Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1916, Page 9

Dýraverndarinn - 15.07.1916, Page 9
D Ý R A V E R N D A R I N N 5 7 aö eins eftir því, hversu fjármargir þeir eru, heldur líka eftir því, hversu vel þeir hafa reynst „málleysingjunum", sem þeir lifa sjálfir af og eiga ef til vill alla sína fjárhagslegu upphcfö aö þakka. Eg vil nú aö endingu biöja yður, þér heiðraöa samkoma, aö gera alt, sem í yðar valdi stendur, til þess aö glæða vin- áttuna til dýra'nna. Eg vil biöja yöur, þér bændur, sem standiö framarlega aö mannviröingum, sýniö höföingslund og göfug- mensku yöar í því aö ganga á undan öörum meö góöu eftir- dæmi í þessum efnum. Leitist þér viö aö koma þeirri heil- brigöu skoöun inn hjá sveitungum yöar, aö þaö sé minkun fyrir sveitina í heild sinni, ef það spyrst út aö einhverjum bóndanum veröi sú hörmunga yfirsjón, að láta nokkra kvalda skepnu sjást hjá sér, og þaðan af verra aö blygðast sín ekki fyrir aö hafa hana á boðstólum í höfuðstað landsins. Eg vil biöja yður, þér mæöur, innrætið börnum yðar ást á dýrunum; látið þau aldrei hafa skemtun af því, sem bakar nokkurri skepnu sársauka eöa dauöa, hversu lílilmótleg, sem hún kann að vera. Hafið þaö jafnan hugfast, aö þegar ung- börnin, sem nú eru, eru komin til vits og ára, verður aö öll- um líkindum mannúðin búin að ná svo föstum tökum á al- menningsálitinu, aö sá verður talinn afhrak annara manna, sem misþyrmir varnarlausum dýrum. En til þess að fyrirbyggja aö slíkt geti lient syni yðar eöa dætur, þá byrjið undir eins á því — cf þér hafið ekki j>egar byrjað á j>ví — að innræta börnunum yðar ástúð og nærgætni gagnvart dýrunum, sem þau eiga eitthvaö saman viö aö sælda. Smekkurinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Og jrér ungmennfélagar, sem látið svo margt gott og nyt- samt til ykkar taka, viljið jjér ekki setja dýraverndun á hina fögru stefnuskrá yðar? Eg er viss um að hún myridi ekki ófríkka við ])að. Eins og j)ér vitið, að minsta kosti eins vel og eg, ])á væntir þjóðin mikils af yður, hún væntir j)ess meðal annars, aö j)ér gætið sóma sins, bæði inn á við og út á við. En sú þjóð, sem ])að orð fer af, að hún sé dýraníðingur, verður aldrei nein sæmdarþjóð, hvorki í augum sjálfrar síu né annara. Leggist því á eitt að firra móður okkar því ámæli, að hún eigi fremur skiliö að skipa sæti nteð siðlausum tartara- lýð, en siðuðum þjóðurn. Tökum höndum saman og störfum í jtarfir hins góða. Eg veit að visu, aö ])aö geta orðið skiftar

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.