Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 20

Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 20
i6 D Ý R AV ERNDARINN Sumir eru svo vitlausir aö þeir vita hreint og beint ekki til hvorrar handar á aS víkja, þó þeir mæti hesti eöa manni. * * * Stundum hafa menn orSiS þess áskynja i vetur, aS keyrslu- hafa stundum liaft sér þaö til gamans, aS láta hund í poka og hala hann svo upp og niSur um lúkugat, sem er á lofti brauSgerSarhússins. ÞaS getur veriS, aS hundinum hafi ekki beinlínis liSiS illa, þótt svona væri fariS meS hann, en hálf er þaS leiSinlegt tilsýndar og ber vott um ertnis-áreitni gagn- vart dýrum, setn er Ijótt, og ættu drengirnir aS hætta þess- um leiki * * * Tvær vírsvipur voru teknar nýlega af keyrslumönnum. Slík vopn ættu þeir ekki aS láta sjást í höndum sínum, þau eru svo dæmalaust ómannúSleg. Enda hefur veriS talsvert minna um þær nú en í fyrra, og er þaS vel fariS. NotiS aS eins hin réttu keyri. >1= * * ÞaS lítur út fyrir aS skepnunum í sveitinni muni geta liSiS betur á komandi vori heldur en á því síSastliSna, því þar sem maSur hefur frétt úr nærliggjandi sveitum, þá mun holda- far kvikfénaSar fremur gott og heybirgSir sæmilegar — ef ekki verSur þvi vor-harðara. Enda mega bændur ekki viS því aS missa eins grimmilega fénaS sinn eins og í fyrra. Slík vor ættu aS vera reynsluskóli fyrir alt bændaliS þessa lands. * * * FerSamenn ættu aS leggja niSur þann ljóta og leiSinlega siS, aS „hnýta aftaní“; þaS getur ekki kostað svo mikiS aS hafa „bogabönd", sem kemur mikiS léttara niSur á hestunum, aS eg ekki tali um þaS, hvaS þaS er skemtilegra fyrir ferSamenn- ina sjálfa. Um eitt skeiS voru taglhnýtingar talsvert farnar aS rninka, en nú virSist sá ó s ó m i fara vaxandi aftur. JÓH. ÖGM. ODDSSON. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands Prentsmiðjan Rún.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.