Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 14
Þad var í fyrpa Úti var lemjandi landsynningsrigning, ein þessi ofsalegasta, sem komið getur um sumarmál. Ég heyri á tal bræðra minna frammi í eldhúsinu: „Nei, sjáðu núna! Enn gerir sá gamli áhlaup, og hún rýkur með ofsa að honum“. Um hvað skyldu þeir vera að tala? Mér heyr- ist á raddhreimnum, að þeir séu að fylgjast með æsandi atburði. Þeir eru að koma inn frá gegn- ingum til hádegisverðar. Ég vil gjarnan komast í félag við þá. Svo geng ég þá fram til þeirra. „Hvað er um að vera hjá ykkur?“ spyr ég. „Líttu út um norðurgluggann", segja þeir ein- um rómi. Ég læt að orðum þeirra, en gríp ekki strax hvað ég á að sjá. „Þarna hefur hún setið í allan morgun. Krummi gamli komst einu sinni að þeirri dauðu og reif af henni fjaðraskúf, sem fauk vestur á Tjörn“. Nú skil ég, hvað drengirnir eru að ræða. Á vestri bakka Nyrðri-Hausapollsins situr álft og teygir úr hálsinum. Við bakkann er hvít þúst. Þar er sýnilega maki hennar dauður. En yfir engjunum flögrar krummi gamli og bíður færis. Það væri honum ekki ónýtur fengur að komast í dauðu álftina. Sennilega er hann ekki of saddur, og svo er hann trúlega að safna í hreiðrið sitt einmitt núna, og þar væri álftafiður notandi. En svanurinn, sem eftir lifir og hefur tekið sér stöðu á bakkanum, er sýnilega ráðinn í að halda þarna heiðursvörð um fallinn elskhuga sinn. Allan daginn var lemjandi rok og ausandi rign- ing. En álftin vék ekki af verðinum. Það var eins hljóp heim að hliði, stökk yfir það og kom hneggj- andi heim á hlað. Það var eins og hann væri að kæra þennan gamla og heimaríka hest, var rétt eins og hann vildi segja: „Hvernig á ég að geta verið hér, ef þessi gamli fauskur hagar sér svona?“ Þegar þeir kynntust betur, batnaði samkomu- lagið á milli þeirra. H. S. tíu ára. og henni væri svölun að þvi að láta rigninguna dynja á brjósti sínu. Þess á milli sat hún kyrr og drúpti höfði. Ég undraðist það, sem ég var sjón- arvottur að. Dagurinn leið. Ulviðrið hélzt, en alltaf sat álftin á bakkanum. Hvergi var aðra svani að sjá. Þeir höfðu verið komnir fyrir nokkru, þessir tveir, höfðu komið um leið og leysingin hafði eytt ísnum af Pollinum. Hvað skyldi hafa orðið öðrum þeirra að aldurtila? Ég vissi ekki til, að nokkur maður hefði áreitt þá. Seint um kvöldið kom ég út. Það var nærri al- dimmt, og enn hélzt rigningin. Storminn var held- ur að lægja. Þá bárust að eyrum mínum tónar, sem voru svo þrungnir bitrum trega, að ég hlaut að hlusta. Þeir bárust handan yfir ána frá svan- inum, sem sat þar yfir látnum vini. Engin orð fá lýst þessu kvaki, enginn snillingur tjáð dýpri sorg í tónum. Ég gat ekki varizt klökkva. Hvílíkt undradjúp harms og örvæntingar! Ég starði út í sortann. En hvað nóttin var dimm. Og regnið streymdi látlaust úr loftinu. Langt yrði syrgj- andi að bíða hins bjarta dags. Illviðrisdagarnir urðu þrír í röð. Og álftin sat enn é bakkanum. Hún var nú að vísu farin að víkja sér frá öðru hverju, svalt ekki lengur heilu hungri. Krummi var hættur að vitja um þessa sýndu veiði, enda bar nú minna og minna á þúst- inni við bakkann með hverjum degi sem leið. Tíminn leið. Bjartari og betri dagar komu. Fleiri álftir vitjuðu afdalsins. En álftin við Hausa- pollinn gaf sig ekki að þeim. Ég var orðin sann- færð um, að hér hefði ég kynnzt hinni hreinu ást, sem aldrei dofnar. Og enn liðu dagar. Þá veitti ég því athygli, að stök álft úr nýkomna hópnum tók að nálgast Hausapollana. Ég vildi alls ekki sjá þetta í fyrstu, en svo gat ég þá ekki lokað augunum fyrir hinum hógværi samdrætti. Allt fór hér fram í meiri kyrr- þey en títt er hjá álftum, en þær láta oft mikinn í áköfum ástarbríma. Dag eftir dag vitjaði að- komusvanurinn hinnar syrgjandi álftar, nálgaðist hljóðlátur og hvarf aftur til sinna fyrri félaga, eftir að hafa synt með álftinni, sem fyrir var, fram 46 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.