Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1930, Side 14

Dýraverndarinn - 01.06.1930, Side 14
28 DÝRAVERNDARINN takið og hlotið að þekkja það. Þessu hélt hún áfram þar til eg kom í fjósið. Þetta var marg-reynt, að hún gat enga hugmynd haft um mig nerna af fótatakinu. En þegar eg var heima og var að smá-gangaumbæinn,einsogvenju- lega gerist, þagði kusa. Þess verður að geta, að hér hagar svo til sunnan viö túnið að gamall skriðuhryggur felur sýn suður frá bænum. Venjul.vöktuðukrakkarnirkýrnarsunn- an við þennan hrygg, áður giröing kæmi. Þegar svo var kominn tími til aðlátainnkýrnar ákvelain, kall- aði eg heiman frá bænumannaðhvortíkrakkanaeða kýrnar. Var það þá oft, að krakkarnir heyrðu ekki til mín, en kusa tók æfinlega á rás heim, og þótt þau ætluðu að varna henni leiðar sinnar, dugði þaö ekkert. Kusa hélt strykinu heim og hinar á eftir. Eitt sinn var það, eftir að kýr voru á tún teknar, að eg ætlaði að láta þær inn að kveldi til. Fór eg þá að svipast um, en sá kýrnar hvergi. Kallaði eg þá til þeirra, ef vera mætti, að þær heyrðu til mín. Eftir litla stund kom kusa hlaupandi og hinar á eftir. Fólk- ið, sem á engjum var, sagði mér svo um kveldið, er það kom heim, að kusa hefði tekið alt í einu við- bragð, og hlaupið sem hún hraðast mátti heim á leið. Fleiri voru smá-atvik, sem bæði lýstu eftirtekt hennar og viti. En þetta læt eg nægja. Sesselja Sigurðardóttir Jökli, Eyjafirði. Strokuhestur. H r a n i korninn ! . . Iians var greið hingað ferð að vonum. Það er mörgum ljúf sú lefð, sem liggur að átthögonum. J. ' éý Eg trúi’ ei þó x þúsund ár þjóð vor segði hreykin: „þangað sækir sérhver klár, sem hann verst er leikinn“. Hitt er víst, og verður létt verk, að sanna öllum: hér hann fór sinn folaldssprett fyrst á grænum völlum. Hér hann einnig æsku naut út um græna haga, þar sem frí og frjáls hann þaut fagra sólskinsdaga. * Vonir eyðast. .. Æskuglans eins er stakkur skorinn. En — yfir vöggu völlinn manns verða síðgleymd sporin. Stefán Vagnsson, Hjaltastöðum, Skagafirði. Dýraverndun. (Guðmundur Andrésson, fonniaður Dýravernd- unarfélags Sk.agfirðinga hefir sent formanni Dýra- verndunarfélags Islands ýrnsar greinar um vei'ndun og um meðferð húsdýra okkar. Birtist hér dálítið hrafl úr þeirn hugleiðingumi.) * * * Dýraverndunarmálið er náskylt landbúnaðinum, og sá er góður bóndi, sem fyrst og fremst gegnir vel skyldum sínum ganvart dýrum þeim, er hann hefir undir höndum; og bezti bóndinn er sá, sem rækir þær skyldur bezt. Skyldur bænda við búpening sinn eru að veita honum gott atlæti, góð húsakynni, gott og nægilegt fóður og góða hirðingu og meðfei'ð á allan hátt. Öll þessi atriði stefna að dýraverndun, eða miða til góðrar og réttrar meðferðar á skepnum, en jafn- frarnt tryggja þau afkomu bænda í búskapnum, Sveitafólkið lifir mest samvistum við dýrin, og hefir meira saman við þau að sælda en allur fjöld- inn, sem i kaupstöðum býr. En þrátt fyrir það vill reynslan verða sú, að alt of margir til sveita misbjóða skepnum sxnum á hörmulegasta hátt. Og hvað veldur? Sumpart hugsunarleysi, þekkingarleysi og þó einkum mannúðarleysi. Þessvegna er öllum a. m. k. nauðsynlegt að þekkja lög og reglur um dýravernd- un, svo að þeir þurfi ekki að brjóta þau, eða þær, af eintómri vanþekkingu. * Dýraverndunarfélag okkar Skagfirðinga er helzt

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.