Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Page 13

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Page 13
DÝRAVERNDARINN 61 Þar sem eg er alinn upp í einni þeirri sveit landsins, sem hrossaræktin er mikil, og þau látin lifa að meira eSa minna leyti á útigangi, hef eg oft séS þeim líöa afarilla aö vetrinum 1 slæmu tíöarfari. Eg játa þaö, aö eg hef alveg eins látiö mín hross lifa á útigangi eins og sumir aörir, eklci fyrir þaö aö eg hafi ekki haft hús yfir þau og oft fóöur, heldur fyrir einhvern gamlan ólukkans vana. Þaö er eins og hver læri af öörum. Ungling- arnir sjá gömlu bændurna láta hrossin sín bjarga sér sjálf úti meöan hægt er. Unglingarnir hugsa sem svo: Ekki mundu rosknir og reyndir bændur láta hrossin ganga svo, ef þeir sæju sér engan hag af því. Þetta er rótgróinn gamall vani, sem ilt er að fást viö, en er full þörf að laga aö ýmsu leyti, því margir hugsa of litiö um útigönguhrossin, ekki síst þegar ill veður eru. Þó er sárast aö vita hrossin standa úti á skjóllausu haglendi i grimmum frosthríðum, ef til vill sólarhring eftir sólarhring. Eg er alveg hissa á þeim hrossaeigendum, sem láta hrossin sín ganga vetur eftir vetur á slíku haglendi, aö þeir skuli ekki byggja skjólgarða. Það er þó ekki kostnaðarsamt, eöa ætli hrossunum líöi ekki betur að standa í skjóli, þegar haröneskju tíö er, lieldur en á bersvæöi? Jú, vissulega. Eg veit til þess, aö garðar hafa verið bygöir hrossum til skjóls í slæmu veðri, og ekki heföu brossaeigendur gert þaö, ef þeim heföi ekki sýnst þaö full þörf; jú, vissulega var þaö þörf, og er það enn í dag. En þaö er ekki nóg, aö byggja skjól- garðana, það þarf að halda þeim viö, svo best skýla þeir hrossunum, aö þeir séu sem fullkomnastir í fyrstu og síðan haldiö vel viö. Best væri að hýsa hrossin í áhlaupa hríöum, því þaö er þeim fyrir bestu. Ef menn geröu þaö, þá er eg viss um, að margur hrossaeigandinn gengi ánægöari til hvílu sinnar að kvöldinu og svæfi rólegri aö vita hrossin sín inni i húsi, held- ur en ef þau heföu verið úti í slæmu veðri. Sumir hafa þann siö, aö gefa hrossunum sínum heytuggu, eftir áhlaupa hriöar, til aö fylla þau, og er þaö vel gert. En áreiðanlega heföi hrossunum veriö betra, aö vera inni í húsi

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.