Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 12
heimtu og aukna útbreiðslu, og hafði hagur blaðs- ins batnað að mun. Samþykkti fundurinn þakk- læti til afgreiðslumanns og ritstjóra, og þeir þökk- uðu stjórninni gott samstarf. Valdemar Sörensen ræddi um slæman aðbúnað við gripaflutning og lýsti væntanlegum endurbót- um á útbúnaði í sláturhúsi Sláturfélags Suður- lands. Þakkaði Þorbjörn Jóhannesson Sörensen þann þátt, sem hann hefur átt í breytingum og umbótum í sláturhúsinu og lýsti ennfremur þakk- læti samtakanna til forstjóra Sláturfélagsins fyrir skilning hans á nauðsyn umbótanna. Valdemar Sörensen bar fram þá tillögu, að birtur yrði i Dýraverndaranum fyrir haustið útdráttur úr reglugerð um meðferð og flutning sláturfjár, og var sú tillaga samþykkt. Frú Unnur Skúladóttir benti á nauðsyn þess að koma á útvarpsþætti til kynningar á dýra- verndunarmálum. Upplýsti formaður, að Ófeigur læknir Ófeigsson hefði hreyft við sig nauðsyn slíks þáttar og lofað þar liðsinni. Valdemar Sör- ensen vakti máls á kynningu dýraverndunarmála í skólum landsins, og Marteinn Skaftfells og Guð- mundur Hagalín tóku í sama streng. Gottfred Bernhöft og Valdemar Sörensen ræddu báðir um nauðsyn þess, að Dýraverndarinn flytti upplýsingar um meðferð og fóðrun búrfugla og töldu hvoru tveggja mjög ábótavant. Sörensen sagði frá þvi til dæmis um hirðuleysi þeirra, sem ættu slíka fugla, að þá er hann hefði auglýst fund- inn páfagauk, hefðu þrjátíu manns gefið sig fram. Bernhöft bauðst til að útvega blaðinu leiðbeining- ar um hirðingu og fóðrun búrfugla og fræðandi greinar um þau efni. Þá gat Sörensen þess, að kjötsag væri kjörfæða þrasta að vetrarlagi. Rætt var um útbreiðslu Dýraverndarans og stofnun félagsdeilda í hinum ýmsu héruðum lands- ins, og var stjórn sambandsins hvött til aðgerða um þau mál. Loks var samþykkt þakklæti til þeirra Björns Björnssonar, fyrrverandi kaupmanns í Neskaup- stað, Osvalds Knudsens, málarameistara, og Magn- úsar Jóhannssonar, útvarpsvirkja, fyrir þá miklu kynningu, sem ljósmyndir þeirra og kvikmyndir af dýralífi og náttúru landsins hafa veitt fjölda manns, þar eð af þeirri kynningu hefur leitt auk- inn áhuga fyrir dýra- og náttúruvernd. I litlu þorpi á Vesturlandi, skeði sú stutta frá- saga, sem hér fer á eftir: Kona ein ætlaði að láta lóga nokkrum hænsn- um, þar á meðal hana. Tengdadóttir hennar, sem bjó í þessu sama þorpi, vildi gjarnan fá hanann og fékk hann. Svo er með hænsni sem aðrar skepnur, að þau hafa vit fyrir sig, þessi hani hefur ekki kunn- að við sig á nýja heimilinu og rólaði því yfir göt- una að næsta húsi, en þar hefur hann sennilega verið of fyrirferðamikill, ef hann hefur veifað vængjunum. Þarna skammt frá stóðu nokkrir menn og voru að tala saman; sjá þeir þá, að haninn kemur eigrandi eftir götunni illa útleik- inn. Yfir hann hafði verið hellt einhvers konar smurning eða lími, svo að hann gat ekki hreyft vængina og tók auðsjáanlega út kvalir. Einn þessara manna fór þá að tala um, að það væri fantaskapur að hrekkja fuglinn svona, og annar stakk upp á því að láta hann niður í volgt vatn til að lina þjáningarnar. En í þessum svif- um kom frúin út úr húsinu. Hún hóf upp sína raust og sagði: „Það er bezt að gefa honum inn eitur, hanaskömminni“. Það átti að lina kvalirnar — það átti sem sagt að brenna þennan hana utan og innan. Meinlaus hani, eða aðrar saklausar skepnur, ættu aldrei að þurfa að gjalda þess, þótt fólkið sé á svo lágu stigi að geta ekki lifað í friði, þar sem stutt er á milli húsa. Þeir, sem láta óvildina koma fram á skepnum, hafa lélegan hugsunar- hátt, og ekki skyldi mig undra, þótt skyggnir menn sæu sitt af hverju i fylgd með slíku fólki. H. Ath. Ritstjórinn þakkar þeim, sem sent hefur þessa frásögn, en ekki vill hann láta hjá líða að minna á það, að skylt er að kæra slík níðingsverk sem það, er þarna er frá greint, því að sannar- lega eru þeir, sem þau fremja, fágæt óhræsi og verðir refsingar að guðs og manna lögum. 44 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.