Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Síða 7

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Síða 7
DÝRAVERNDARINN 55 KAUPSTEFNA OG SAMBANDSÞING BÚNAÐARFÉLAGANNA AÐ ÞJÓRSÁRTÚNI Þaö mun vera fyrsta kaupstefnan sem stofnað er til, þar sem bændur geta átt kost á að selja gripi sína og kaupa, versla meS eitt og annaö úr búinu, dautt og. lifandi. Þarna mátti eiga von á að líta sveitabúskapinn á Suðurlands-undirlendinu svo sem i skuggsjá. Vér áttum að visu önnur erindi austur þennan dag, en mest var tilhlökkunin að sjá kaupstefnuna, skoða út- gengilega gripi, sem þarna yrðu á boðstólum, feitir og fallegir, og J)á fyrst og fremst hestana, gæðinga sambandsfulltrúanna og söluhrossin. En hvilík vonbrigði! Heyfengur var slæmur í þessum sýslum í fyrra sumar sakir ó])urka. Það er vitanlega afsökun, en engin algild afsökun. Ekki voru þarna aðrar skepnur en hross. Sagt var aö eitt- hvað af nautgripum hefði verið flutt þangað, en ekki verið haft mikið i frammi og ekki J)ótt útgengilegur peningur. Hvílík hrygðarsjón að sjá þann fans horaðra hrossa! Úfnir, kviðlausir, dapureygðir og raunalegir á svipinn stóðu hóp- arnir, í réttinni, á hlaðinu og i haganum. Rétt einn og einn var undantekning frá J)essari aðalreglu. Frá einum bæ, H j á 1 m h o 11 i, voru ])rir hestar vel haldnir og í góðum holdum. Kynbótafoli var þar og, laglegur og í nokkurn veg- inn standi. Eitthvað kann að hafa verið þarna fleira af sæmi- lega útlítandi hrossum; en það var áreiðanlega fátt. Yfirleitt voru hrossin h o r u ð, og sum s v o horuð, að furðu gegnir, að nokkur maður skyldi hafa einurð til að fara með þau á kaupstefnu, sem búast mátti við, að yrði mjög fjölmenn. Á sambandsfundi búnaðarfélaga ætti enginn fulltrúi að ríða hrossum, sem mega heita „þur i eyru“. Þetta var kaupstefna, og Jrnrna var veriö að versla með hross, ])ó að alt virtist fara reglulaust fram og stjórnlaust. Undirbúningurinn hefir veriö alveg ófullnægjandi. En veröið, sem heimtað var fyrir þessar vesalings horgrindur, bar vott

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.