Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Page 16

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Page 16
Þessi mynd er lír ensku dýraverndunartimariti. Svona var aðkoman, þar sem lögreglan var kölluð til af nágrönnum htensnabóndans. Það þykir og við brenna hér á landi, að ekki sé farið vel með hœnsni. um hans. Hann hresstist smátt og smátt, og ekki leið á löngu, unz hann sagði: „Ég ætla ykkur nú ekki minna vit en að þið fyrir- komið þessum hanaskramba!" Auðvitað þurfti að gera það, sagði allt fullorðna fólkið, en ég grét. Ég gat ekki hugsað mér hlaðið Pótífars-laust. Það dróst að taka hann af lífi, hana- tetrið, en á miðri jólaföstu kom Hunda-Bjarna- hyskið, og nú fékk það gistingu. Ég sofnaði hjá arninum, en fólkið spurði þau Hunda-Bjarna og Stóru-Önnu frétta, og þau kunnu frá mörgu að segja, sem heimilisfólkinu þótti tíðindum sæta. Ég var háttaður og lagður í rúmið mitt, en þegar ég fór út í hænsnakofa morguninn eftir, var minn hrausti vinur, Pótífar, horfinn. Þau voru líka horf- in, Tatarahjónin, með barnahópinn, og ég þóttist vita, hvað orðið hefði af vini mínum. „Það var ekki annað hægt,“ sagði mamma. Ég svaraði ekki, en vxst er um það, mér þótti lítið til þess koma að líta inn til hænsnanna. Það var enginn þar, sem heilsaði mér jafnmyndarlega og hann Pótí hafði gert. DÝRAVERNDARINN Útgcfíindi: Samband dýravemdunarfélaga íslands. Ritstj.: Guðmundur Gíslason Hagalín, Silfurtúni, Garðalireppi. (Sími 50166. Pósthólf 1342). Afgreiðslu annast Unnur Haga- lín, og er heimili hennar og sími sama og ritstjórans. — Gjalddagi er 1. apríl. Vimxið að útbreiðslu Dýraverndasans. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F. 48 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.