Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 12
8 D Ý R AV ERNDARINN Sú tegund rifla var lengi auglýst á eftir og þaö haft til meö- mæla, aö meö einum af þeirri tegund heföi svanurinn veriö skotinn á Reykjavíkur-tjörn. En nú eru allir svanir friðhelgir í öllum sveitum. Fugla- friöunarlög eru aö vísu einatt brotin í öllum löndum. Það er því við búið aö eþihver falli hér fyrir freistingunni, og aö einn og einn svanur falli fyrir skoti. Það er svo auövelt reiknings- dæmi þetta — fyrir mann, sem ekki kann að skammast sin fyrir að Ijrjóta lög —: brotið kostar 2 kr., ef það kemst upp, en svanurinn er 5 króna viröi. Þaö borgar sig aö skjóta, minsta kosti hinn fyrsta. Samt sem áður er góður fengur í friðunarlögunum. T a m d i r s v a 11 i r eru prýði margra borga í öðrum lönd- um. Engin jafnmikil og jafnódýr prýði fyrir höfuöstað íslands er hugsanleg í bráðina eins og tamdir svanir á Tjörninni. Þegar brúin er komin yfir tjörnina og tamdir svanir eru þar á sveimi, mun margur ungur og gamall staðnæmast á brúnni og skemta sér við að horfa á þá og gefa þeim. MÚSAMAMMA. Mýs þykja hvimleiðir gestir hvar sem þær koma. Þær eru nærgöngular við menn og jafnvel skepnur, og er því ekki að furða, þó að reynt sé aö gera þær rækar úr öllum mannahí- býluru. Þær naga alt, sem tönn festir á, og gera ekkert gagn, en oft talsverðan skaða. Öllum er því illa við þær. En við megum ekki gleyma því, að músin er dýr með tauga- kerfi og tilfinningu. Þaö er eðlilegt aö þeim sé fargað, en ómannúðlegt að kvelja þær meira en þörf er á. Músagildrur eiga að vera svo, að þær drepi á augabragði, og þær eru nú til af þeirri gerð. Kötturinn er víðast aöalvörn manna móti músa- gangi; en þaö er ljótur leikur aö horfa á, er köttur hefur náð mús og leikur sér að henni áður en hann tekur til matar síns. Þetta er nú eðli kattarins. Og líklega er það músinni eina liknin, aö hún verður brátt sljó og meðvitundarlítil í þeirri viðureign, svo að þaö er ekki víst að hún kveljist mikiö. Við ættum ekki að reynast ver en kötturinn, og þess mega ekki finnast dæmi að skepna sé kvalin í hefndarskyni. Ef þú þarft að lífláta skepnu eða kvikindi, þá hafðu alt af hugfast

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.