Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 8
4
DÝRAVERNDARINN
hátt. AS eg ekki tali um lömbin, sem hrafninn og veiöibjallan
tekur jafnóöum og þau losna viö móöurina, á þeirn vorum,
sem hordauöinn vofir yfir sveitunum.
Aö koma aö lambánni i blóöböndunum og sjá varginn sitj-
andi fyrir aftan hana viö þaö aö kroppa í sig afkvæmiö, þaö
er hrygöarsjón.
Eöa tjóniö, bændur góöir, svo þaö sé tekið frá þeirri hliö-
inni, þaö er mörg þúsund króna fjársjóður, sem moldarflögin
geyma frá s. 1. vori og skila aldrei aftur. Eitthvaö heföi mátt
gera viö allar þær þúsundir, eg er sannfærður um þaö.
Og skömmin, landsmenn góöir, aö horfella, hún verður al-
drei afþvegin. Og hneysan, athugum þaö, aö hafa horfellis-
lög og þeim er ekki betur hlýtt eöa framfylgt en þetta. Aldrei
heyrist þaö að neinn sé kæröur fyrir eöa sektaöur, hvaö illa og
þrælslega sem hann fóörar búpening sinn. Skömmina og smán-
ina hylur hver meö öörum.
Yfirvöldin, eöa þeir sem laganna eiga aö gæta, eru svæfö
og gera ekki skyldu sína hvað þetta snertir.
Fóöurskoöunar- eöa heyásetningsmenn feröast víst á vet-
urna víðast hvar um sveitirnar, til að líta eftir og „setja á“
hjá bændum, en hvaö gera þeir? Máske hitta þeir tvo, þrjá
bændur, sem þeir láta i ljósi viö, að muni hafa fullmikiö á hey-
forða sínum. Bændur aka sér og þykir hart aö farga af fén-
aði sínum, ef vel kynni aö vora — og þar við situr. En hvað
skeður svo ? Með vorinu verður fénaðurinn í voða — og fellur
svo úr hor. Nei — þaö verður aldrei að skaða hjá neinum
bónda, hversu fátækur sem hann er, þótt hann fargi ríflega
af bústofni sínum aö haustdeginum til, á móts viö þaö, að hor-
fella aö vorinu, þvi nú á þessum síðustu árum hefur ])aö engin
neyð verið fyrir bændur að selja fénað sinn á haustin, sem
betur fer, bara aö þeir kynnu aö nota þann markað — en
hættu aö láta moldarflögin á vorin verða hæstbjóðandi í grip-
ina sína.
Eg held ])ví fram, og hygg þaö sé rétt, að horfellislög-
unum sé ekki framfylgt af lögreglustjórunum eins og vera
ber, og ef svo væri, er þá ekki spurning, hvort ekki sé nær aö
afnema þau, heldur en að þau séu notuð sem annað ónýtt
pappírsgagn.
Aö eg held því fram, að talsvert af fénaði þeim, sem drapst
á s. 1. vori — hafi drepist úr hor, kemur til af því, að mér