Dýraverndarinn - 01.06.1930, Blaðsíða 3
Skuggi.
— Minning. —
Eg g-et ekki kveSiö eftir þig erfiljóö, góöi klár-
inn minn, eins og skáldin eftir sína gæöinga. En
liitt skal eg gera og er það ljúft, að renna huganum
til baka og minnast liöinna samverustunda, er eg nú
sezt niöur, eftir aö hafa afráðið dauða þinn i dag
og hugsað með kvíða til morgundagsins, er eg lötra
meö ])ig í taumi síðasta áfangann.
Eg vikna við þá hugsun í kveld, en felli tár við
dauða þinn á morgun.
Hversvegna ertu mér svona hjartfólginn, Skuggi
minn? Þú, sem varst margfalt hærra verði keyptur
en nokkur annar hestur, sem; eg hefi eignast — og
þar að auki talinn gallagripur, óeigandi; ljónstygg-
ur og ramfælinn.
— — Æfisaga þín er stutt, þvi miður. Þú ert
fæddur í Stóradal í Húnavatnssýslu vorið 1899. Eig-
andi móður þinnar og þín var Jón bóndi Jónsson i
Stóradal. Þar ólst þú upp og lékst þér í stóði um
æskustöðvar þínar og átthaga, þangað til þú varst 5
vetra. Þá um vorið varstu bandaður, teymdur með
og nefndur Blakkur. Sama sumar varstu rekinn úr
Norðurlandi og suður yfir fjöll, og þá frétti eg til
þín fyrst, en sá þig ekki. Og sem betur fór keypti
þig enginn þá, enda varstu ekki falur, og a:rsl þín
og barnabrek í frekasta lagi. Aftur komst þú heim
ur því orlofinu og varðst reiðhestur og eftirlæti eig-
anda þíns þar til hann dó árið 1905. Haustið 1906
keypti þig Jón Þórarinsson, skólastjóri í Flensborg.
Átti hann þig einn vetur og fór vel með þig.
Vorið 1907 hefst okkar viðkynning; þá keypti
eg þig af Jóni. Verður það því lengsti og erfiðasti
spölur æfi þinnar, sem þú hefir troðið á mínum
vegum. Þessvegna ertu mér lika minnisstæðastur,
og það því fremur, sem við áttum meira saman og
misjafnara, en margur maður og hestur.
Og eitt skildum við báðir — þú þó engu síður
en eg —: að við tveir urðum að vera saman og
samferða, máttum ekki liíandi skilja, og að sá yrði
að bjarga hinurn, sem betur dugði. Og víst er um
það, að aldrei ibrást þú trausti því, er eg bar til þín.
Þegar eg hafði tapað áttunum og vissi ekkert hvar
við vorum staddir í þoku, svartnættismyrkri og
hríðarbyljum, þá varst þú jafnan öruggur um að
rata, skorti hvorki kjark né áræði og lézt ekki villa
þig í neinu.
Eg blygðast mín ekki fyrir að tala við þig í kveld,
gamli, góði vinur minn, er eg hugsa til þess að
samleið okkar verður lokið á morgun. Við höfum,
það oft talað saman í huganum áður og skilið hvor
annan til fulls; þessvegna hika eg ekki að tala við
þig nú um horfna daga og rifja upp endurminning-
ar, sem surnar eru þó sársaukablandnar, og það því
íremur, að um leið ætla eg að biðja þig fyrirgefn-
ingar á því, sem á kann að hafa skort um nærfærni
mína í sambúðinni við þig. Það hefir heldur aldrei
staðið á því, að við værum sáttir, enda vona eg að
svo verði enn, er leiðir skiljast, vinur minn.
--------Manstu eftir ánni ófæru?
Manstu hvað við báðir horfðum þá i þriggja
stunda krók? Vel var okkur fært aö komast hann
og ná þó háttum heima; en báðir urðu ásáttir um að
stytta leiðina, þótt teflt mundi á það tæpasta. Þú
varst ekki að hika þegar eg beindi þér fram í þjót-
andi strauminn og boðarnir skulluábrjóstumþér.Þú