Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 13
DÝRAVERNDARINN 9 aö gera það svo fljótt og kvalalaust sem au'ðiö er. Það ætti að vera óþarfi að heimta meira en lífiö, óþarfi að heimta með því langa dauða-angist og nístandi sársauka. Hér segir frá æfilokum eins músaraumingjans. Hún hafði verið að staðaldri í búrinu og fengið margan góðan bita; oft sáust þess merki, að hún hafði fundið smérsköku og annað matvæla, sem góðri búkonu er sárt um. Gildruna þekti hún; hafði sjálf horft á hana falla á systur sínar og verða þeim að bana. Köttinn ljet hún heldur ekki narra sig. Hann mátti sitja svo lengi sem hann vildi við holuna hennar, og hann mátti hniþra sig svo grafkyr sem hann gat og gera sig eins og dauðan böggul eða blóðmörskepp. Hún varaðist að koma þar nærri; hún þekti allar hans veiðibrellur, því að hún var göm- ul og lífsreynd mús. Mennina hafði hún margsinnis komist í tæri við, og þótti vandalaust að sleppa þeim úr greipum. Iiún hafði oft stokkið yfir beran hálsinn á vinnukonunum, þegar þær sváfu, svo að þær vöknuðu við vondan draum, ráku upp angistarvein og hrópuðu um hjálp. En svo var það einu sinni að hún fann sig óheila, og bjó um sig vel í auða rúminu í baðstofunni. Þar var svo margt skran geymt og gott að fela sig. Þar eignaðist hún afkvæmi, ljót og viðbjóðsleg að okkar áliti, en falleg í hennar augum, og henni afar kær. Hún fóstraði þau með móðurást nokkra daga og þau voru ekki lengi að komast á legg. Hún var rétt komin að þvi að flytja allan hópinn; en þá kom maður, scm 1)aðst gistingar, og vinnukonurnar fóru að taka til í rúminu og bera í það rúmföt. Þá var friðurinn úti fyrir músamömmu og börnin hennar. Fjölskyldan lá þar í ullarskjóðu. Vinnukonan tók eftir að étið var gat á skjóðuna og þóttist veröa vör við líf þar inni fyrir; hún var handfljót að grípa fyrir gatið, kallaði á karlmann til hjálpr, því að hún var dauðhrædd óg þóttist reyndar sýna mesta hugrekki að þora að snerta á skjóðunni, vitandi að mús var í henni. J ó n s i gerði henni fúslega greiðann og þó meiri hefði verið ; tekur skjóðuna, fer með hana fram í eldhús og hellir sjóðandi vatni inn í músargatið á skjóðunni þangað til hann þóttist viss um, að ekkert líf leyndist lengur þar inni fyrir. Svo var skjóðan tæmd. Alt ungviðið var dautt, en líf var í músamömmu. Nokkr- ar vatnsgusur til úr katlinum gerðu það sem á vantaði.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.