Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 9
Nílhesturinn Nykrar og nílhestar. Hér áður á árum könnuðust allir, ungir og gaml- ir, við nykurinn, sem átti að lifa í ýmsum vötnum hér á landi, en geta jafnframt gengið á land. Hann var svo líkur gráum hesti, að því er þjóðtrúin hermdi, að menn gátu villzt á honum, lagt við hann beizli og sezt á bak. Gat gengið vel að ríða honum, ef menn gættu þess að nota ekkert orð, hvorki upp- hátt né í hljóði, sem byrjaði á n. En ef menn sögðu til dæmis: „Nú bar vel í veiði að ná í þennan hest,“ — þá þreif nykurinn eða nennirinn — eins og hann hét öðru nafni — sprettinn og þaut með manninn, sem á baki var, út í vatnið og steypti sér þar á kaf. Nú kann að vera, að yngsta fólkið — og þá einkum í bæjunum — kannist ekki við þessa þjóðtrú, hafi ekki einu sinni heyrt nykur nefndan. í Noregi er nykurinn — nökken — líka vatnabúi, en hann er þar í mannslíki og leikur á hljóðfæri og jafnvel syngur — og reynir á þann hátt að lokka fólk í fossa og vötn, — og í þessari merkingu kemur nykur fyrir í sumum ljóðum í íslenzku máli. En það er hinn raunverulegi vatnahestur eða nílhestur, sem hér mun frá sagt. Til eru af honum tvær tegundir, báðar í Afríku og báðar stórar, en þó önnur kölluð dvergnílhestur. Ferlíkið. Nílhesturinn er talinn vera skyldur svíninu langt fram í ættir, og eru það aðallega tennurnar og tærn- ar, sem til þess benda. Hann hefur geipistórar víg- tennur, hálfhringlaga, og eru þessar tennur bæði hversu bezt megi nota landið til mestra gæða fyrir sem flest fólk. Verndun náttúrunnar er þar veiga- tnikið atriði. Undir henni er líka komin andleg og h'kamleg velferð mannsbarna framtíðarinnar. Það er greinilega þýðingarmikið, að við björgum þeim tegundum, sem ennþá búa með okkur, annars kunna barnabarna-börn okkar að spyrja: „Hvað var villi- dýr?“ í efri- og neðriskolti og fleiri en ein í hvorum. í neðri skoltinum vísa þær mikið út og geta orðið 70 cm langar. Þær í efriskoltinum eru styttri og lóð- réttari, en vísa þó út á við á sumum nilhestum og geta verið það langar, að þær standi út úr hvoft- inum. Tennur nílhestanna eru notaðar eins og fíla- bein og eru enn verðmætari, því að beinið í þeim er sléttara, harðara og fíngerðara. Þá hefur og níl- hesturinn fjórar tær á hverjum fæti eins og svínið, og húðin er hárlaus, nema hvað snoð er á bakinu á lionum, — og auk þess hefur hann stutta og stífa karnpa. Skrokkurinn er afarklumpslegur, hálsinn stuttur og gildur og hausinn mjög stór og næstum íerhyrndur, og fer í rauninni minna fyrir hauskúp- unni og heilabúinu en kjálkum og snoppu. Húðin er geysiþykk og er koparrauð sums staðar, en ann- ars staðar gráblá. Þegar hann hefur verið lengi á þurru landi og húðin er orðin þurr, sveitist hann rauðum vökva, og liafa menn haldið, að hann sveitt- ist blóði, háræðarnar spryngju af þurrkinum, en þetta mun ekki rétt. Karldýrin geta orðið 4 metra löng og hálfur ann- ar metri á hæð, og rófan er 45 cm löng, og er það eitt af því sérkennilega, að þegar dýrið hefur hægð- ir, sveiflar það rófunni í hálfhring í sífellu og þyrl- ar mykjunni út frá sér í allar áttir. Er hlegið dátt í dýragörðum, þegar fólk sér þessi risaskepnu hafa liægðir, því að það er eins og hún mali mykjuna með rófunni. Karldýrið verður 2500 kíló að þyngd, en liryssan er allmiklu minni og léttari. Heimkynni nílhestsins eru í Afríku, enda nafn hans clregið af ánni Níl, en í neðri hluta hennar hefur honum nú verið útrýmt. Hann er annars í flestum ám og vötnum Mið-Afríku, allt austan úr Kenýa og vestur í Senegal. Hann syndir mjög vel, og dæmi eru til þess, að hann hafi synt yfir sundið milli meginlandsins og Sansíbar, en það er 30 kíló- metra breitt — og mundi hann þá geta svamlað úr Reykjavík og upp á Akranes og langleiðina til baka. En hann fer einnig upp í fjöll og hefst við á há- sléttum, ef það dettur í hann, og hafa menn jafn- vel séð hann að vetrinum, þar sem svo hefur verið kalt, að vötn hafa verið ísuð. En húðin á honum er svo þykk, að hann þolir ekki aðeins vel hita, heldur líka kulda. Nílhesturinn heldur sig að deginum í vötnum og ám og etur þá vatnaplöntur, en stundum liggur hann í sólbaði á leirhólmum, þar sem hann verð- dýraverndarinn 41

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.