Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.09.1916, Síða 14

Dýraverndarinn - 15.09.1916, Síða 14
78 DÝRAVERNDARINN landi. Þótt hrossin hans hafi verið saman viö hross annara, sem út hafa átt að flytjast, þá hafa þau ekki þurft að vera með neinu sérstöku marki til þess að menn alment þektu þau úr hinum hrossunum, ýmist hafa þau verið horuð, skálduð í meira lagi, hölt, lítil og óveruleg, og í einu orði sagt að öllu leyti borið á sér hinn mesta vesaldóm, enda hefur það vi'5 borið, að útflutningsstjóri hefur gert sum af þeim afturreka. — Af hverju getur þetta stafað? Skyldi maðurinn gera gyllingar til að kaupa þetta úrkast bara af því, að hann fái það fyrir minna verð? Eða er það af því maðurinn hefur ekkert vit á hrossum? Eða er það af því, að maðurinn kann best við að markaðs- hrossin sín séu steypt í sama mótinu og brúkunarhrossin? —o— Það er álit flestra manna að nauðsynlegt sé að hlýða því allsherjarlögmáli, sem í upphafi var sett í sögu mannkynsins, að vinna 6 daga vikunnar en hvíla sig hinn sjöunda. Slíkt hefur þótt sjálfsagt til að afla mönnum líkamlegrar og and- legrar hvíldar; þótt þetta lögmál muni nú vera æði mikið brotið, ]^á eru mennirnir þó vanalega spurðir að því, hvort þeir vilji vinna á helgum dögum, og enn fremur vinna þeir þá vanalega fyrir hærra kaupi. En hvernig er þessu varið með hestana? Fá þeir nokkuð betri viðurgjörning i fóðri eða brúkun á helgum dögum en endranær? Nei, það er síður en svo. Verstu dagar hestanna eru einmitt sunnudagarnir. Þá er þeim riðið hvildarlítið eða keyrðir áfram í sólarhita allan daginn, án nokkurrar verulegrar hvíldar, vatnssopa að drekka fá þeir sjálf- sagt hjá flestum þeim, sem ekki eru með bæði augu lokuð fyrir því, hvort skepnan hefur tilfinningu, eða sé sem annar dauður, tilfinningarlaus hlutur. Eg skal taka það fram, til að fyrirbyggja misskilning, að það er ekki nema eölilegt að reiðhestar séu brúkaðir á sunnu- dögum, þar sem þeir munu hjá mörgum vera brúkunarlitlir hina aðra daga vikunnar.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.