Dýraverndarinn - 01.06.1930, Side 16
30
DÝRAVERNDARINN
strokuhesta, sem sloppið hafa og ekki náðst fyr
en eftir langan tíma.
Og þó tekur út yfir þegar þreyttir langferöa-
hestar, aS afloknu dagsverkinu, eru heftir á
þennan hátt. Viö gætum reynt aö binda saman á
okkur fæturna meS harðsnúnum kaöli eöa ein-
hverjum öSrum spotta, og vita hversu notalegt
þaö er, t. d. ef við erum þreyttir eftir langa
göngu. Ætli okkur þætti það ekki ónotalega
]>reytandi, að geta hvorki hreyft legg eða lið á
eðlilegan háttí'
Nú munu menn segja, að það verði ekki hjá
þvi komist, að hefta suma hesta, og má það vel
vera. En þá er að gera höftin svo úr garði, að
þau þvingi ekki hestinn, og að þau vaidi honum
sem allra minstum óþægindum."
Eggert Kristjánsson söðlasmiður í Reykjavík
hefir á seinni árum látið gera mjög hentug' höft og
fást þau í verslun hans „Sleipni“ í Reykjavík. Fylg-
ir hér mieð mynd af einu slíku hafti. Eru höftin
gerð sumpar úr leðri, fóðruð að innan með flóka,
léttir járnhlekkir á millihólkanna,semspentireruum
fætur hestsins með hringjum. Höftin eru létt og
liðleg í allri notkun og munu þau endast lengi með
góðri hirðu. Aðeins mætti að þessu hafti finna, sem
myndin sýnir, að of stutt sé á milli hólkanna. Mynd-
in sýnir 4 hlekki en vitanlega er auðvelt, að fjölga
þeim, og ættu þeir helzt ekki að vera færri en 8—9.
Það er nauðsynlegt að haftið sé svo langt að hest-
urinn geti gengið í því, en þurfi aldrei að hoppa.
Enda er það reynsla margra hestamanna að hestar
sé venjulega hagspakari í gönguhafti.ogáreiðanlegt,
að þeim líður á allan hátt betur, i stað þess að geta
ekki hreyft sig öðru vísi en að hoppa. Þess vegna
er ástæðulaust og auk þess heimskulegt, að valda
nokkurum hesti þeim óþægindum, er gera hann
óyndisgjarnan og uppstökkan.
Væri nú vel, að þeir sem hefta þurfa hesta sina
vildu taka upp þessi höft og munu þeir íljótt kom-
ast að raun um að það borgar sig. Sérstaklega ættu
þó allir ferðamenn að hafa slik höft með i föggum
sínum, svo hægt sé til þeirra að grípa ef með þarf.
Höftin kosta i lausasölu kr. 5,00, en kaupmienn
og kaupfélög munu geta fengið þau fyrir lægra
verð'.
Einar Sæm.
Hrefna.
Kettir hafa jafnan verið á heimili mínu, og hefi
eg löngum haft gaman að athuga ýmsa háttu þeirra.
Ekki hefir mér dulist, að sama gildir um ketti og
önnur dýr, er eg hefi verið samvistumi við, að þeir
hafa sýnt í háttum sínurn misjafnlega mikla vits-
muni. n
í þetta sinn ætla eg að segja lítilsháttar frá einni
kisu minni en hana, tel eg hafa, að vitsmunum til,
skarað fram úr flestumi, ef ekki öllum köttum, sem
eg hefi þekt. Þó má vera að eg hafi gefið Hrefnu,
(svo var kisa nefnd af litnum, sem var einkenni-
lega hrafnsvartur), meiri gaum en öðrum köttum,
enda fylgdi hún mér lengst, og fluttist með mér
þrisvar sinnum, er eg hafði bústaðaskifti.
Árið 1914 fluttist Hrefna með mér frá Brautar-
holti að Lágafelli í Mosfellssveát. Þegar þangað
kom hafði hún ærinn starfa, því að þar var þá
rottugangur mikill, eins og oft vill verða þar sem
torffjós eru, en nautpeningur fóðraður mikið til á
rnjöli eða öðru kjarnfóðri. Vitsmuna kisu gætti þá
lítils i öðru en dugnaði hennar og árvekni við rottu-
veiðarnar. En tæki hún sér rrí frá því starfi, elti hún
m:g eins og tryggur rakki milli húsa eða út um
tún og engjar. Var þá oft gaman að ýmsum leikj-
um hennar og háttum og var mér mikil ánægja af
fylgd hennar. Að öðru leyti voru þau tvö ár, sem
hún dvaldi á Lágafelli ekki viðburðarrík fyrir hana.
Árið 1916 flutti eg til Reykjavíkur og tók að
sjálfsögðu Hrefnu með mér. Fyrsta húsið sem eg
kom í var á Laugaveg 15, en þar bjó þá Ólafur
Runólfsson, stjúpfaðir konu rninnar.
Ekki dvaldi kisa þar næturlangt, því að eg tók
hana samdægurs með mér í hús það er eg fluttist í,