Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 8
4 DÝRAVERNDARINN og hún vilcli, en alt af varö hún aS vera á veröi á næturnar, og á daginn svaf hún oft uppi í rúmi. Næsta haust var alger friöur fyrir músum, en þá byrjaöi ófriöur fyrir kisu. Fólkið gleymdi, hvaö þaö átti henni mikið og gott upp að unna; enginn vildi lofa henni aö sofa i rúminu sínu; enginn gaf henni af matnum sínum. Af því aö hún leyfði sér stundum aö taka sjálf lífsnauðsynjar sínar, þegar þær feng- ust ekki öðruvísi, var hún talin þjófur og óalandi. Búrinu var lokaö, baöstofuloftinu var lokað ; loks var baðstofunni lokaö — öllum náöardyrum lokað. Nú voru góö ráö dýr, undir veturinn. Nokkra daga hélt hún sig við bæinn, eöa fénaöarhúsin; en þar var hún líka lokuð úti, enda ekkert þar aö hafa, er stilt gæti sáran sult. Þá lagðist hún út, veiddi margan snjótitlinginn í vetrarhörkunum, og leitaði sér skjóls einhverstaöar og ein- hverstaöar á næturnar. Svona leið veturinn. Litli ketlingurinn gljáhæröi og góðlyndi var oröinn úfinn á hár og grimmur i slcapi; hann var orðinn útileguköttur, kom hvergi nærri bæjum, en hafðist viö á víöavangi um sumarið og oft í jarðholum og uröum. Hann var orðinn uröarköttur. Allir voru hræddir viö hann, og hann var hræddur við alla. Þegar vetraði aö næsta haust, neyddist kisa til aö leita aft.ur mannabygöa. Hún kom að bæ i sveitinni þar sem fjósið var langt frá bænum. Þar var lítill skjár opinn; ylinn lagði út á móti henni, og hana langaði til aö skríöa inn þegar í staö; en hún var tortryggin og þoröi ekki inn. Hún kom oft að skján- um áður en hún þorði aö ráðast inn. Loks áræddi hún það, skreið inn á sillu við skjáinn, hnipraöi sig þar og naut hlýunnar Þarna var hún nótt eftir nótt, án þess aö fjósakarlinn eða mjaltakonurnar yröu varar við hana, en á daginn fór hún út til að veiða. Hún sá á kveldin og morgnana við koluljósið, þó að dauft væri, hvernig mjólkin streymdi í föturnar og hún var borin burt, — öll burt. Hún mundi gömlu, góöu dagana. Þá þurfti ekki annað en að mjálma til að fá mjúka stroku um bakið og mjólk í undirbollann. Nú bjóst hún ekki við neinu góðu, hvorki við góðgerðum eða góöu atlæti. Þoröi ekki að mjálma, þorði ekki að gera vart við sig. Eitt kvöldið tók fjósamaðurinn tc^rfu úr moðbásnum og fór með hana upp á fjósið til að byrgja ljórann; honum þótti ekki nógu hlýtt í fjósinu. Þegar kisa heyrði til hans úti fyrir, ætlaöi hún að skjótast út, en varö of sein. Fjósamaöurinn sá hana og

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.