Dýraverndarinn - 15.07.1917, Side 15
DÝRAVERNDARINN
63
vera duglegastir í bardagnum. Þetta er ljótt, og ættu drengir
aö leggja niöur þennan slæma óvana undireins og þeir lesa
þetta. Hænsnin eiga heldur ekki upp á liáboröiö hér í höfuö-
staönum hjá sumum unglingunum. Þaö hefir ekki ósjaldan
sést, aö þeir halda um hálsinn á þeim og draga þau svo á
götunni á eftir sér.
Nokkrir drengir voru fyrir stuttu inn viö vatnsþró á stíga-
mótum Hverfisg. og Laugav. og voru meö 2 ketti aö láta þá
synda í þrónni. Ýmiskonar óknyttir svona lagaöir eru til lítils
sóma og geta máske meö aldrinum leitt af sér stærri stráka-
pör, snjallast er því aö leggja þennan leik niöur, því í honum
er ekkert barnagaman fólgiö. Annars má búast við, aö nöfn
sumra drengjanna, sem framarlega standa í þessu, veröi birt.
En umfram alt látiö ekki til þess koma.
SLÆMUR ÖKUMAÐUR
Hinn 29. f. m. kom maöur austan yfir heiöi meö hest fyrir
vagni, og á að giska 500 punda þunga á. Á heiðinni hitti hann
annar maður, sem benti honum á, að hesturinn, sem var mag-
ur og svangur, væri aö uppgefast. Feröalangur þessi hélt þó
áfram; komst meö hest og vagn slysalaust á Hólinn, fór þar
heim til að fá s é r hressingu, en batt hestinn á meöan, úti í
hrakviöri. Þar var honum bent á, aö hann yröi aö hjúkra
skepnunni, sem varla mundi lifa þessa nóttina af, að öörum
kosti, þar sem hún væri hungruð og skjálfandi af kulda.
Þaö var komiö langt fram á nótt. Mannræfillinn hélt af
staö meö hestinn fyrir vagninum; hefir hugsast þaö ráöiö
best til aö hlýja honum. Hann kom um dagmálabilið niöur
aö Hólmsárbrú; þar datt hesturinn örmagna niður og var
dauöur litlu síöar.
Svona er sagan sögö. Bæjarfógetinn rannsakar hvort hún
er sönn, þvi að maöurinn hefir verið kæröur til sekta, fyrir að
hafa drepiö hestinn meö miskunnarlausri meöferö. Eigand-