Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 6
2 DÝRAVERNDARINN að opna gluggana til þess að láta út brauSmolana. Og ánægjan, sem þeir liafa aftur í staðinn að horfa á fuglana að snæðingnum, margborgar fyrirhöfnina og þessa fáu aura. Hér í Reykja- vík t. d. mundu smáfuglarnir þakka fyrir það, að. minsta kosti mundu smáfuglarnir, sem eg sá vera að vappa í kringum Safnahúsið og leita þar að björg, hafa þakkað fyrir það hefðu þeir getað. Víðast mun það og vera svo í sveitum, að hægt sé að gefa þeim annaðhvort í gluggatóftina eða annarstaðar, og væri vel að það gerðu sem flestir. Gleymið ekki fuglunum! Þeir eru fallegustu og skemtilegustu skepnurnar. Þeir hafa of oft skemt ykkur með söng sínum til þess að þeir verðskuldi það að þeim sé gleymt. P, Z. URÐARKÖTTUR Það þóttu ill tíðindi, þegar það kom upp úr kafinu að urðarköttur væri á sveimi kring um bæinn. Það kom hrollur í alla, þegar þeir heyrðu nafnið urðarköttur, ekki sist í börnin. Þau fundu það á sér, að urðarköttur var eitthvað hryllilegra og hrottalegra en köttur. Hvað var urðarköttur? Hvar halda þær skepnur til? Á hverju lifa þær? Eru urðar- kettir ekki miklu stærri en aðrir kettir og grimmari? Hver spurningin rak aðra. Og hinir og þessir af fullorðna fólkinu urðu til þess að svara, hver eftir sínu viti og þekkingu. Urðarköttur er útileguköttur — var ein skýringin. Hann heldur eiginlega hvergi til; hann forðast menn og manna- híbýli, skríður inn í urðir og felur sig þar; þvi heitir hann urðarköttur. Hann lifir af fuglum, þegar hann getur, en leitar til mannabústaða, þegar hungrið og kuldinn ætlar að gera út af við hann. En það er ekkert gaman að fá hann heim að bæj- um, því að hann er kænn að stela, úfinn í skapi og einhver grimmasta skepna, sem sögur fara af. Enginn maður leggur hönd á hann til að hengja hann, og fáurn hefur lánast aö skjóta hann. Það er sama þó að skotið hitti; það hrín ekki á

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.