Dýraverndarinn - 01.06.1930, Síða 15
DÝRAVERNDARINN
29
til fámennt ennþá til þess aS geta sýnt af sér það
gagn, sem ætti að vera. Margir hafa látið það íi
ljósi að þeir vildu ganga í félagiS, og aS nauösyn-
legt væri að efla slíkan félagsskap, en þó hefir
dregist fyrir alt of mörgum að sýna slíkan vilja í
framkvæmdinni.
Sumir hafa janfvel látið sér svo barnalegt skraf
um munn fara, að þeir vildu ekki koma í Dýravernd-
unarfélagi'5 fyr en það hefði fengið lög samþykt
af Alþingi, svo að hver og einn félagsmaður hefði
rétt til þess að taka með valdi öll dýr af þeim
mönnum, sem illa færu með þau. En þessi skoðun
er á dálitlum misskilningi reist, því að hver og
einn, sem ver'ður var við að illa er farið meö dýr,
getur kært yfir því, og sótt slíka skepnuníðinga
að lögum. Þessvegna ætti enginn, sem ber velvild-
arhug til dýra, að láta það undir höfuð leggjast, að
ganga í dýraverndunarfélag, eða þær deildir, sem
stofnaðar kunna að verða út um land. Að taka mál-
stað hins mállausa og vernda rétt hans á sem flest-
um sviðum, et fallega gert og sæmir hverjum góð-
um dreng, og ekki hvað sízt er hér verkefni fyrir
börn og unglinga að vinna fyrir góðan málstað.
*
Eg hefi heyrt menn oft kasta því fram, að rétt-
ur smælingjanna í þjóðfélaginu sé brotinn, að þeir
séu kúgaðir af auðvaldinu og undirokaðir af vald-
höfunum. Þetta kann að vísu satt að vera á stund-
um, en þó er eg sannfærður um að einslcis manns
réttur er jafn þrælslega brotinn eins og réttur mál-
leysingjanna.
Þótt við sumir mennirnir sitjum lágt í stig-
um mannfélagsins og okkur finnist við ekki ná
rétti okkar gagnvart yfirboðurunum og séum kreist-
ir af klóm auðkífinganna, þá höfum við þó þá stóru
og miklu náðargjöf fram yfir dýrin, sem er málið,
svo að við getum látið í ljósi hugsanir okkar yfir
þeim mikla misrétti, sem við þykjumst beittir.
Þegar við siáum hestinn barinn eða hundinn lam-
inn fyrir sakleysi eitt, þá er ekki annað hægt en
að taka eftir bænarsvipnum, sem oft er í augum
dýranna, en þeim er málsins varnað, aumingjunum.
Þau geta ekki kvartað og verða því að taka með
þögn og þolinmæði þvi, sem að þeim er rétt, þótt
stúrin hljóti þau stundum að vera yfir meðferðinni.
Guðmundur Andrésson.
Hefting hesta.
í bókinni ,,Hestar“, er við stóðum að, Daníel Dan-
íelsson og undirritaður, og út var gefin 1925, er
.-4 míeðal annars kafli um hefting hesta og verður hér
á eftir tekið upp hrafl úr honum:
„Hún er víst ærið gömul, heftingaraðferð ís-
lendinga, og óskiljanlegt að slík harðneskja og
ómannúðleg meðferð við hestana, skuli hafa
tíðkast kynslóð eftir kynslóð og öld eftir öld.
Og þó eru mörg dæmi þess, bæði forn og ný,
að hestar hafa verið heftir með slíkri harð-
neskju, að þeir hafa særst og stirðnað og al-
drei borið þess fullar bætur.
Algengasta haftið er hnappheldan, og má ham-
ingjan vita hvenær ■ íslendingar tóku hana upp.
En auk þess, sem hún er oftast nær og undan-
tekningarlaust alt of stutt, er hún svo gerð, að
hún herðir að fótum hestsins, hvað lítið sem
hún vöknar. Á norðausturlandi, tíðkuðust til
skamms tíma tágarhöft, og vóru þau ólíkt laus-
ari um fætur hestsins. En þau vóru líka altof
stutt, og seinlegt að hefta með þeim.
Sumir eru svo blindir eða forhertir, að þeir
fullyrða að rásgjörnum hestum sé betra að vera
í hafti en ganga lausir. Þeir fylli sig bc.tur. Það
má vel vera, að hesturinn rási minna, en það er
áreiðanlegt, að honum líður langt um ver. Það
er óeölilegt hestum, að framfæturnir séu bundn-
strítt saman með haftinu, svo að þeir geti ekki
beygt annan fótinn eða stigið honum framar,
þegar þeir eru að bíta, og verða þeir því að
hoppa, er þeir hreyfa sig úr stað. Hesturinn
verður að hafa fæturnar dálítið frjálsar, á með-
an hann er að bíta. Þess vegna má fuiða sig á
skammsýni og heimsku þeirra manna, er hefta
hésta svo, enda verða t. d. hálsstuttir hestar að
teygja sig nærri því úr hálsliðunum, eigi þeir að
ná í gras, og svo stirðna framfæturnir við það að
standa lengi á ])essum staurfótum. Og þetta er
látið viðgangast dögum saman og jafnvel vikum
saman; við það dofnar blóðrásin, hestinum líður
illa og hættir smám saman, að standa eðlilega.
Haftið herðir að fætinum, nuggar hárið, etur sig
inn úr skinninu, og stundum inn í bein. Það er
oft aumkunarvert, að sjá haftsára hesta, t. d.