt var. Gömul forystuær Smalinn þarf að kunna skil á mörgu. Hann þarf að kynnast hjörðinni vel, þekkja hverja kind og athuga vandlega hætti hennar. Hann þarf að vita, hvar hver kind vill helzt halda sig i landar- eigninni um vortímann. Vanti eina ána, getur um það, að þeir geti beinlínis gert ráðstafanir til úrbóta fyrir opinbert fé, en á kostnað fjáreig- anda, ef fjáreigandi þrjózkast beint eða óbeint við að hlíta fyrirmælum forðagæzlumanns eða sveitarstjórnar eða jafnvel stekkur frá fé sínu og lætur það lönd og leið, eins og dæmi eru til. Þarf sýslumaður að hafa greinilegt vald til að þröngva fóðri upp á fjáreiganda, kosta daglega gæzlu þess, að fyrirmælum sé hlýtt — og — þá er þetta dugir ekki — ráða mann til fjárgæzlunnar eða koma fénu í fóðrun — og jafnvel selja það — eða láta farga því, ef annars er ekki kostur. Ennfremur er brýn þörf á að breyta mjög öllum refsiákvæð- um. Brot gegn 71. gr. reglugerðarinnar, sem fjall- ar um mótþróa gegn ráðstöfun forðagæzlumanns eða hreppsnefndar eða stjórnar fóðurbirgðafélags, svo að af leiðir vanlíðan fjár eða jafnvel horfelli, varða 500—5000 króna sektum eða einföldu fang- elsi, allt að sex mánuðum. Fimm hundruð krónur eru hálft annað dilksverð og fimm þúsund aðeins andvirði einnar kýr, og hvort mundi horfellir, sem a sér ekki einu sinni þá afsökun, sem felst í beimskulegri bjartsýni og síðan neyð, ekki vera verður þyngri refsingar en ýmis þau afbrot, sem menn hljóta fyrir sex mánaða fangelsi? Þá virð- ast og brot trúnaðarmanna einungis varða 100 til 5000 króna sektum. En hvort mundu ekki hæfa meiri viðurlög, ef forðagæzlumaður eða sveitar- stjórn veldur því með vanrækslu eða misskilinni vorkunnsemi, að búandmaður pínir eða jafnvel fellir fjárstofn sinn? Loks þyrfti að vera það ákvæði í reglugerð um forðagæzlu, að ekki að- eins hreppsnefnd, hlutaðeigandi sýslumaður og Búnaðarfélag Islands, heldur líka Samband dýra- verndunarfélaga Islands fái skýrslur forðagæzlu- manna úr öllum sveitum og bæjum á landinu. Væri það veruleg trygging fyrir þvi, að forða- gæzlan væri rækt eins og skyldi. Dýraverndunarfélag Islands hefur unnið það þrekvirki að fá samin og samþykkt lög um fugla- friðun og ný lög um dýravernd og átt mikinn og góðan þátt í samningu ýmissa reglugerða, er að þessum málum lúta, og Samband dýraverndunar- félaga íslands verður að fá þannig breytt fyrir næsta haust reglugerðinni um forðagæzlu, að bætt sé úr þeim ágöllum, sem nú eru á henni. DÝRAVERNDARINN 37

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.