Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 11
t Aðalfundur Dýraverndunarfélags Islands Slofnun Dýraverndunarfélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Dýraverndunarfélags Islands var settur í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 25. janúar s.l. Stóð hann lengi, og loks var honum frestað til þess að unnt væri að ganga formlega frá skipt- ingu eigna félagsins milli Sambands dýravernd- unarfélaga Islands og væntanlegs Dýravernd- unarfélags Reykjavíkur. Var framhaldsaðalfund- ur síðan haldinn 20. april á sama fundarstað — og var hann um leið stofnfundur hins nýja félags. Formaður Dýraverndunarfélags Islands, Þor- björn kaupmaður Jóhannesson, flutti skýrslu um starfsemi stjórnarinnar. Hafði félagið haft marg- vísleg umsvif með höndum, og má þar nefna: 1. Afskipti af setningu reglugerðar um út- flutning hrossa og baráttu gegn sífelldri viðleitni til spillingar gömlum og góðum lögum um út- flutning á íslenzkum hestum. Er það mál lesend- um Dýraverndarans kunnugt af greinum í blaðinu. 2. Hlutdeild í samningu reglugerðar um með- ferð og flutning búfjár. Verður útdráttur úr þeirri reglugerð birt í næsta tölublaði. 3. Birting áskorana um að sinnt væri sam- þykktum Búnaðarþings um að ekki skyldi brennd sina á vorin, eftir að kominn væri maímánuður, og tilstuðlun þess, að stjórn Stéttarfélags bænda birti sams konar áskorun. 4. Birting tilkynninga um friðunar- og veiði- tíma fugla. 5. Tilkynningar um forðagæzlu og reglur um flutning búfjár. 6. Ihlutun um meðferð búfjár í Herdísarvik. 7. Málaleitun til bæjarstjórans í Vestmanna- eyjum um að hann sæi um, að hvalir þeir, sem kvíaðir höfðu verið í Vestmannaeyjahöfn og lifðu af blóðbað það, sem varð fyrstu tvo dagana, eftir að hvalirnir voru flæmdir í höfnina, yrðu reknir ut úr henni. Bæjarstjórinn brást vel við og sagðist ®undu framfylgja málaleitun félagsins. Ennfrem- ur kvaðst hann vilja gangast fyrir því, að bannað yrði að reka hvali í höfnina. 8. Sinnt var eins og venjulega kærum og kvörtunum, sem bárust stjórn félagsins út af illri eða miður góðri meðferð dýra, málavextir athug- aðir og leitað úrbóta. 9. Stofnun Sambands íslenzkra Dýraverndun- arfélaga, sem ýtarlega hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. 10. Útgáfa Dýraverndarans og samstarf við ritstjóra hans um helztu mál, sem nauðsyn bar til að tekin væru til umræðu í blaðinu. I skýrslunni var þess getið, að Bandaríkjamað- urinn Mark Watson, sem var hér á ferð til að afla sér íslenzkra hunda, hefði gefið félaginu nokkur eintök af bók sinni The Icelandic Dog og auk þess 50 dollara, sem verja skal til að hlúa að flækings- hundum og freista að koma þeim til skila. Lesnir voru reikningar félagsins og sjóða þess og reikningar Dýraverndarans, og voru þeir allir samþykktir, enda höfðu endurskoðendur ekkert við þá að athuga. Fyrir lágu tillögur stjórnarinnar um skiptingu sjóða Dýraverndunarfélags Islands milli Sambands dýraverndunarfélaga íslands og hins væntanlega Dýraverndunarfélags Reykja- víkur, og voru þær tillögur samþykktar. Ennfrem- ur var samþykkt formlega að afhenda samband- inu Dýraverndarann, enda annaðist það útgáfu hans. Þá var borin upp tillaga um stofnun Dýra- verndunarfélags Reykjavikur, sem yrði deild í sambandinu, og hlaut hún einróma samþykki. Síð- an voru samþykkt lög fyrir það félag og kosin stjórn þess, varastjórn og endurskoðendur. Þessir hlutu kosningu: Formaður Marteinn Skaftfells kennari, ritari Hilmar Foss skjalaþýðandi og dómtúlkur, gjald- keri Valdemar Sörensen garðyrkjumaður — og meðstjórnendur þau Gottfred Bernhöft stórkaup- maður og frú Viktoría Blöndal. Endurskoðendur Jón Gunnlaugsson stjórnarráðsfulltrúa og Þórður Jónsson brunavörður, en til vara Björn Gunn- laugsson kaupmaður og Skúli Sveinsson lögreglu- þjónn. Reikningar Dýraverndarans sýndu betri inn- dýraverndarinn 43

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.