Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Blaðsíða 14
IO DÝRAVERNDARINN vor (harða voriö), svo kom eg sjálfur í réttina og sá lömbin; þá þótti mér þau svo lítil og mögur, aö eg kom mér ómögulega til aö færa þau frá, lét hleypa saman aftur og reka alt til fjalls. Svo fer eg aö hugsa um, hvaö fráfærur og þar af leiðandi ó- frelsi ánna væri ill og ómannúðleg meöferö á skepnunum, og hvað þaö væri smásálarlegt, aö láta þær líða fyrir smávægi- lega hagsmuni." Þetta er einn af embættismönnum lands vors, og jafnframt framúrskarandi duglegur og hygginn búmaður. Oröum hans fylgdi svo mikil alvara og svo innileg samúö, að eg varö hrifin og óskaöi í huganum. „Hamingjan gefi, að allir skepnueigendur hafi hugarfar þessa manns.“ En því miður er eg hrædd um ■að það sé fremur sjaldgæft. Varla heldur sá óflekkuðu mannoröi, sem svikur vini sína í trygðum. Tálslaus og trygg er vinátta hundsins, en oft er hon- um illa launaö. Ætli menn noti sér það, að hann er sáttfús og þagmælskur, því fær enginn mannoröshnekki hans vegna. Hrekkir og stríðni mælist illa fyrir einkum við friðsama og óáleitna. Ivisa er friösöm og óáleitin, sjaldan er samt tekið hart á þvi þótt hún sé áreitt. Heyrnar- og mállausir menn vekja samúð og hjálpfýsi flestra. Dýrin geta heldur elcki birt hugsanir sínar með orðum. Er þá betra að misbjóöa þeim? — alveg sama, hvorttveggja eru okkar „minstu bræður“ og systur. Meðferð búpenings hefur stórum batnað á seinustu áratugum. Aöalástæðan mun vera sú, að menn eru farnir að sjá, að það er efnalegt stórtjón að fara illa með þær skepnur, sem gefa af sér beinan arð, eru lífsbjörg heimila þeirra. Búhygni hefur aukist. Viökvæðið er oft þetta: „Eg sé að það borgar sig“. Oröið : borgar sig, má aö vísu taka í tvenskonar merkingu, en sú þrengri mun oftast notuð. Þetta getur verið spor í áttina, en eigi nóg. Sumir dýra- vinir krefjast ]>ess, að meðferð allra dýra batni. En þá verður kærleikurinn en ekki fjárhagslegir hagsmunir að ráða. Hugsunarhátturinn þarf að breytast. Dýraverndunarfélagið og málgagn þess vinnur að því. Þær undirtektir, sem Dýra- verndarinn hefur viða fengiö, er gott mark. Foreldrar og kennarar barna og unglinga ættu að vinna að því. Kærleikurinn, æösta og ódauðlega dygðin, þarf umfram alt að festa rætur í barnssálinni meðan hún er ung og lítt spilt.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.