Dýraverndarinn - 01.06.1930, Side 18
32
DÝRAVERNDARINN
hátíðinni lauk og er vonandi atS sú tala eigi eftir
aö margfaldast mörgum sinnum.
Ætti þá skógræktarmáli okkar íslendinga aö
vera borgiö, er slíkur þjóöaráhugi er vakinn fyrir
því.
Sklpstjórl bjargar liundi.
Seint í vetur var skip nokkurt á leiö, frá Liver-
pool til Indlands, og voru á því allmargir verð-
mætir veiðihundar, sem fara áttu til Bombay. Þeg-
ar komið var suður í Biskaya-flóa var eins hunds-
ins saknað. Hann hafði verið bundinn á þilfarinu,
en einhvern veginn tekist að losa sig. Hans var
árangurslaust leitað í skipinu, en að þvi búnu lét
skipstjórinn snúa viö og sigla aftur þá leið, sem
vænta mátti að farin hefði verið síðan hundurinn
féll fyrir borð, en þá var liðin um hálf klukkustund
frá því er hann hafði síðast sést. Hundurinn sást
hvergi, en þó var enn sigld ein mila og síðan snúið
við og haldið hægt suður á bóginn. Sást þá hund-
urinn skamt fram undan skipinu. Skipstjórinn, A.
D. Turton, lét þá skjóta báti fyrir borð, og náðist
hundurinn mjög þjakaður og að fram kominn. Var
honum hjúkrað sem bezt mátti, og eftir nokkurar
klukkustundir var hann orðinn alheill. Þótti þessi
nærgætni skipstjórans svo virðingarverð, að henn-
ar var getið í mörgum erlendum blöðum.
Tll kaupenda lilaísins.
Afgreiðslumaður Dýraverndarans biður að vekja
athygli lesenda á því, að hann hafi i maímánuði
sent póstkröfur þeinr kaupendum, sem skulduðu
fyrir blaðið við áramót, en þar er ekki tekið með
andvirði blaðsins yfirstandandi ár.
En það undarlega hefir skeð, að allmargar póst-
kröfurnar hafa verið endursendar án þess að tekið
sé fram af hvaða átsæðum það sé gert. Nú óskar
afgreiðslumaður eftir, að þeir sem endursent hafa
póstkröfur þessar geri sem allra fyrst grein fyrir
því.
DÝR AVE R N DA R I N N
kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári.
Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er
gefið út hér á landi- Árgangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú
siðbót, sem frarn kemur i verndun málleysingja og
miskunnsemi við munaðarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i
honum munu verða ritgerðir og sögur ef.tir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli
allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi
sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um
að kynna blaðið.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar-
anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun.
Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga
ógreitt andvirði hans, eru vinsamlega beðnir að gera
skil sem allra fyrst.
Afgreiðslumaður
ÞORLEIFUR GUNNARSSON,
form. Dýraverndunarfél. íslands.
Félagsbókbandið. Reykjavík.
Eins og kaupendum blaðsins er kunnugt, þá er
gjalddagi þess 1. júlí ár hvert og er því vænst að
þeir sem ekki hafa enn gert nein skil um borgun
blaðsins láti það ekki dragast lengur. Blaðið þarf
á sínu að halda og þvi aðeins verður unt að vanda
efni þess og frágang að kaupedurnir standi í skil-
um við það.
Hlekkjahöftin.
Þegar blaðið var að mestu leyti fullbúið til prent-
unar, frétti ritstjórinn að Samúel Ólafsson söðla-
smiður hefði einnig látið gera höft þessi, og fást
þau í verzlun hans.
Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen.
Utgefandi: Dýraverndunarfélag fslands.
Félagsprentsmiðjan.