Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Síða 3

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Síða 3
DÝRAVERNDARINN 5i aS, er hauststormarnir blésu og laufiö féll af trjánum. En aft- ur sá hann hina sterku þrá, er trén fóru aö skjóta frjóöngum, og þessa þrá vill hgnn styöja. Hann vill hjálpa þrá skepn- unnar. Þaö er í ööru sambandi og á öbrum staö, aS hann vitnar í þessi orð, sem sjálfsögS til eftirbreytni: „Þú skalt ekki múlbinda uxann, er hann þreskir." Takmarkinu er enn ekki náö, friöarþráin hefir ekki náö aö rætast. En við eigum aö styðja aö þrá mannanna og hins skap- aöá. Jesús hefir sagt: „Þiö eruð bræöur“. Þannig eiga menn- irnir aö breyta hverir við aöra. En jafnfram eiga þeir aö fara vel meö það, sem þeim er trúað fyrir. Langur tími er liðinn frá því þeim var falin umsjá með dýrurn merkurinnar, fugl- um loftsins og fiskum sjávarins. Yfir þessu á maðurinn að drotna. Honum er gefið aöalsmerki. Hann á að drotna, hann á að vera herra. En hann á ekki aö vera harðstjóri, heldur á hann að hegöa sér, eins og samboöið er tign hans, samboðið aðalsmerkinu; hann á í þessum efnum að vera „gentleman“. Manninum er trúað fyrir skepnunum og hann verður að standa reikningsskap á þessari ráðsmensku sinni. Skepnurnar má hann nota sér til gagns, en verður að' muna eftir því, að hann á að vera herra, sem ekki hegðar sér eins og þræll. Þ e i r, s e m e r 11 d r o t n a r, m e g a e k k i v e r a þ r æ 1- menni. En slík hugsun býr hjá mönnum, er þeir segja: „Eg á hestinn, eg má fara illa með hann, ef mér sýnist.“ Þá er drotnunin orðin aö' þrælmensku. Langt er síðan þetta boö var gefið, að menn skyldu halda hvíldardaginn heilagan, og var þessu bætt við boöorðið: „til ])ess að uxi þinn og asni geti hvílt sig.“ Skepnurnar eiga einnig að vita af ]>ví, að til er hvildardagur. Það var áöúr meiri viröing fyrir helgideginum, það var auövelt að þekkja þá daga úr. Skepnurnar ættu á sinn hátt að geta fundið: „Það er áreiðanlega hvíldardagur í dag.“ Skepnurnar finna hvernig með þær er farið. Þið kannist við söguna um ösnuna hans Bíleams. Bíleam er á ferð, sem er háskaleg í augum guðs. Engillinn varnar honum. Þá sneri asnan út af götunni út á grundina. Bíleam baröi hana. Þá þrengdi hún sér upp að grjótgarði. Barði Bíleam hana ])á aftur. Síöast lagöist hún niður. Þá reiddist Bileam og baröi

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.