Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Page 3

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Page 3
Tillögur Helga Valtýssonar Sá maður, sem hefur sýnt mestan áhuga á við- haldi og framtíð hreindýrastofnsins íslenzka, er Helgi rithöfundur Valtýsson. Hann hefur kynnt sér mjög vel hætti dýranna og lífsskilyrði, bæði af eigin athugun og með því að hafa mjög náið samband við þá menn í Noregi og Svíþjóð, sem þekkja þar bezt til hreindýra og hreindýraræktar, og auk þess sem hann hefur með ágætri bók um hreindýrin íslenzku vakið á þeim áhuga, hefur hann með ýtarlegum blaðagreinum, viðtölum við áhrifamenn og bréfaskriftum til slíkra manna reynzt óþreytandi um að vinna að þeirri skipan hreindýramálanna, sem hann telur geta verið hvort tveggja í senn: sæmandi og hagkvæma. Hann heldur því eindregið fram, að eina skyn- samlega úrræðið í þessum málum sé að temja hreindýrin það mikið, að þau verði smölunarhæf líkt og fé, sem gengur sumarlangt á afréttum. Og engum mundi dyljast, að sé þetta raunveru- lega framkvæmanlegt, án lítt yfirstíganlegs kostn- aðar, hefur Helgi ómótmælanlega rétt fyrir sér. Ef unnt væri að smala meginhluta hjarðarinnar á einn stað, væri allt það tryggt, sem nú skal talið: 1. Að fargað sé nákvæmlega jafnmörgum dýrum og nauðsyn krefur til að koma í veg fyrir offjölgun. 2. Að ekki sé lógað öðrum og yngri dýrum en æskilegt þykir að lóga. 3. Að dýrunum sé lógað af hæfum mönnum með virkum skotvopnum og á mannsæmandi hátt. 4. Að nýting afurðanna sé skynsamleg og hag- kvæm og þjóðin hafi þau not af hreindýrastofn- inum, sem æskileg eru. Raunhæfni tillagnanna Sterkustu rökin gegn tillögum umbótamanna hafa alltaf verið og eru þau, að þær séu ekki framkvæmanlegar, séu draumórar, eða að minnsta kosti svo kostnaðarsamar, að það geri þær óraun- hæfar. Helgi lítur svo á, að dýrin yrðu gerð á tveimur til þremur misserum álíka smölunarhæf og annar fénaður — með því að fylgjast daglega með hjörðinni frá því að kýrnar bera, sem er hér á landi í maimánuði, og síðan eitthvað fram eftir sumrinu. Svo aftur að haustinu, um fengitímann, og loks í krafstri að vetrinum, og væri þá stuggað þannig við dýrunum, að þeim væri haldið til haga í samræmi við tíðarfar, veðurátt og snjóalög. Þessa skoðun sína byggir Helgi á áliti og um- sögnum þeirra manna í Noregi og Svíþjóð, sem eru nákunnugastir hreindýrum, háttum þeirra og eðli, og ennfremur á umsögnum sumra þeirra manna á Austurlandi, sem hafa haft nánust kynni af hreindýrum hér á landi. Hafa þeir tjáð honum, að þegar hópar hafa haldið sig í heimalöndum, hafi dýrin fljótlega vanizt manninum og jafnvel reynzt unnt að stugga þeim til í högum, án þess að þau rykju út í buskann. Það mundi öllum ljóst, að tamningu hreindýr- anna mundu ekki aðrir geta annazt en vanir og verulega vel hæfir Lappar. Fyrir tíu árum hafði Helgi Valtýsson á hendi tilboð frá tveimur slík- um mönnum um að þeir tækju að sér gæzlu hrein- dýrahjarðarinnar íslenzku. Annar þeirra annast nú fyrir Dani hreindýr þau, sem þeir fluttu til Grænlands, en enn mundi þess kostur að fá slíka menn hingað til lands, ef eftir þvi væri leitað af alvöru með tilstilli velviljaðra manna í hreindýrá- löndunum norrænu. En þá er kostnaðarhliðin. Gerum ráð fyrir, að Lapparnir þyrftu að vera þrír, svo mörg sem hreindýrin eru orðin nú, og segjum, að laun þeirra næmu ekki lægri upphæð samtals en tvö hundruð þúsund krónum á ári. Talið er, að ekki verði kom- ið í veg fyrir offjölgun, ef færri dýrum er lógað í haust en sex hundruðum, en gerum ráð fyrir, að hreindýrunum megi fjölga það mikið, að sjö hundruð séu skotin á hverju hausti. Þar sem svo til eingöngu er fargað gömlum törfum, mundi mega ætla, að sjö hundruð dýr skiluðu 70.000 kg af kjöti, með þeim þroska sem hreindýr hljóta hér á landi. Nú er vitað, að feldirnir af íslenzkum hreindýrum eru verðmeiri en feldir slíkra dýra í öðrum löndum, og er það fyrir þær sakir, að hér er ekki annar bitvargur en mýflugur, sem ekki skemma skinnin. Frændþjóðum okkar hefur tek- izt að selja hreindýrahorn allháu verði sem smíða- efni, og ekki mundi hreindýrafeitin einskis virði. Mundi ekki fjærri sanni það, sem Helgi Valtýsson hefur haldið fram, að hreindýrahjörðin íslenzka geti árlega skilað um það bil einni millj. kr. í verð- mætum, ef aðstaða væri til að slátra dýrunum þannig, að unnt væri að fara vel og hreinlega DÝRAVERNDARINN 51

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.