Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Blaðsíða 6
70 DÝRAVERNDARINN ÓÞURKUR, KJÖTVERÐ OG DÝRAVERNDUN Þegar sól sér ekki vikum og mánuöum saman, þegar töð- urnar liggja kolmórauöar á túnunum og engjarnar undir vatni, þá er ekki undarlegt aö sveitabóndanum fatist gleöin, og honum þyki dapurlegt aö hugsa til framtiöarinnar. Á heyfengnum stendur allur búskapurinn. Afar dýrt kaupafólk og vinnufólk stendur viku eftir viku viö aö fella grasiö, en alt starf þess og strit sýnist ætla aö veröa aö engu. Mat og kaup þarf aö gjalda. Búiö er „bajnk- inn“, sem gjaldiö veröur að takast úr. En bóndinn hefur ekki glögga hugmynd um hvaö mikið er í bankanum fyr en hann veit hvað afuröir búsins kosta, hvaö hann getur selt þær fyrir. í sannleika — miklar geta veriö búskaparáhyggjurnar, og mörg er búmannsraunin. Hver sem gæti fundið ráö viö þeim meinum ynni mönnunum þægt verk og búpeningnum ekki síöur. Margt getur skapað áhyggjur og búmannsraunir: verðfall af- uröa, pest sauðfjárins, óhagstæö verslun og veörátta o. s. frv. En o f t a s t er það fóðurspursmálið, heyaflinn, sem skapar ánægjuna — eöa áhyggjurnar. Fullir garöar og hlöður góöra heyja, sem bjóöa byrginn höröustu vetrum og vorum, eru varasjóöur bankans, eru trygg- ingin, lífsábyrgð bóndans. Þetta hefur veriö sagt hundrað sinn- um, og allir vita þaö. Allir vita, að vörnin við búsáhyggjunum eru fóöurbirgöir, örugglega nægur og góöur heyfengur — og engin önnur vörn er til, og ekkert annað ráö er til, sem dugar. Enginn bóndi á íslandi hefur nokkurntíma komist á vonarvöl, hafi hann verið heyjabóndi. Þetta er nú sífelt veriö að kenna. Og það er veriö aö kenna ráð til þess, að heyfengurinn eyðileggist ekki í höndunum á bændum, þó aö blessuð sólin byrgi sig og tööurnar veröi ekki þurkaðar á túnunum. Búnaðarskólakennararnir eru aö kenna þaö ráð aö gera s ú r h e y. Langt er síðan Árni Thorsteinsson landfógeti var að skrifa um súrheys verkun, en skamt er hún enn komin á veg. Einföld ráð eru stundum lengi aö skiljast og lærast. „Búnaöarskólarnir prédika súrheysverkun, en þeir verka lítt eða ekki súrhey sjálfir," sagöi skynsamur bóndi ný-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.