Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1916, Qupperneq 7

Dýraverndarinn - 15.07.1916, Qupperneq 7
DÝRAYERNDARINN 55 aö reyna aö innræta hinum ungu þessi einföldu sannindi: h a r ö ý ö g i v i ö skepnur e r h á ö u n g o g t j ó n. Sumum góöum mönnum finst nærri því óþarfi aö brýna ]>etta fyrir fólki. Þeir segja sem svo, að þaö ætti enginn maöur aö hafa svo grimdarfult lijartalag eöa vera svo mikill níö- ingur, aö ráðast þar á garðinn, sem hann er lægstur, og mis- bjóða nokkurri lifandi skepnu. Það ætti enginn aö færa sér yfirburði sína yfir dýrin þannig í ,,nyt“, að hann beitti grimd og kúgun við ])á, sem fá ekki borið hönd fyrir höfuö sér og veröa aö l)era það alt meö þögn og þolinmæöi, sem á þá er lagt. já, það ætti enginn að gera þaö, en því miður gera það margir enn i dag. Og þegar reikningsskapardagurinn mikli rennur upp, tel eg visast aö alt of margur maðurinn verði að blygðast sín bæði fyrir guöi og sjálfum sér, er hann minnist ])ess, hversu margar kvalastunur hafa stigið upp frá brjóstum saklausra dýra hans vegna. Og „hann, sem ríkir öllu yfir“, hann hcyrir og skilur vafalaust alveg eins vel kvalastunur dýrsins eins og kveinstafi og barlóm okkar mannanna. Sumir halda að engin þörf sé á dýraverndunarfélagi, meö- ferð á skepnum sé svo óðum aö breytast til batnaðar, að innan fárra ára verði hún oröin fyrirmynd og ])jóö vorri til sóma. Guð gæfi að svo mætti verða. En eg þori ekki aö gera mér of háar vonir, og er það af eðlilegum ástæöum. Eg þykist sem sé hafa séö helst til mikiö af því, sem bendi til, að þótt framförin í mannúðaráttina sé auðsæ, þá stikar hún ekki að' jafnaði neinum risafetum. Þaö veitir því ekki af að við reynum eitthvað til að flýta fyrir henni. * í öll þau sextán ár, sem eg var í Laugarnesi, sá eg árlega skepnur, tugum og hundruöum saman, sem komu til bæjarins og höföu orðið aö þola illa, já, mjög ómannúðlega meðferö. Margur maðurinn kom bæði með nautgripi og sauðfé til okkar, til þess að fá þaö geymt þangað til ])aö yrði leitt til slátrunar. Mér gafst þá einatt tækifæri til þess að sjá hvernig þessir vesalings „feröalangar“ voru „til fara“. Og þeir voru æði misjafnlega útlítandi. Bæöi var þaö, að t. d. sauökindur í stórum fjárhópi hafa misjafnlega mikið þol, þó gengiö hafi jafn langa leið, og svo átti það auðsjáanlega ekki hvað minstan

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.